19. júní


19. júní - 19.06.1988, Síða 73

19. júní - 19.06.1988, Síða 73
Jafnréttisáætlanir opinberra stofnana. / Ifebrúar s.l. beindi Jafnréttisráð þeim tilfnælum til stjórnvalda, með bréfi til félagsmálaráð- herra, að hvert ráðuneyti og stofnun hins opinbera vinni fram- kvæmdaáætlanir um hvernig stuðla megi að jafnrétti karla og kvenna í ráðuneytum og opinberum stofnun- um. Samkvæmt jafnréttislögunum skal Jafnréttisráð vera stefnumótandi aðili í jafnréttismálum og vera ráðgef- andi gagnvart stjórnvöldum, stofnun- um og félögum í málefnum sem varða jafna stöðu og jafnrétti með konum og körlum. Reynslan hefur sýnt að jafnréttislög ein og sér hafa ekki jafn- að hlut karla og kvenna m.t.t. stöðu- veitinga hjá hinu opinbera og störf hjá hinu opinbera eru ekki síður kyn- greind en störf á almennum vinnu- markaði. Með setningu jafnréttislaga 1976 og 1985 tóku stjórnvöld á sig þá frum- kvæðisskyldu að koma á jafnrétti, en þeirri skyldu hafa stjórnvöld sinnt að takmörkuðu leyti með skipulögðum aðgerðum. Fáar konur gegna stjórn- unarstöðum hjá ríkinu og opinberar stjórnir, nefndir og ráð eru að mestu skipuð körlum, þrátt fyrir ákvæði jafnréttislaganna um að leitast skuli við að jafna hlut kynjanna á þeim vettvangi. Hinn 22. apríl s.l. var haldinn fund- ur með yfirmönnum ráðuneyta og stofnana ríkisins um áætlanagerð til að vinna að jafnrétti á þeirn vettvangi og er fyrirhpgað að þær áætlanir, sem eiga að vera framkvæmdaáætlanir fyrir hvert einstakt ráðuneyti og stofnun, — verði fullmótaðar 1. nóv- ember n.k. og taki gildi um áramót. Fyrir áramótin hyggur Jafnréttisráð á útgáfu á greindum áætlunum ein- stakra ráðuneyta og stofnana, ásamt með tillögum að aðgerðum til að koma á jafnrétti á hinum almenna vinnumarkaði. Ráðið mun efna til viðræðna við launþegahreyfingar hjá hinu opinbera og á almennum vinnu- markaði, samtök atvinnurekenda og Samband íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í jafnréttismálum. Með- al aðgerða sem Jafnréttisráð mælir með að verði þegar teknar upp hjá hinu opinbera eru: Að í starfs- og stöðuauglýsingum verði konur hvatt- ar til að sækja um, en þá starfsreglu tók Norðurlandaráð upp árið 1987 í auglýsingum um störf sem karlar hafa fram að þessu gegnt að mestu hjá ráð- inu. Að konur verði í ríkari mæli hvattar til að sækja ákveðni- og stjórnunarnámskeið til að auka hæfni sína í starfi, en ábyrgð kvenna sjálfra hjá ríkinu er ekki minni en stjórn- valda, eigi jafnréttisáætlanir stofnana að leiða til árangurs. Það er skoðun Jafnréttisráðs að með samvinnu launþega og atvinnu- rekenda megi ná árangri í átt til raun- verulegrar jafnstöðu og jafnréttis kynjanna. Konur hafa, eins og karlar, hæfileika sem atvinnulífið þarf á að halda og jafnrétti er ekki einkamál kvenna, heldur hagsmunamál þjóðfé- lagsins alls. Því ber nauðsyn til að skapa jákvætt viðhorf til jafnréttis- mála í þjóðfélaginu og beina athygl- inni að framtíðinni og leiðum til úr- bóta. Atvinnuþátttaka kvenna er að verða jafn mikil og atvinnuþátttaka karla og menntun kvenna hefur auk- ist. Þessi þjóðfélagsbreyting kallar á skipulegar aðgerðir til að breyta hefð- bundnum viðhorfum og koma á jafn- rétti, en lýðræðislegt þjóðfélag er