Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 16
16 4. desember 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S amkomulag ríkisstjórnarinnar, banka og lífeyrissjóða um aðstoð við skuldug heimili, sem undirritað var í gær, uppfyllir sjálfsagt ekki margar af þeim vænting- um, sem búnar hafa verið til undanfarna tvo mánuði á meðan ríkisstjórnin hefur verið í fremur ómarkvissri leit að nýjum lausnum. Samkomulagið er hins vegar skynsam- legt og stuðlar að því að þeir fái aðstoð, sem mest þurfa á henni að halda. Hinir, sem geta staðið í skilum þótt greiðslubyrði þeirra sé þyngri en áður, verða að sætta sig við að fá engan jólapakka út úr þessu langa föndri stjórnvalda. Þannig munu bankarnir koma til móts við þá sem skulda hlutfallslega mest miðað við virði eigna sinna og veita þeim umtalsverðar afskriftir. Þar með fullnýta þeir það svigrúm til afskrifta, sem þeir fengu er húsnæðislán voru færð úr gömlu bönkunum á lækkuðu verði og sumir þeirra væntanlega gott betur. Bankarnir meta það hins vegar svo, út frá viðskiptalegum sjónarmiðum, að þær skuldir sem þeir afskrifa hefðu hvort sem er aldrei innheimzt. Það sé staða sem rétt sé að horfast í augu við. Hefðu bankarnir hins vegar verið knúnir til að fara út í almenna, flata skuldaafskrift eins og sumir stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök halda enn fram að hefði átt að ráðast í, hefði það orðið þeim svo dýrt að líklegt má telja að skattgreiðendur hefðu þurft að hlaupa undir bagga með þeim. Lítið réttlæti hefði verið fólgið í slíkri endurdreifingu á tjóninu sem skuldug heimili biðu af falli krónunnar. Þátttaka lífeyrissjóðanna í dýrum aðgerðum, sem hefðu kost- að tugi milljarða umfram það sem nú hefur verið ákveðið, hefði sömuleiðis verið hættuspil og getað komið illa niður á hagsmun- um eigenda sjóðanna, launþega í landinu. Það hefði sömuleiðis verið fráleit leið til að dreifa tjóninu upp á nýtt. Talsmenn lífeyr- issjóðanna hafa bent á að þeim sé lögum samkvæmt ekki heimilt að afskrifa skuldir, sem á annað borð er hægt að innheimta. Líkt og bankarnir telja þeir sér kleift að afskrifa það, sem vonlaust er talið að innheimtist hvort sem er og hjálpa þannig fjölskyld- um sem ella hefðu misst húsnæði sitt. Það er mikilvægt að ríkisstjórnin hefur nú lýst því skýrt yfir að ekki verði gripið til frekari aðgerða vegna skuldavanda heimila. Þær aðgerðir sem hafa verið ákveðnar eiga að gagnast flestum þeim sem verst eru settir. Nú er vonandi settur enda- punktur við það ástand, sem varað hefur alltof lengi, að sumir skuldarar hafa skotið því á frest að gera nokkuð í sínum málum vegna þess að þeir hafa verið að bíða eftir enn betra tilboði frá stjórnvöldum og fjármálastofnunum. Nú verða heimilin einfaldlega að byrja að vinna sig út úr vandanum á þeim forsendum sem hafa verið ákveðnar. Ein- hverjum tekst ekki að bjarga og þeim verður að mæta með t.d. aðgerðum í húsnæðismálum. En það er ekki hægt að halda því fram að ekki séu til nothæf úrræði fyrir flesta sem glíma við greiðsluvanda. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Meir fór fyrir hvatningu til þátttöku í stjórn-lagaþingskosningunum en þekkst hefur eftir lýðveldisstofnun og aldrei síðan þá hefur verið talað um kosningar í jafn miklum upphafningartón. Á hinn bóginn hefur efnisleg umræða um kosningamálefni sjaldan verið jafn rýr. Trúlega skýrir það að hluta dræma þátttöku. Nærri tveir þriðju hlutar kjósenda sýndu ekki áhuga. Það er afstaða að sitja heima. Aftur á móti er ekki unnt að fullyrða að þeir sem það gerðu séu áhuga- lausir um stjórnarskrármálefni. Frambjóðendum tókst bara ekki að vekja áhuga þeirra eða svara spurn- ingunni: Hvað er málið? Á sama veg er ekki unnt að segja að þeir sem kusu hafi einhvern ákveð- inn skilning á því hvort eða hvernig breyta eigi stjórnar- skránni. Í þeim hópi geta verið jafnmargir efasemdamenn um nauðsyn breytinga eins og í þeim hópi sem heima sat. Kosningaúrslitin