Sólskin - 01.07.1931, Page 46

Sólskin - 01.07.1931, Page 46
Litla stúlkan leit á hann alveg hissa, svo sneri hún sér frá lionum án þess að segja eitt einasta orð. „Ég á hérna einn eyri“, sagði hún við litinn haltan dreng. Við getum fengið pínu litla brauðið þarna fyrir hann og skift því á milli okkar. Það eru rúsínur í þvi, og það gerir ekkert til, þó að það sé svona lítið“. „Nei, það gerir ekkert“, sagði litli drengurinn. Það liafði komið vatn í munninn á honum, þegar stóri dreng- urinn var að tala um stóra brauðið. ,;En þú skalt nú samt fá stærri part af þvi en ég“, bætti hann við. Nú skaraði litli bakarinn í eldinn og lét svo öll brauð- in inn í ofninn. Þegar seinasta kakan var komin þar inn, slengdi hann aftur hurðinni; og það söng svo dátt í henni, að börnin fóru öll að hlæja. Litli skrítni bakarinn kom nú út í dyrnar, rauður í framan frá eldinum og brosti út undir eyru og söng þessa visu: Vel brennur glóðin, og vel gengur að baka. Inni er nú i ofninum mörg vndisleg kaka. Ekki skal þær saka. Yfir þeim skal ég vaka. Sól á iðgræn engi skín. Út í leiki, börnin mín, lcomi þið svo bráðum öll til baka. Börnin lilupu nú út á leikvöll kát og hlæjandi. Við og við litu þau til haka til litla skrítna balcarans, sem skaraði i eldinn og gætti að kökunum við bjarmann af glóðinni. Svo sungu þau öll sönginn hans. 44

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.