reist á jafnrétti og frelsi til að velja sér lífsstarf. Náms- og starfsfræðsla og jafnréttisfræðsla Allt frá 1980 hefur verið unnið að tillögum um það hvernig koma megi náms- og starfs- fræðslu og jafnréttisfræðslu fyrir í skólum landsins, svo sem jafn- réttislögin gera ráð fyrir að fari fram. Jafnréttisráð hefur hafið viðræður við fulltrúa menntamálaráðuneytisins um þessi mál og mun ráðið leggja áherslu á að þeirri fræðslu verði kom- ið fyrir sem fyrst í skólunum. Hefur ráðið lagt þá tillögu fram að ný náms- grein verði skipulögð fyrir efstu bekki grunnskóla og framhaldsskólana þar sem áhersla verði lögð á kynningu á uppbyggingu atvinnulífsins og vinnu- markaðnum og nemendum verði þannig auðveldað náms- og starfsval sitt. Undir þá námsgrein falli fræðsla um jafnrétti, sifjalöggjöf, stjórnskip- un Islands, kjarasamninga og fleiri atriði eins og skattalöggjöf, sem hver einstaklingur þarf að þekkja til. Hver sem endanleg niðurstaða þessa máls verður er ljóst að í fyrstu má hagnýta myndbandatæknina við þessa fræðslu í skólum landsins og svokallað fræðsluvarp, sem rú er verið að koma á fót. Fjölmiðlar Jafnréttisráð hefur ákveðið að leita eftir samstarfi við fjölmiðla m.t.t. hlutar kynjanna. Könnun dr. Sigrúnar Stefánsdóttur hef- ur vakið athygli á litlum hlut kvenna í fréttum og skyndikannanir Jafnréttis- ráðs benda til þess hve hlutur kvenna í dagskrá hljóð- og sjónvarps er lítill. Dagblöð birta sjaldan viðtöl við kon- ur, t.d. eru konur helmingur hús- byggjenda í landinu, en viðmælendur fjölmiðla um húsnæðismál eru sjaldan konur. Útvarpsráð hefur tekið erindi Jafnréttisráðs vel og hefur verið efnt til umræðu um hlut kvenna í ríkisút- varpinu í deildum stofnunarinnar. Á næstu tveimur árum mun Jafnréttis- ráð gera úrtakskannanir á hlut kvenna í fjölmiðlum og vekja stjórn- endur fjölmiðla til umhugsunar um hve miklu hlutverki þeir gegna um þróun jafnréttis í landinu. Foreldrar Jafnréttisráð hefur í huga verk- efni sem leitt gætu til þess að foreldrar hugi að náms- og starfsvali barna sinna m.t.t. jafnréttis. Þar kemur til greina sam- starf við samtök foreldra, skólana og menntamálaráðuneytið og jafnréttis- nefndir sveitarfélaga. Af öðrum verkefnum Jafnréttis- ráðs rná nefna að ráðið hefur hug á að taka fyrir stöðu karla m.t.t. jafnréttis, — hvers vegna er það mikilvægt fyrir karla að konur njóti jafnréttis. Enn- fremur vill ráðið beita sér fyrir aukn- ingu á hlut kvenna í stjórnmálum, — bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum og hefur ráðið í hyggju að fjalla um hlut kvenna á þeim vettvangi við fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna og efna til útgáfu fyrir næstu sveitarstjórnar- kosningar. í þessu yfirliti yfir störf Jafnréttisráðs fer ég hratt yfir sögu, en í lokin má geta um að Jafnréttisráð hefurm.a. óskað eftir þvívið Byggða- stofnun, að í könnun þeirri, sem þar fer fram á orsökum og afleiðingum mikils fólksflutnings úr dreifbýli á höfuðborgarsvæðið, verði staða kvenna í því samhengi sérstaklega könnuð. Jafnréttisráð mun á næst- unni hefja útgáfu á fréttabréfi til kynningar á jafnréttislögunum og fleiri þáttum jafnréttismála. 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.