19. júní - 19.06.1988, Side 77
FEMINST AFORLAGIÐ
- ANDLIT
í BLÁUM
VÖTNUM
Utgáfufélagið BÓKRÚN var
stofnað í Reykjavík í júní-
mánuði 1984. Þetta er fyrsta
og eina femínista- eða
kvennabókaútgáfa á Islandi. I októ-
ber 1985 varð BÓKRÚN hlutafélag,
sem eiga þessar konur: Björg Einars-
dóttir, Valgerður Kristjónsdóttir,
Arnfríður Jónasdóttir, Bjarnfríður
Guðmundsdóttir og María Haralds-
dóttir.
Á þessum stutta tíma hefur þessi
útgáfa unnið nauðsynja starf — mjög
virðingarvert og bækurnar sem hún
hefur gefið út eru til sóma og prýði.
Lítið hefur samt verið um hrós og
húrrahróp í kringum starfsemina, en
þessar konur tilheyra heldur ekki því
hugarástandi sem einhverntíma stóð
undir nafninu „vinstri- intelligentía".
Hvarflar nú meir en svo að manni, að
ef svo væri, hefði nú heldur betur
verið sveiflað, skrifað og skrafað um
að hér á landi væri starfandi kvenna-
útgáfufélag.
En nóg um það og vart hægt annað
en kíma útí annað við þessu lágkúru-
stússi, sem er þó harla dapurlegt í
raun hér í allri „menningunni" — svo
augljós er þessi tvískinnungur.
Þau ritverk sem BÓKRÚN hefur
gefið út eru: Úrœvi ogstarfi íslenzkra
kvertna 1-111.
Þetta eru 68 vandlega unnir æviþættir
íslenzkra kvenna sem Björg Einars-
dóttir hefur samið.
BÓKRÚN hefur einnig gefið út
minnisbækur, sem eru jafnframt
dagatöl með sögulegu ívafi varðandi
konur. Svo hefur komið út ljóðabók-
in Bókin utan vegar eftir Steinunni
Eyjólfsdóttur, sérlega fallega ortur
ljóðabálkur um sonarmissi Steinunn-
ar — einlæg, væmnislaus og tær ljóð.
Og fyrir jólin seinustu kom svo út
ljóðabók eftir Ragnhildi Pálu Ófeigs-
dóttur, Andlit íbláutn vötnum. Bókin
geymir 73 ljóð. Pessi ljóðabók er að
mínu viti merkur viðburður í ljóða-
bókaútgáfu hér á landi. Hönnuðurinn
Elísabet Cochran hefur unnið fagurt
listaverk með útlit þessarar bókar —
en hún hefur líka hannað aðrar bækur
útgáfunnar.
En allar bækur BÓKRÚNAR eru
konum og þar af leiðandi líka körlum
til sóma og eiga þær sem að henni
standa lof skilið og þakkir. Þær vinna
mikið og óeigingjarnt starf — sníða
sér þó stakk eftir vexti og gera hvor-
ugt að hrópa hátt né læðast um með
undirróður í fjölmiðlum um sín störf.
Næsta bók sem útgáfan hyggst gefa
út er sjálfsævisaga Goldu Meir í þýð-
ingu Bryndísar Víglundsdóttur.
/
g hef verið beðin að skrifa um
bók Ragnhildar Pálu: Andlití
bláum vötnum. Ekki treysti
ég mér til að skrifa um bókina
hefðbundna gagnrýni. Hef til þess
hvorki æfingu né áhuga. En ég hreifst
ákaflega af bókinni og ljóðunum
hennar. Og þau urðu mér að því ljóði
sem ég birti nú hér um leið og ég
þakka BÓKRÚNAR-konum þeirra
merka starf.
Grein: Nína Björk Árnadóttir
Andlit í bláum vötnum
Til Ragnhiidar Pálu
Ófeigsdóttur
Siifurskær er hljómurinn
hann ómar yfír vatninu
hann ómar í vatninu
hann ymur inn í hjartað þitt
og í þér vaknar sígauni
og í þér vaknar ást
og í þér spilar gítarinn
þótt hann hafí brotnað
vaknar yndi
og verður þér eilífðarsöngur
því skáldið hefur ort þér
af fegurðarviskubrunni
þar vefur Gyðjan þér
endaiausa gieði
þar er móðirin mikla
þar er ástin og dauðinn
í djúpfögrum leik
óræðum að þú megir vona
heitum að þú getir bjargast
svo djúpfögrum að þú munt
njóta
að eilífu njóta
77