Sólskin - 01.07.1931, Page 50

Sólskin - 01.07.1931, Page 50
Ása. (Vikivaki) Lag: Nú cr glatt í hverjum hól. Ása brosir ung og blíð eins og rós á vori, hún er nett og hún er fríð, hún er létt i spori. Báran sér leikur við bleikan fjörustein. Fagurt syngur fuglinn á grænni skógargrein Ása stígur dansinn dátt djörf með yndisþokka, höfuðfatið ber hún blátt, bjarta skin á lokka. Báran sér leikur við bleikan fjörustein. :,: Fagurt syngur fuglinn á grænni skógargrein Allir sveinar Ásu þrá, Ása er meyjaprýði, stjörnuaugun blika blá, — Bjart skín sól í víði — Báran sér leilcur við bleikan fjörustein. :,: Fagurt syngur fuglinn á grænni skógargrein Ása, þú átt ást og vor unaðsbjarta daga, — ljúfur söngur, léttstíg spor — lífs þíns verði saga. Báran sér leikur við bleikan fjörustein. :,: Fagurt syngur fuglinn á grænni skógargrein 48

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.