Sólskin - 01.07.1931, Page 17

Sólskin - 01.07.1931, Page 17
„Það vildi ég líka“, sagði Jónsi og stundi við. „Ég skal segja þér nokkuð“, sagði Gvendur. „Við skulum ekkert minnast á þetta fyrst um sinn. Því að það er ekki alveg víst að við getum alltaf verið svona dug- legir. En ef við getum það, þá ætla ég að segja pabba upp alla sögu“. IV. Nú leið hver dagurinn af öðrum, og alltaf unnu bú- álfarnir verk sín. Bóndi sagði nú móður sinni og sonum sínum, að hann ætlaði til sjávar og vera burtu í hálfan mánuð. Drengirnir lofuðu að setja mjólkurskálina fyrir búálf- inn á hverju kvöldi og reyna að vera góðir drengir. Og svo fór bóndi af stað. Bræðurnir notuðu sér nú, að pabbi þeirra var ekki heima og unnu á daginn. Þeir reittu illgresi úr görðunum, hreinsuðu kringum öll hús, löguðu girðingar, hlúðu að trjám og blómum og báru að þeim áburð. Þegar bóndi kom heim, sá hann að mikil umskifti voru orðin á heimilinu. Þakkaði hann það allt búálfinum og blessaði hann í bverju orði. „Já, bann hefir sannar- lega flutt aftur blessun í búið“, sagði amma. „Ég aflaði nú svo vel, að ég gat ekki stillt mig um að kaupa tvenn fagurgræn drengjaföt í kaupstaðnum, önnur eru ofurlítið minni en hin. Ég vona að búálfurinn geti verið í öðrum hvorum“. Ó, sonur minn, gerðu það ekki“, sagði amma. „Manstu ekki, að það var fötunum að kenna að bann fór“. „Þetta hlýtur að vera vitleysa. Sá sem er eins þrifinn og hreisar allt og prýðir, hlýtur að hafa gaman af falleg- 15

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.