Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 94
66 4. desember 2010 LAUGARDAGUR F yrir utan skúrinn hans Kidda var heill haugur af alls konar dóti og rusli. Þarna var að finna þvotta- vélar, ísskápa, járnrör, víra af öllum stærðum og gerðum og ótelj- andi vélar hluti, dekk, hjól og gamla bíla. Lára klöngraðist yfir draslið. Þetta leit út eins bílakirkjugarður í einkaeign. Lára opnaði dyrnar varlega og gekk inn. Útvarpið var í botni og amerísk rokktónlist frá sjötta ára- tugnum glumdi úr tækinu. Á gólf- inu, hálfur undir risastóru mótor- hjóli, lá maður kominn yfir sextugt með brilljantín í hárinu og í svört- um stuttermabol. Hann var með eyrnalokk í öðru eyranu og geir- fugl tattóveraðan á vinstri upp- handlegg. – Ertu að selja eitthvað, félagi? spurði maðurinn og hélt áfram að bisa við einhverjar skrúfur á meðan hann beið eftir svari. – Umm, Steinunn bað mig að minna þig á að ná í einhvern Hafn- fjörð? sagði Lára hikandi. Kiddi kom undan mótorhjólinu og leit á klukkuna. – Hva, við höfum nógan tíma. Ertu til í að rétta mér olíuna þarna? Lára teygði sig í svartan brúsa og rétti manninum hann. Hún leit á hendurnar á sér og sá að hún var öll klístruð, svo hún þurrkaði sér í buxurnar. Hún yrði svo sannar- lega að setja þær í þvott þegar hún kæmi heim. Maðurinn reis upp og leit á hana. – Hvað sagðistu annars heita? Lára. – Lára? Hans Gunna Hildar? Lára glennti upp augun. – Hvað, er ég fræg og missti af því? – Ég sá þig í jarðarförinni. Sorg- legt, félagi. Maðurinn tók í höndina á Láru sem reyndi að gretta sig ekki þegar hún sá tjöruna sem lak af honum. – Ég þarf að tala við konu sem heitir Dídí. Veistu hvar ég finn hana? spurði Lára áköf. – Ertu vitlaus, stelpa. Ekki á meðan hún er að setja á sig and lit- ið, sagði Kiddi og hló. – Pabbi var nefnilega … Um leið sneri Kiddi svisslyklinum til að setja hjólið í gang. Pængkapaffff!!!! Lára stökk upp og hentist aftur á bak. Hvellurinn bergmálaði um allan skúrinn. Hana verkjaði í eyrun. Grafarþögn. – Sprakk það? spurði Lára og færði sig varlega nær. – Nei, það forsprakk bara smá- vegis. Ekkert alvarlegt. Kiddi klóraði sér í höfðinu. – Hmm, það hefur farið bensín inn á pústið hjá mér. Triumph ´55 módelið. James Dean keyrði um á svona hjóli. Fallegt, finnst þér ekki? sagði hann stoltur og strauk blíðlega yfir hjólið. – Er þetta ekki biluð drusla? sagði Lára með bros á vör. – Drusla? Þetta er eina ástin í lífi mínu, sagði hann hlæjandi. Ef þú hjálpar mér aðeins skal ég leyfa þér að prófa það á eftir. – Ég er bara þrettán, sko. – Já, já. Ég fór fyrst á mótor- hjól tíu ára. Reyndar varð allt vit- laust þegar ég tók það. Þetta hefði náttúrlega ekki verið svona mikið vesen ef einhver hefði sagt mér hvar bremsurnar voru. Maður endaði náttúrlega úti í sjó og ekki í fyrsta skipti. Krakk ar mega aldrei neitt fyrir þess- um moðhausum. Sjáðu pensilinn þarna? – Pensilinn? – Já, berðu þetta á legusæt- in fyrir mig, sagði Kiddi og rétti henni dós með einhverju sem hún vissi ekki hvað var. Hún las á lokið. – Koppafeiti? Hálfri dollu af koppafeiti og ófáum skrúfum seinna var Lára öll orðin útötuð. Kiddi leiddi hjólið að dyrunum, kveikti á sviss inum og sparkaði því í gang. Lára tók fyrir eyrun og hélt sig til baka í þetta skiptið. Hjólið hökti en fór þó í gang. – Þarna kom það. Sagði ég ekki, sagði Kiddi og brosti út að eyrum. Eigum við að taka einn hring? Lára hikaði. – Er það ekki hættulegt? – Við setjum náttúrlega upp hjálma. Kiddi rétti henni fornfálegan hjálm sem