Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 24
24 4. desember 2010 LAUGARDAGUR
Til eru bækur sem mann langar til að lesa og bækur sem karl-
menn þurfa að lesa. En spurningin
er hvað við, karlarnir, viljum. Upp-
lifun mín af sjálfum mér sem karl-
manni og samkynja félög-
um mínum er á stundum
slík að ég held að við
gætum sómt okkur vel í
hópi þeirra sem rembdust
eins og rjúpan við staur-
inn hér um árið og vildu
ekki taka neinum rökum
um annað en að jörðin
væri flöt. Öðru hvoru læð-
ist sú hugsun í koll mér
að margur karlinn vilji
áfram vera í þeim hópi og
gott ef ég verð ekki var við
einstaka konur sem reyna
að bætast í hópinn. En ég
vil reyna að brjótast upp
úr því djúpa hjólfari sem
karlremba árþúsundanna
situr enn föst í. Þó þykir
mér sem það gangi hægt –
það að koma sjálfum mér
upp úr þessu hjólfari.
Sum skref eru hins vegar betur
til þess fallin að átta mig á því öng-
stræti sem þetta hjólfar leiðir í og
hjálpa mér að uppgötva hvar og
hvenær ég styð hið karllæga sam-
félag og hvernig ég get stuðlað að
samfélagi sem byggir á jafnrétti
kynjanna. Eitt slíkt skref reyndist
lestur bókar sem kom nýverið út
hjá Háskólaútgáfunni og ber titil-
inn Ofbeldi, margbreytileg birting-
armynd. Bókin inniheldur helstu
niðurstöður úr fjórum íslensk-
um rannsóknum sem gerðar voru
nýverið og taka allar á ofbeldi
gegn konum. Hér er á ferðinni bók
sem nýst getur körlum og konum
sem vilja bæta fagleg og persónu-
leg viðhorf sín í garð þess samfé-
lags friðar sem við viljum byggja
upp. Um leið verður lesandanum
ljóst hversu alvarlegt vandamál
ofbeldi á heimilum, í nánum sam-
böndum og í garð kvenna er.
Mér þykir nefnilega sem við
karlarnir séum ekki að átta okkur
á alvarleikanum. Stöku sinnum
þegar ég var yngri var ég stadd-
ur á sveitaböllum þar sem svo vildi
til að tveir karlar tókust á í forinni
fyrir utan félagsheimilið. Misvel
gekk að ganga á milli kappanna
og oft endaði slagurinn þannig
að einn eða fleiri fengu hressi-
lega á kjaftinn áður en tókst að
stöðva slagsmálin. Köppunum var
komið heim, þeir sett-
ir aftur í Svörtu Maríu
eða á annan hátt fund-
inn staður til að jafna
sig. Og gjarnan heyrð-
ust setningar eins og:
„Þeir verða búnir að
jafna sig eftir góðan
svefn.“ Ég trúði þess-
ari setningu þá. Og
vandinn er að ég trúi
þessari setningu allt
of oft ennþá. Það sem
verra er, mig grunar
að ég og margir aðrir
karlar höldum að hægt
sé að yfirfæra hana á
hvers konar ofbeldi,
líka á það ofbeldi sem
á sér stað innan veggja
heimilisins.
Þau sem hafa tekið
sér tíma til að hlusta
á konur sem hafa orðið fyrir
ofbeldi í nánum samböndum eða
innan veggja heimilisins, sem og
þau sem hafa gefið sér tíma til að
kynna sér niðurstöður rannsókna
eins og þeirra sem fjallað er um í
umræddri bók, vita hins vegar að
þetta er ekki rétt. Áhrif ofbeldis á
andlega líðan og heilsufar kvenna
hverfa ekki og þaðan af síður á
einni nóttu. Afleiðingarnar geta
jafnvel varað alla ævi þó svo að
konan sem fyrir ofbeldinu varð
nái að slíta sig snemma úr hinu
ofbeldiskennda sambandi. Takk
Brynja, Erla Kolbrún, Kolbrún og
Sía fyrir framtakið að koma rann-
sóknum ykkar á framfæri í þessari
bók. Og takk þið öll sem ætlið að
verða ykkur úti um bókina og lesa
hana spjaldanna á milli. Breytum
hugarfarinu, breytum samfélag-
inu, stöndum saman.
