Sólskin - 01.07.1931, Page 15

Sólskin - 01.07.1931, Page 15
inn veit hvert. Ekki veit ég hvernig stendur á þessu háttalagi, og ég er ekki einu sinni viss um að langafi og langamma hafi vitað það, en ef til vill er það af því, að bezt eí að öll góð verk séu gerð í kyrþey. Nú kom sá guli til Gvendar og neri sér upp við hann, og Gvendur strauk honum. Hann vissi nú ekki af sér framar, fyr en farið var að birta. Þá reis hann upp og sá hvar Jónsi steinsvaf við hliðina á honum. III. „Klæddu þig Jónsi, ég hefi sögu að segja þér“, sagði bróðir hans. Og meðan Jónsi var að núa stírurnar úr augunum, sagði Gvendur honum upp alla söguna, sem gerzt hafði um nóttina. „Ekki vil ég vera púki og prakkari“, sagði Jónsi. „Það er svo andstyggilegt. En við getum ekki verið bú- álfar held ég. Ég er liræddur um að við getum ekki gert verkin. Ég vildi bara að ég væri orðinn dálitið stærri“. „Ég er viss um að ég get gert þau“, sagði Gvendur, „og þú getur lijálpað mér“. Bræðurnir læddust nú ofan stigann og niður í eld- hús. Þar voru tómar hlóðir, rusl á gólfi og allir hlutir á tvístringi. „Líttu á göngin og tröppurnar“, sagði Gvendur. „Þú hefðir ekki þurft að missa svona niður af hrísinu i gær. Nú verðum við í tíu mínútur að sópa það upp. En hvað ert þú að klóra þarna í músaliolu í veggnum?“ „Hvað heldur þú að ég hafi fundið?“ sagði Jónsi. „Brýnið hans pabba“. „En hvað þú varst heppinn“, sagði Gvendur. „Legðu það þarna hjá sætinu hans. Þetta er eitt af því sem búálf- 13

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.