19. júní


19. júní - 19.06.1988, Page 66

19. júní - 19.06.1988, Page 66
EKKERT ER HELST AÐ FRÉTTA AF KONUM í ATVINNULÍFINU „Ef þú skiptir raunverulega máli verður þú miðpunktur frétta og ef þú ert miðpunktur frétta hlýtur þú að skipta máli.“ Paul Lazarsfeld og Robert Merton Dr. Sigrún Stefánsdóttir r slendingar hafa löngum verið fréttaþyrst þjóð og dag hvern verja flestir allnokkrum tíma í fréttalestur í blöðum eða í að fylgjast með fréttum í útvarpi og sjónvarpi. Skoðanakannanir sýna einnig að fréttaefni í útvarpi og sjónvarpi hefur algjöra sérstöðu hvað varðar hlustun og horfun. ís- lendingar hafa gjarnan viljað vera sjálfstæðir og láta engan segja sér fyrir verkum en slíkt er látið lönd og leið þegar fréttatíminn hefst. Þá er kallinu hlýtt og fréttirnar látnar hafa forgang. Hungraðir vinnu- þjarkarnir eru jafnvel reiðubúnir til þess að láta kræsingarnar á borð- unum bíða þar til Páll Magnússon og Guðni Bragason eru búnir að fræða þá um hvað sé helst í frétt- unum það og það kvöldið. Hvað er frétt? En hvað er það sem við köllum í daglegu tali frétt og það sem við nennum að lesa og hlusta á árið inn og árið út þrátt fyrir fjárhagsáhyggjur og basl? Hvað er það sem við erum að lesa í blöðunum og hlusta á í fréttatímum útvarps og sjónvarps? í íslenskum orðabókum er frétt skilgreind sem það að heyra eða 66 að fá að vita. Ekkert er hins vegar sagt um hvað það er sem við eigum að fá að vita eða heyra. í erlendum fag- ritum um fjölmiðla er gefin fyllri skil- greining á fyrirbærinu. Ein skilgrein- ingin er sú að frétt sé allt það sem er að gerast og skipti lesandann og þjóð- félagið máli og bestu fréttirnar séu þær sem skipta sem flesta máli og séu áhugaverðar. Eldri skilgreiningar á frétt leggja megináhersluna á breyt- ingu og gildir þar einu hvort breyting- in er búin að eiga sér stað, sé að eiga sér stað eða eigi eftir að eiga sér stað. Áherslan sem lögð er á breytingu þegar verið er að skilgreina orðið frétt vekur þá spurningu hvernig tek- ist hafi til við að samhæfa fréttir og þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum áratugum eða eftir að fréttaflutningur varð að seldri þjónustu. Á örfáum áratugum hefur íslenskt þjóðfélag breyst úr bænda og sjó- mannasamfélagi í tæknivætt iðnaðar- þjóðfélag. Það þjóðfélag þar sem karlmenn deildu með sér megninu af því sem var í launaumslagi þjóðarbús- ins er ekki lengur til. Þess í stað er nú þjóðfélag þar sem konur í vaxandi mæli sækja út á hinn launaða vinnu- markað. Ef við skoðum þennan launaða vinnumarkað með tilliti til frétta- flutnings, þá komumst við fljótt að raun um að vinnumarkaðurinn er ein helsta uppspretta frétta. Það er frétt að togarinn á Raufarhöfn veiddi vel. Það er frétt að ullariðnaðurinn á í stöðugum erfiðleikum vegna tregðu Rússa við að kaupa mislanga ullar- trefla. Það er frétt að ASÍ og VSÍ deila um kaup og kjör og þannig mætti lengi telja.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.