Jörðin er flöt
Bækur
Pétur Björgvin
Þorsteinsson
djákni í Glerárkirkju
Ég vil reyna
að brjótast
upp úr því
djúpa hjólfari
sem karl-
remba ár-
þúsundanna
situr enn föst
í. Þó þykir
mér sem það
gangi hægt
Tveggja landa sýn – Ísland og Malaví
Merkilegar upplýsingar koma fram í nýrri þró-
unarskýrslu Sameinuðu þjóð-
anna um „Lífskjaravísitölu
mannkyns“ (e. Human devel-
opment index). Ekki er hægt
að sýna fram á beint samhengi
milli hagvaxtar og velsæld-
ar almennings. Þau lönd sem
þokast hraðast upp listann eru
ekki endilega mikil hagvaxtar-
lönd. En þau eiga það sameig-
inlegt að leggja mikla áherslu
á menntun og heilsu. Og jafn-
vel þótt hagvöxtur aukist víða
um lönd má sjá í skýrslu SÞ að
ójöfnuður í heiminum gerir það
líka; ekki njóta allir þótt takist
að hífa upp þjóðaframleiðslu.
Og að fleiru er að hyggja: Vitað
er að það land sem hefur mest-
an hagvöxt, Kína, borgar fyrir
þann vöxt með gríðarlegum
umhverfisspjöllum, þótt þau
séu ekki mæld í þessari vel-
ferðarvísitölu.
Lífskjaravísitala SÞ er nú
20 ára. Hún var á sínum tíma
kynnt til sögunnar því menn
þóttust vita að efnahagsleg-
ur vöxtur sannaði ekki allt um
velferð fólks. „Þjóðartekjur á
mann“ segja ekki hvernig þær
nýtast. Því vildu menn búa til
vísitölu sem byggði á velferðar-
þáttum auk efnahagsþátta, svo
sem menntun og lífslíkum. Nú
er búið að bæta við jöfnuði og
jafnrétti kynjanna til að finna
enn áreiðanlegri mælikvarða á
þróun samfélaga.
Íslenska samhengið
Ísland „hrynur“ úr fyrsta sæti
(2007) í sautjánda sæti í ár.
Árið 2005 vorum við í tíunda
sæti. Við erum nú í nágrenni
við Finna og Belga, fyrir ofan
Dani, en Norðmenn tróna efstir
eins og oft áður.
Sjálfsagt vegur þarna mest
kaupmáttarhrunið eftir 2008,
því lífslíkur og menntunarstig
hafa sáralítið breyst, og hvað
sem fólk segir er Ísland mjög
ofarlega á lista í jafnréttis-
málum. Mörgum gæti óað við
þessu mikla falli. En það má
líka skoða jákvæðu hlið máls-
ins: Þrátt fyrir eitt mesta efna-
hagsáfall sem þróað ríki hefur
orðið fyrir (sem hlutfall af
þjóðarframleiðslu), þá er við-
spyrnan mikil. Hún felst í háu
menntunarstigi (sem þó gæti
verið betra) og heilsugæslu.
Við höfum því borið gæfu til að
fjárfesta rétt og eigum þarna
„varasjóð“ þegar peningahyggj-
an springur á limminu. Ísland
er þrátt fyrir allt á topp 20 list-
anum, af þeim 160 ríkjum sem
þarna eru. Og góðir möguleikar
að rétta sig af.
Á hinum endanum?
Núverandi heimaland mitt,
Malaví, er á listanum yfir þau
20 ríki sem erfiðast eiga. Fólks-
fjölgun er gríðarleg og sóknar-
þungi landsmanna í þverrandi
auðlindir reiknast sem afrán
upp á 5,8% af landsframleiðslu
árlega. Landið fékk almennt
grunnskólakerfi fyrir aðeins
16 árum, og er því áratugum á
eftir öðrum Afríkuríkjum. Nú
vantar 30.000 skólastofur og
jafn marga kennara til að full-
nægja þörf. Þótt Malaví hafi
færst upp um sjö sæti á velferð-
arvísitölunni milli ára eru 72%
landsmanna talin lifa á minna
en 150 krónum á dag. Árang-
ur landsins felst í því að nú eru
„aðeins“ 39% landsmanna á því
stigi sem skilgreinist sem „sár
fátækt“, en talan var 53% fyrir
nokkrum árum. Landið þróast
því nokkuð áleiðis. En hér vant-
ar viðspyrnu. Menntunarstig
er ákaflega lágt (50% barna
ljúka ekki grunnskólaprófi,
aðeins 16% árganga fara gegn-
um framhaldsskóla). Getan til
að taka við meiri þróunaraðstoð
eða skapa nýja atvinnuvegi er
því ákaflega takmörkuð.