hefði sómt sér vel á sjöunda áratugnum. Því næst settist Lára upp á hjólið fyrir aftan Kidda og hann keyrði af stað yfir járnruslið og út á veg inn. Hann keyrði í rólegheit- unum en Lára fann að hún var samt hrædd. Hún lokaði augunum og hélt dauðahaldi í leðurjakkann hans Kidda. Þegar þau komu út á veginn hökti hjólið og stöðv aðist svo að Kiddi þurfti að sparka því aftur í gang. – Smá byrjunarörðugleikar, sagði Kiddi brosandi og keyrði svo aftur af stað. Lára opnaði augun varlega. Hún hló. Svo sleppti hún tak inu á jakkanum hans Kidda og rétti út hendurnar, en einungis örlitla stund. Síðan greip hún aftur í svarta leðurjakkann og hélt sér dauðahaldi, stolt af sjálfri sér fyrir hugrekkið. Hún virti fyrir sér hafið, máv- ana sem svifu fyrir ofan þau, bátana í höfninni, lögreglubílinn sem keyrði fram hjá, heiðskír an himininn … Hún hrökk við. Fyrir aftan þau sáust blá, blikkandi ljós. Lög reglubíllinn hafði snúið við og nálgaðist þau óðfluga. – Haltu þér fast, kallaði Kiddi glaðhlakkalega til hennar. Hann beygði samstundis út á göngustíginn og gaf allt í botn. Lára öskraði upp yfir sig. Hjól- ið æddi áfram, fram hjá húsinu í átt að fiskhjallinum en þar stóð konan sem Lára hafði séð fyrr um morguninn og horfði undr- andi á þau. Kiddi stöðvaði hjólið og Lára stökk af baki. – Fljót. Kiddi tók hjálminn af Láru og henti honum til konunnar. Með lögregluna á hælunum Í bókinni L7 Hrafnar, sóleyjar og myrra segir frá Láru Sjöfn, þrettán ára unglingsstelpu. Hún flækist inn í dularfulla atburðarás þar sem hún þarf að yfirstíga margvíslega erfiðleika, bregða sér í hlutverk leikara, spæjara og bar- dagahetju til þess að bjarga fjölskyldu sinni og vinum frá illum öflum. Bókin er fyrsta bók höfundanna Eyrúnar Óskar Jónsdóttur og Helga Sverrissonar. Auk bókarinnar um Láru er væntanleg samnefnd kvikmynd sem sýnd verður í Sambíóunum í febrúar. Tökur á henni fóru fram síðasta sumar að mestu leyti. Myndin er byggð á bókinni sem er fyrsta skáldsaga höfundanna Eyrúnar Óskar Jónsdóttur og Helga Sverrissonar. Eyrún Ósk Jónsdóttir er fædd 21. september 1981. Hún lauk meistara- gráðu í leiklist og fjölmiðlun frá Winchester University á Englandi árið 2007. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í leiklist, leikstjórn og handritagerð frá Rose Bruford College á Englandi árið 2005. Eyrún á baki feril sem rithöf- undur, leikari, leikstjóri og leiklistar- kennari. Eyrún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leik- húsum hérlendis og erlendis. Hún hefur sent frá sér tvær ljóðabækur. Helgi Sverrisson er fæddur 20. maí 1961. Hann lauk BA-gráðu í kvik- myndaleikstjórn frá San Fransisco Art Institute í Bandaríkjunum árið 1988. Áður hafði Helgi lokið stýrimannsprófi frá Stýri- mannaskóla Íslands. Helgi hefur í rúma tvo áratugi unnið að kvikmyndagerð. Hann hefur skrifað fjölda handrita, leikstýrt leiknum myndum, fram- leitt jafnt kvikmyndir sem heimildarmyndir. Fjöldi leikinna mynda, heimildaþátta og stuttmynda eftir Helga hefur verið sýnd- ur í kvikmyndahúsum og sjónvarpi, hérlendis sem víða erlendis. BÆÐI BÓK OG KVIKMYND LÁRA OG KIDDI Þau Victoria Björk Ferrel og Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fara með hlutverk þeirra í kvikmyndinni sem byggir á bókinni L7 Hrafnar, sóleyjar og myrra. Myndin verður frumsýnd í febrúar. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is KAFFIVÉLAKYNNING Komdu í kaffi Jura kaffivélar fyrir alla sem elska kaffi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.