Sólskin - 01.07.1931, Side 60

Sólskin - 01.07.1931, Side 60
að allt hefði farið úr henni. En hún stóð á götunni barma- full. Það hafði ekki fárið dropi úr lienni. Stúlkan hellti nú vatni í lófa sinn og lét hundinn lepja. Og svo brá við, að hann varð strax alheill, stóð á fætur og flaðraði upp um stúlkuna. Þegar litla stúlkan tók upp könnuna, var liún ekki lengur úr leir, heldur úr skæru silfri. Hún bar hana nú lieim til mömmu sinnar. En mamma henn- ar sagði: „Það er ekki rétt að ég drekki, ég er að deyja hvort sem er“. Svo rétti liún könnuna að dóttur sinni og bað hana að drekka. En í sama bili hreyttist kannan úr silfurkönnu og i glóandi gullkönnu. Litla stúlkan var nú orðin svo þyrst, að hún gat ekki stillt sig lengur. En þegar liún var að hera vatnið upp að vörunum, kom inn fátæklega búinn drengur og sagði: „Ég sá að þú fórst inn með fulla vatnskönnu. Viltu gefa mér einn dropa að drekka. Stúlkan renndi niður munnvatni sínu, og rétti honum könnuna. Þá varð kannan að sjö dýrmætum demantskönnum, og úr þeim flóði heil á af silfurtæru vatni. En könnurnar sjö lyftu sér frá jörðinni, hærra og hærra til himins. Þar námu þær staðar. Og það eru sjö- stjörnurnar, sem við sjáum á loftinu á kvöldin, þegar heiðskýrt er. S. A. þýddi. Hið blíða vor sig býr í skrúð, því bætt er vetrar mein; á túni situr sóley prúð, og syngur fugl á grein. Björn Halldórsson. 58

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.