Sólskin - 01.07.1931, Síða 11

Sólskin - 01.07.1931, Síða 11
Búálfar. I. „Betri er belgur en barn“, sagði Jón í Koti. Hann átli lieima í litlum bæ með fjórum burstaþiljum og grænu þaki. Bærinn stóð á sléttum völlum í fallegum dal undir hamrahlíð. „Blessun vex með barni hverju“, sagði amma gamla. Hún var móðir Jóns en alltaf kölluð anima. Hún sat og prjónaði alla daga, þótt gömul væri. „Blessun vex með barni hverju, svo hefir það alltaf verið í minni ætt“. „Ætli það nú?“, sagði Jón. „Ekki hefir mér nú orðið nein blessun að Gvendi mínum ennþá. Þegar jeg sendi hann eftir hrossum, eltir hann fiðrildi og tinir ber, en jeg verð að hiða og bíða, og óska oft að jeg liefði farið sjálfur. Hann fcr út með hluti til þess að leika sér að, og týnir þeim, og hann kemur inn með hluti og skilur þá svo eftir á gangveginum, svo að ég dett um þá. Betri er belgur en barn, móðir góð“. „Þarna kemur þá Jónsi“, sagði gamla konan, „með kinnarnar rauðar eins og epli“. Guðmundur bróðir hans kom á eftir honum. Báðir voru hræðurnir hraustlegir og vænlegir drengir, þótt latir væru. Guðmundur kastaði niður fullu fangi sínu af hrísi og sagði: „Á ekki að fara að skammta kvöldmatinn ?“ „Nei, börn. Nú fær enginn kvöldmat, en í fyrramálið fáum við dálítið af brauði til morgunverðar. „Ó, við erum svo svangir“, sagði Gvendur. „Góða amma, segðu okkur sögu, svo að við getum liætt að hugsa um brauðbitann, sem til er“. „Það er eins og það sé engin blessun í búinu leng- 9

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.