gefa einfald- lega enga vísbendingu um vilja kjósenda í þessum efnum. Það leiðir af því að engar skýrar hug- myndir um breytingar komu fram í kosningaumræðunni. Þróun stjórnmála hefur verið mjög í þá átt að boðskapur flokk- anna er almennari og óskýrari en áður. Það er með ráði gert til að halda öllum dyrum opnum. Fyrir vikið er gjarnan sagt um stjórn- málamenn, þeim til lítilsvirðing- ar, að sami rassinn sé undir þeim öllum. Í þessu ljósi kynntu margir frambjóðendur sig sem andstæðu stjórnmálastéttarinnar svo- nefndrar. Samt var málflutningur þeirra sama marki brenndur og hennar að þessu leyti. Kosning- arnar náðu ekki að breyta þessu seinni tíma eðli stjórnmálaum- ræðunnar og heldur ekki að draga fólk á kjörstað í þeim mæli sem vant er. Hvað er málið með stjórnlagaþingið? Þeir sem nú hafa verið vald-ir til setu á stjórnlagaþingi eru þar með orðnir stjórn-málamenn, í jákvæðri merkingu þess orðs. Sumir munu ugglaust nota þingið sem stökk- pall til frekari frama en aðrir ekki. Einhverjir munu reynast bæði dug- andi og ráðsnjallir en aðrir sýna þá kosti í minni mæli og sumir jafn- vel alls ekki. Helstu rökin fyrir því að stofnað var til þessa ráðgefandi stjórnlaga- þings voru þau að Alþingi hefði brugðist því fyrirheiti frá 1944 að endurskoða stjórnarskrána í heild. Reynslan var talin sýna að stjórn- málastéttin, eins og stjórnlaga- þingsmenn kalla alþingismenn, væri óhæf til þess verks. Í þessu ljósi var athyglisvert að heyra fyrstu hugmyndir nýkjör- inna stjórnlagaþingsmanna um verklag. Sá boðskapur var ein- faldur: Tíminn er of naumur til að semja stjórnarskrá frá grunni. Því er rétt að ákveða aðeins brýn- ustu breytingar nú og taka síðan til við heildarendurskoðunina. Þá var lögð á það áhersla að um tillög- ur þingsins ríkti samstaða. Þetta eru sömu sjónarmið og ráðið hafa ríkjum á Alþingi frá því lýðveldisstjórnarskráin var sett. Einmitt fyrir þá sök hafa breyt- ingar verið gerðar í áföngum eftir því sem samstaða hefur náðst um einstök viðfangsefni. Þetta þekkta verklag þarf ekki að útiloka róttækar breytingar ef um þær verður samstaða eins og reynslan sýnir. Jafnframt verða skilaboðin varla skilin á annan veg en stjórnlagaþingsmenn stefni ekki að því að skipta þjóðinni upp í stríðandi fylkingar um þetta stóra mál og engir þeirra líti á sig sem einkahandhafa sannleikans. Nýir stjórnmálamenn og þekkt verklag Dræm kosningaþátttaka breytir ekki lögbundnu umboði stjórnlagaþings-manna. Sú staðreynd og mikil dreifing atkvæða gerir það hins vegar að verkum að þingið hefur ekkert umboð fyrirfram til tiltekinna breytinga. Þegar þingið hefur komið sér saman á það ein- faldlega eftir að vinna meirihluta þjóðarinnar á sitt band. Engin ástæða er til að ætla annað en það takist vel. En for- senda þess er að þingið geri sér grein fyrir því að rökræðan við fólkið í landinu er eftir. Á miklu veltur því að tillögur að breyttri stjórnarskrá verði á þann veg að mikill meirihluti þjóðarinnar geti sameinast um þær. Til að tryggja það ætti að ákveða strax í upp- hafi að samþykki að minnsta kosti þriðjungs kosningabærra manna og meirihluta þeirra sem atkvæði greiða þurfi til svo að tillögurnar nái fram að ganga í þjóðaratkvæði eftir samþykkt Alþingis. Sú nefnd sem Alþingi kaus til að undirbúa stjórnlagaþingið hefur lýst áformum um að leggja fram tillögur af sinni hálfu. Það eykur líkur á að árangur náist. Von- andi er Alþingi ekki svo óheilagt í augum stjórnlagaþingsmanna að þeir láti tillögur frá fulltrúum þess trufla sig. Svo sérkennilegt sem það er ætlar ríkisstjórnin ekki að leyfa Alþingi að taka afstöðu til málsins fyrr en árið 2013. Fyrst eftir það getur þjóðin tekið lokaákvörðun. Hún hefur því góðan tíma. Krafa um samstöðu FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. Samkomulag ríkisstjórnar og fjármálastofnana um aðgerðir fyrir skuldara er skynsamlegt. Nóg að gert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.