Sólskin - 01.07.1931, Síða 57

Sólskin - 01.07.1931, Síða 57
svo frá henni. Litla leirkrukkan skalf öll af gleði, því að Svafa leit beint á hana og kallaði svo upp: „0, mamma, hér er svo elslculeg leirkrukka. Hún er alveg mátuleg fyrir blómin mín! Hún er svo djúp, og hún er svo sterk, og svo þung, að hún fer ekki um koll. En að ég skyldi ekki sjá þig fyr, blessuð litla fallega leirkrukka. Þú skalt geyma hlómin mín í allt sumar“. Löngu seinna bar svo við, að litla leirkrukkan stóð á borðinu, hún var full af fallegum blómum eins og vant var. Þá kom skálin með smalastúlkunni og var sett rétt hjá henni. „Góða fallega skál“, sagði krukkan. „Mér þykir svo vænt um þig, af því að þú varst svo góð við mig, þeg- ar ég átti bágt“. Og skálin hvíslaði hljóðlega að henni: „Þetta sagði ég þér alltaf, að það er betra að hafa gott að geyma, en að vera fallegur að utan“. Og smalastúlkan hló enn þá meira en nokkru sinni fyr. — Komdu blessuð, blíða sól! blessaður geisla hringur! blessuð dögg, sem blómin ól! blessaður fugl sem syngur. B. G. Þú skalt heilsa heim frá mér hlíðinni minni vænu. Hún er nú að sauma sér sumarklæðin grænu. Þ. E. 55 L

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.