19. júní - 19.06.1988, Qupperneq 68
stjórnmál. Kjaramál komu næst á eft-
ir og þá listir, utanríkismál, orkumál
og umhverfismál. Alls staðar voru
karlar í miklum meirihluta sem við-
mælendur nema á einu sviði og það
var á sviði jafnréttismála.
Þeir málaflokkar sem konur voru
helst spurðar um voru listir, stjórn-
mál, kjaramál, skólamál, jafnréttis-
mál, atvinnumál, þjóðfélagsmál,
menningarmál og skemmtanir.
Hvar eru konurnar þá?
Vert er að staldra við og íhuga
hvar konur er helst að finna
úti á hinum launaða atvinnu-
markaði. Þá kemur fljótt
upp í hugann fiskiðnaðurinn en konur
hafa lengi haldið frystihúsum landsins
gangandi. I skólunum eru konurlíka í
miklurn meirihluta við kennslu og
sjúkrastofnanir ýmis konar eru starfs-
vettvangur mikils fjölda kvenna. Af
öðrum starfssviðum má nefna land-
búnaðarstörf, að ógleymdum heimil-
isstörfunum sem að vísu eru utan við
þann ramma sem við köllum hinn
launaða atvinnumarkað. Niðurstöð-
ur rannsóknarinnar sýna að þrátt fyrir
veldi kvenna á þessum sviðum er ekki
leitað eftir viðtölum við þær um þessi
mál. Konan sem vinnur við hlið
manns síns á sveitabýlinu er sennilega
að útbúa fréttamanninum kaffi á
meðan húsbóndinn er inntur eftir um-
framframleiðslunni á kartöflum eða
ótíðinni. Engin af þeim konum sem
talað var við var titluð sem húsmóðir
og má því draga þá ályktun að það
starfsheiti sé ekki til í hugarheimi
fréttamanna.
Sjórinn er ein helsta uppspretta
auðs í þessu þjóðfélagi .Málumerlúta
að þessum atvinnuvegi var skipt í
tvennt í þessari könnun, þ.e.a.s. sjáv-
arútveg og fiskvinnslu. Þetta var gert
til þess að sjá hvort konur fengju að
tjá sig um fiskvinnsluna þar sem þær
ráða ríkjum. En viti menn, þar eru
karlmenn í miklum meirihluta, þó
ástandið sé skárra þar en á sviði sjáv-
arútvegs þar sem aðeins eitt viðtal var
við konu af þeim liðlega 200 sem
könnuð voru.
Endurskoöun fréttamats
Mark Fowler, einn af valda-
mestu mönnum Reagan-
stjórnarinnar á sviði fjöi-
miðla lét hafa eftir sér að
hann liti svo á að sjónvarp væri í raun
68
ekkert annað en venjulegt hehnilis-
tæki. Það væri brauðrist með mynd á.
Sennilega munu fáir íslendingar taka
undir þessi orð hans, en samt sem
áður hefur sjónvarpi verið afar lítill
gaumur gefinn hvað varðar þau áhrif
sem það hefur. En það er kominn tími
til að konur skeri upp herör og krefjist
aukinnar hlutdeildar á skjánum, því
sjónvarp er miðill sem skilur kjarnann
frá hisminu, ekki satt?
Aukinni hlutdeild kvenna í sjón-
varpsfréttum verður aðeins náð með
því að fréttamenn og konur vinni
sameiginlega að þessu takmarki.
Fréttamenn þurfa að endurskoða
daglegt fréttamat og aðlaga skilgrein-
inguna á því hvað er frétt og hvað er
ekki frétt í því þjóðfélagi sem við lif-
um í. Þetta hefur verið vanrækt og
fréttamatið miðast enn við þjóðfélag
sem einu sinni var, — þar sem karlar
voru nær einráðir á mörgum sviðum
þjóðfélagsins. Konur þurfa að læra að
axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera
beðnar um að koma til viðtals í sjón-
varpi eða útvarpi. „Nei, því miður,
biddu heldur hann Jón“ er svar sem
konur ættu ekki að láta eftir sér leng-
ur að nota þegar óskað er eftir viðtali
við þær. Afsakanir eins og þessi hér
að framan heyrast því miður allt of
oft, jafnvel af vörum hæfustu kvenna í
ábyrgðarstöðum.