Samanburður enda á milli
Þegar borið er saman ástand-
ið á sitt hvorum enda lífskjara-
kvarðans má því sjá tvö smá-
ríki: Ísland og Malaví, þar sem
annað ríkir „hrapar“ um 17
sæti á nokkrum árum en býr
samt við mikla velsæld, en hitt
ríkið fetar sig upp um hænufet
en glímir eigi að síður við nán-
ast óviðráðanlegar aðstæður.
Munurinn á Malaví og Íslandi
er vissulega mikill vegna þess
að við eigum miklar náttúru-
auðlindir en Malavar fáar.
En við búum líka að mennt-
un og velferðarkerfi sem gerir
okkur mögulegt að bregðast
við vanda og vinna okkur út
úr honum – ef við sjálf berum
gæfu til þess. Malavar þurfa
utanaðkomandi aðstoð, og hana
mikla: Þróunaraðstoð til Mal-
aví nemur nú 32 Bandaríkjadöl-
um á hvert mannsbarn árlega
(3.700 kr.) og þriðjungur ríkis-
útgjalda er styrkjafé.
Efnahagskreppan
og þróunaraðstoð
Þess sjást glögg merki víða um
heim að þróunaraðstoð minnk-
ar vegna heimskreppunnar.
Skilningur ríkir á því að Ísland
hafi dregið saman framlög, en
þess er vænst að það sé aðeins
tímabundið því ekki var úr
háum söðli að detta. Þegar við
vorum númer eitt á lífskjara-
kvarðanum voru hlutfallsleg
framlög okkar til þróunarmála
langt á eftir þeim sem næstir
voru á listanum. Stjórn íhalds-
manna og frjálslyndra í Bret-
landi er reyndar undantekning
frá reglunni í ár, þar er þróun-
arfé aukið á hrikalegum niður-
skurðartímum.
Áskorun í þróunarmálum
verður bersýnilega sú að ná
meiri árangri fyrir minna fé.
Hér þarf skýrari verkaskipt-
inu milli ríkja, samræmdar
aðgerðir þróunarsamvinnu-
stofnana í löndum eins og Mal-
aví, og miklu skarpari for-
gangsröð ríkisstjórna. Hér í
Malaví kom nýlega út stöðu-
skýrsla SÞ sem einmitt und-
irstrikar þetta. Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands í Malaví
er hluti af þessu samræming-
ar- og skipulagsferli sem nú
stendur og stefnubreyting ÞSSÍ
í landinu undanfarin tvö ár er
í samræmi við stöðumat ann-
arra þróunarsamvinnustofnana
um bættan árangur og meiri
skilvirkni. Áherslur okkar í
heilsu- og menntamálum eru
einnig í samræmi við lykilá-
herslur í stöðuskýrslu SÞ. Eigi
Malaví að þokast upp listann
verði að bæta innviði samfé-
lagsins og getu heimamanna
sjálfra til að takast á við vand-
ann. Númer 17 getur vel hjálp-
að númer 153.
Þróunarmál
Stefán Jón
Hafstein
umdæmisstjóri
Þróunar samvinnu-
stofnunar Íslands í
Malaví
Jafnvel þótt hagvöxtur aukist víða um
lönd má sjá í skýrslu SÞ að ójöfnuður í
heiminum gerir það líka; ekki njóta allir
þótt takist að hífa upp þjóðaframleiðslu
BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM
HELGINA 4. - 5. DESEMBER
25% AF ÖLLUM
ILVA Korputorgi Blikastaðavegi 2-8,
112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30,
laugardag 10-20, sunnudag 12-20
Bjóðum uppá
vaxtalaust
lán til 6 mánaða
sendum um allt land