Sólskin - 01.07.1931, Síða 14

Sólskin - 01.07.1931, Síða 14
kveikt upp eld og borið á borð, tekið til í stofunni og sótt við. Taktu nú eftir, Gvendur“, sagði kisi og stóðu nú eld- glæringar úr grænum glirnunum. Þessir litlu álfar eða ljúflingar eða huldufólk býr í klettunum, sumir eru litlir og búa í blómunum, og nokkrir eru búálfar á heimilum. Þeir eru kátir og fjörugir, gera gott þeim sem eru góðir, en geta stundum verið hrekkjóttir, ef illa er farið að þeim. Þeir hafa engar áhyggjur. Séu þeir latir og ódælir eru þeir hverjum manni hvimleiðir og eru þá reglulegir púk- ar og prakkarar, en annars eru þeir til blessunar á hverj- um bæ“. „En hvað það er gaman“, sagði Gvendur. ,Já, reglulega gaman“, sagði kisi. „En livað segir þú nú“, og nú sindraði úr augunum, svo að Gvendur hélt að hann mundi kveikja í sínu eigin skotti. „En hvað segir þú um púkana og prakkarana, þessa liundlötu anga, sem taka við fötum og fæði, en nenna ekki að gera ærlegt handarvik, sem skemma og rífa til, í stað þess að lagfæra, sem auka öðrum vinnu, í stað þess að vinna, sem hlaða smá áhyggjum ofan á þær stóru, þangað til þeir sem vinna fyrir þeim eru örmagna og uppgefnir“. „Hættu, hættu“, sagði Gvendur. „Ég þoli ekki að hlusta á þetta“. „Ég vona“, sagði sá guli, „að þegar þessir prakkarar vaxa upp, og verða fullorðnir, þá verði börnin þeirra prakkarar, svo að þeir fái að finna hvað það er“. „Hættu“, öskraði Gvendur. „Ég ætla ekki að verða prakkari. Ég ætla að vera búálfur“. „Gott er það“, sagði sá guli. „En mundu það, að bú- álfar sjást aldrei vinna. Þeir fara á fætur á undan öllu fólkinu og eru horfnir áður en nokkur veit af, og eng- 12

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.