Það gerast engin kraftaverk í fjöl-
miðlum og án ábyrgrar afstöðu
kvenna gagnvart því hlutverki að vera
talsmenn þeirra greina atvinnulífsins
sem þær starfa í breytast hlutföllin
milli karla og kvenna í sjónvarpsfrétt-
um hægt. Viðtöl verða nefnilega ekki
tekin án viðmælanda. Konur þurfa að
átta sig á því að þær eru eins hæfar til
þess og karlar að standa fyrir framan
sjónvarpsvél og svara fréttamönnum.
Oft heyrist sungið í samkvæmum:
„ . . . allir komu þeir aftur og enginn
þeirra dó.“ Stundum mætti ætla af
viðbrögðum kvenna að þær haldi að
það sé lífshættulegt að fara í sjón-
varpsviðtal, en að fenginni yfir 10 ára
reynslu við fréttaöflun á sjónvarps-
stöð leyfir höfundur þessa greinar-
korns sér að fullyrða að textinn gam-
alkunni gildir um sjónvarpsviðtöl og
að konur sem axla þá ábyrgð að fara í
sjónvarpsviðtöl geta óhræddar sungið
í kór: „ . . . allar komu þær aftur og
engin þeirra dó.“
HELSTU NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNAR Á STÖÐU
KYNJANNA í SJÓNVARPSFRÉTTUM RÍKISÚTVARPS,
1966-1986
1) Úrtakið spannaði alls
2011 fréttaviðtöl. Alls voru tek-
in fréttaviðtöl við 1842 karla
yfir tímabilið eða 91.6% en við
169 konur, 8.4%
2) Konur koma oftast fram í
fréttaviðtölum árið 1986 og eru
þá í 13.2% allra viðtala. Allt til
ársins 1971 var ekkert fréttavið-
tal við konur í mánuðunum maí
og nóvember.
3) Af þessum 2011 fréttavið-
tölum tóku karlar í frétta-
mannsstarfi 1466 viðtöl, eða
73%, en konur í fréttamanns-
starfi 545 viðtöl, eða 27%.
4) Konur í fréttamannastétt
taka oftar viðtal við konur
heldur en karlfréttamenn. Við-
töl kvenfréttamanna eru mun
sjaldnar send út snemma í
fréttatímanum en viðtöl sem
karlar taka.
5) I sumum málaflokkum er
ekkert fréttaviðtal við konur.
Þetta á t.d. við um orkumál,
náttúruhamfarir, tækni og iðn-
að. Af alls 20> viðtölum um
sjávarútveg, (fiskvinnsla er hér
undanskilin) er eitt viðtal við
konu.
6) Aðeins í einum mála-
flokki, jafnréttismálum, eru
viðmælendur fréttamanna oft-
ar konur en karlar.
7) Á árunum 1972-1979 er
ekkert fréttaviðtal við konu
sett meðal fimm fyrstu frétta í
hverjum fréttatíma, og öll árin
eru kvenviðtöl sett aftar í
fréttatíma en viðtöl við karla.
8) Þegar litið er á starfsstöð-
ur viðmælenda fréttamanna,
kemur í ljós að á öllu tímabilinu
eru 968 viðtöl við karlmenn
sem bera titil sem felur í sér
einhvers konar stjórnun en
aðeins 52 konur með sambæri-
lega stjórnunartitla. 248 viðtöl
eru við karla sem titlaðir voru
sérfræðingar en 10 konur. Tal-
að var við 60 karla úr hópi lista-
manna og 17 konur, 47 karla úr
verslunar- eða verkalýðsstétt
en 14 konur. Bændur af karl-
kyni sem rætt var við f sjón-
varpsfréttum voru 42 en konur
úr sömu stétt sem komu til við-
tals voru 2 á umræddu tímabili.