19. júní - 19.06.1988, Síða 75
bundið því skilyrði að umsækjendur
um starf hafi „nokkurn veginn sömu
menntun og hæfileika til starfsins.
Það er á þessu skilyrði sem oft brýtur,
þannig að það hefur verið fremur lítið
hald íþessum samningi, því miður, og
auðvelt að sniðganga ákvæði hans. Þó
finnst okkur betra að hafa þetta plagg
heldur en ekki.
Ástæðan fyrir því að ég er hingað
komin á ráðstefnu BHM er að segja
frá aðgerðum hins opinbera til að
bæta stöðu kvenna í stjórnun því að
við eigum auðvitað langt í land með
að ná þessum 40% sem jafnréttis-
samningurinn gerir ráð fyrir. 1 starfi
mínu hef ég það hlutverk m.a. að
reyna að fjölga konum í stjórnunar-
stöðum hjá ríkinu. Áætlanir unt þetta
hófust árið 1983 og fyrsta reynslan gaf
ekki mjög góða raun. Af 10 afar hæf-
um konum sem höfðu sérstaklega
verið valdar út til tveggja ára sérþjálf-
unar í stjórnun fengu aðeins 2 stöðu-
hækkun nokkurn veginn strax. Nú er
ég búin að gera breytingar á fyrstu
áætluninni og hún er nú til reynslu í
nýrri útgáfu hjá 6 ríkisstofnunum og
er þetta tveggja ára verkefni eins og
hið eldra.
Það má segja að hér sé um tví-
þætt verkefni að ræða. Annars
vegar byggist það á þróunar-
starfsemi innan stofnananna
sjálfra þar sem sérstakur starfshópur
tekur að sér að skilgreina þær hindr-
anir sem mæta konum í starfi, innan
vinnustaðarins og utan, og þá sérstak-
lega hvað varðar framamöguleika
þeirra. Um leið reynir hópurinn að
koma með tillögur um hvernig sé
hægt að fjarlægja þessar hindranir af
hálfu stofnunarinnar. Þessi starfshóp-
ur vinnur í mjög nánum tengslum við
yfirmann eða stjórn viðkomandi
stofnunar og það hefur komið í ljós að
einmitt þetta atriði skiptir höfuðmáli.
Bæði ber þá stjórnin ábyrgð á að
starfsskilyrði hópsins séu viðunandi
og endanlega ábyrgð á að árangur ná-
ist með starfinu.
Samhliða þessu innra þróunarstarfi
hjá stofnuninni fer svo fram skipulagt
nám og þjálfun tveggja kvenna hjá
viðkomandi stofnun undir hand-
leiðslu leiðbeinanda á stofnuninni og
í umsjón ráðuneytisskrifstofunnar
sem ég starfa hjá. Við skipuleggjum
námskeið sem ætluð eru öllunt kon-
unum sameiginlega, en að öðru leyti
fær hver kona einstaklingsbundna
þjálfun á stofnun sinni sem á að gera
hana hæfa til að gegna stjórnunar-
starfi þegar þar að kemur. Tilgangur-
inn með þessu er gagngert sá að flýta
fyrir frama þeirra."
— Og hver hefur svo reynslan
verið af þessu starfi?
„Enn sem komið er er ekki um
beinan mælanlegan árangur að ræða.
Hann felst einkum í auknum skilningi
karla innan þessara stofnana á því að
um mismunun sé að ræða. Þeir hafa
reynst hafa áhuga á þessum málefn-
um og vilja vita eitthvað um þau. En
því er ekki að neita að maður verður
líka var við ákveðið valdatafl. Yngri
körlum finnst oft eins og þeim sé að
einhverju leyti ógnað og mér hefur
fundist eldri karlmenn, rnilli 50 og 60
ára, skilji þetta mun betur. Þeir eiga
oft dætur eða tengdadætur sem eiga
erfitt með að komast áfram og þá
blasir óréttlætið við þeim.
Þaðsem mér finnst þó verajákvæð-
ast að svo stöddu er að konur og karl-
ar fá þarna tækifæri til að vinna saman
og fá betri skilning á raunveruleika
hver annarra."
y,'.
m
>'4
WrM
mm
;#Mr-
0ifii
•.-•y
mm
iÉit
ff$S
ápk.
■
//
mm
gk
m
y
m
m
iilf
AÐ VERA
EÐA
EKKI VERA
ER SPURNINGIN UM AÐ
w
«ás
:' . ' » y
Jm
LESA
VERU
HSÍ
mm
BLAÐ FYRIR KONUR
SKRIFAÐ AF KONUIVI
ÁSKRIFTARSÍMI
22188
75