Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 104
76 4. desember 2010 LAUGARDAGUR
Í ÞÁ TÍÐ …
1900ÁR 201020001980
Skrifað, lesið og sungið í kór
MYNDBROT ÚR DEGI | Fimmtudagurinn 2. desember | Nikon E8700
Lísa Margrét Kristjánsdóttir stendur í ströngu þessa dagana þar sem hún undirbýr sig fyrir útskrift úr Háskóla Íslands, en gefur
sér þó tíma til að æfa með Kvennakór Garðabæjar og syngja með honum inn á plötu. Lísa festi dag í vikunni á filmu.
Fyrir réttum þrjátíu árum, hinn 4. desember 1980, til-
kynntu eftirlifandi meðlimir
bresku þungarokksveitarinnar
Led Zeppelin að sveitin væri hætt
störfum í kjölfar andláts tromm-
arans Johns Bonham. Í rúman
áratug hafði Zeppelin verið í farar-
broddi í tónlistarheiminum og er
enn þann dag í dag ein rómaðasta
rokksveit allra tíma.
Sveitin var reist á rústum
sveitar innar The Yardbirds þar
sem gítargoðsögnin Jimmy Page
hafði gert garðinn frægan. Hann
fékk þá John Paul Jones, Robert
Plant og Bonham til liðs við sig og
þeir slógu strax í gegn árið eftir
með fyrstu breiðskífu sinni.
Við tók stanslaus sigurganga
allan áttunda áratuginn þar sem
allar plötur þeirra seldust í bíl-
förmum. Lög eins og Whole Lotta
Love, Dazed and Confused, Sta-
irway to Heaven og auðvitað
Immigrant Song, sem sagan segir
að sveitin hafi samið eftir að hún
hélt tónleika í Laugardalshöll árið
1970.
Mitt í velgengninni reið þó
áfallið yfir þegar Bonham lést í
september 1980. Zeppelin hafði
nýlokið stuttri tónleikaferð um
Evrópu og var að æfa fyrir ferð
um Bandaríkin. Bonham hafði
drukkið gríðarlega mikið, eins og
hans var raunar von og vísa, og
um kvöldið báru félagarnir hann
kófdrukkinn upp í herbergi þar
sem hann sofnaði. Um morgun-
inn fannst hann örendur í rúmi
sínu þar sem hann hafði kafnað
á eigin ælu.
Sorg eftirlifandi meðlima
sveitar innar var skiljanlega
mikil og hinn fjórða desember
sendu þeir út tilkynningu um að
Led Zeppelin væri hætt störfum
og fóru hver sína áttina.
Leiðir þeirra lágu svo aftur
saman árið 2007 þegar þeir komu
saman á einum tónleikum þar sem
Jason Bonham, sonur Johns, hélt
um kjuðana. Mikið hefur verið
rætt og skrafað um hugsanlega
tónleikaferð, en ekkert hefur enn
verið ákveðið í þeim efnum. - þj
Heimild: Rolling Stone
Led Zeppelin hættir
Trommarinn kafnaði í eigin ælu og hljómsveitin hætti í kjölfarið.
LED ZEPPELIN Dauði Johns Bonham, lengst til vinstri, varð til þess að sveitin lagði
upp laupana.
1Hluti af bókum sem nauðsynlegar eru við skrif ritgerðar um skvísumyndir.
Kaffi og safi, sama rútínan alla virka
daga. Lífið snýst um að sitja fyrir framan
tölvuna og skrifa og lesa til skiptis þessa
dagana í von um að klára BA-gráðu í kvik-
myndafræði um jólin.
2En þegar ég átti að vera að læra greip sig skyndilega smá hannyrðaæði og ég
gleymdi mér við prjónaskap í smá stund.
Það reyndist bara mjög endurnærandi.
3Lítill frændi átti afmæli um daginn og við fórum til hans eftir skóla. Skírnir
Máni frændi er mikill Liverpool-aðdáandi
og fékk því viðeigandi dagatal ásamt tösku
sem alls kyns smáhlutum sem hann próf-
aði að sjálfsögðu um leið.
4Ég og Caya, sem er yndisleg átta ára gömul Belgísk Malinois tík. Langt síðan
ég hef séð hana og það var æði að fá tæki-
færi til að knúsa hana.
5Áður en ég fór á kóræfingu hjá Kvenna-kór Garðabæjar, sem er með tónleika
í Digraneskirkju á laugardaginn klukkan
fjögur, las Íris Ösp fyrir mig og systur
sína hana Urði Eik söguna um Trölla sem
stal jólunum. Urður Eik var orðin of þreytt
fyrir myndatöku, held að hún hafi verið
búin með stuðið.
6Þreytt að loknum degi
en að springa út
stolti út af nýút-
gefnum geisla-
diski Kvennakórs
Garðabæjar sem
við fengum í hend-
urnar í gær. Ég
sannfærð um að
við verðum fengn-
ar til að vera með
lið í Popppunkti,
hmm.