Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 128
100 4. desember 2010 LAUGARDAGUR
Björgvin Halldórsson býður
upp á sannkallað jólalaga-
hlaðborð í Laugardalshöll-
inni þegar einvalalið jóla-
gesta hans treður upp á
fernum tónleikum. Búist er
við tólf þúsund gestum.
„Mér líst ofsalega vel á þetta og
það er í raun ótrúlegt að þetta
skuli vera í dag,“ segir Björgvin
Halldórsson. Eins og Fréttablaðið
greindi frá í vikunni ríkir hálfgert
jólatónleikaæði hjá íslensku þjóð-
inni. Um tólf þúsund gestir leggja
leið sína í Laugardalinn um helgina
og hlýða á Björgvin syngja jólalög
ásamt valinkunnum gestum á borð
við Paul Potts, Alexander Rybak,
Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns
og Kristján Jóhannsson. Fjórir
tónleikar alls og svo Akureyri um
næstu helgi.
Sjálfur segist Björgvin vera í
flottu formi og raunar alveg furðu
rólegur og afslappaður þótt hann
syngi í flestum lögunum. „Við
erum náttúrulega í skýjunum yfir
móttökunum og þessi mikli áhugi
setur pressu á okkur. Mér finnst
við vera með skothelt prógramm,
sem er ekkert skrýtið með þetta lið
á bak við okkur,“ útskýrir Björg-
vin og telur upp strengjasveitina
undir stjórn Rolands Hartwell,
hryn sveitina sem Þórir Baldurs-
son stýrir, gospelkór Óskars Ein-
arssonar, barnakór Kársnesskóla
sem Þórunn Björnsdóttir heldur
utan um og svo alla íslensku söngv-
arana sem stíga á svið.
Í fyrsta skipti var brugðið á það
ráð að ráða leikstjóra fyrir sýn-
inguna, enda að mörgu að huga
þegar jafnstór sýning er annars
vegar. Gunnari Helgasyni var
falið það vandasama verkefni og
segir Björgvin hann lýsa sjálfum
sér sem umferðarstjóra. „Kynn-
ir með mér fyrir sunnan er síðan
Örn Árnason en fyrir norðan
verður það Margrét Blöndal,“
segir Björgvin, sem vonast til
að allir gestir helgarinnar fari
heim með smá jólaanda í brjósti
sér.
freyrgigja@frettabladid.is
Björgvin klár í risahelgi
STUND MILLI STRÍÐA Björgvin notaði tækifærið þegar hann fékk smá frí og kíkti á netið í nýju iPad-tölvunni sinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
STÓR HÓPUR Gríðarlega margir listamenn taka þátt
í tónleikunum um helgina, strengjasveit, gospelkór,
hrynsveit og barnakór.
Leikaranum Josh Duhamel var
rekinn úr flugfél sem var á leið-
inni frá New York til Kentucky
í gær. Samkvæmt sjónarvottum
neitaði hann að slökkva á síman-
um sínum og því fór sem fór.
Einn af farþegunum sagði í
samtali við fréttavefinn TMZ að
Duhamel hefði verið afar dóna-
legur. Þá á hann að hafa ögrað
flugfreyjunni, sem bað hann
þrisvar sinnum um að
slökkva á símanum.
Hann hló upp í opið
geðið á flugfreyjunni
eftir að hún bað hann
um að slökkva í þriðja
skiptið og hún lét
hann ekki vaða
yfir sig held-
ur óskaði eftir
hjálp við að koma
honum út.
Farþegarn-
ir voru ánægð-
ir með viðbrögð
áhafnarinnar,
enda tafði hegð-
un leikarans
flugið.
Sparkað
úr flugvél
Samkvæmt fréttamiðlum vest-
anhafs hafa þýskir tölvuhakk-
arar brotist inn í tölvur Lady
Gaga, Ke$hu og annarra tónlist-
armanna og leikara. Samkvæmt
sömu fréttum stálu hakkararnir
meðal annars nektarmyndum.
Tveir þýskir menn, 17 og 23
ára, eru í haldi lögreglunnar í
Þýskalandi, sem rannsakar nú
stórfellda tölvuglæpi tvímenn-
inganna. Þeir hafa reynt að selja
tónlist og myndir og þénað allt
að 13.000 dali með sölu á þýfinu
ásamt því að hafa reynt að kúga
eigendurna.
Ekki hefur fengist staðfest
hvaða fólk varð fyrir barðinu á
Þjóðverjunum, en Lady Gaga og
Ke$ha eru taldar meðal þeirra.
Brotist inn
í tölvu Gaga
HÖKKUÐ Þýskir tölvuhakkarar eru í haldi
fyrir að hrella frægt fólk.
Leikkonan Anne Hathaway er
með mörg hlutverk á óskalistan-
um. Hún vill helst leika persónur
úr leikverkum eftir mörg
af þekktustu leikskáld-
um sögunnar. Best væri
ef kvikmynd væri gerð
byggð á verkunum.
„Ég hefði gaman af
að leika í nánast öllu
eftir Ibsen og flestu
eftir Shakespeare.
Flest hlutverkin
sem ég hef áhuga
á eru á dagskrá í
leikhúsinu,“ sagði
hún. Hathaway
hefur einnig áhuga
á að leika í mynd-
um sem eru líkleg-
ar til vinsælda. „Ég
væri til í að drepa
geimveru einhvern
tímann. Ég myndi
vilja stjórna geim-
skipi og kannski
vera njósnari. Ég
væri til í að láta til
mín taka.“
Vill klassík
og geimverur
Ryan Sea-
crest, kynn-
ir Amer-
ican Idol,
bað kær-
ustu sinnar í
rómantískri
ferð til Par-
ísar fyrir
stuttu. Sea-
crest og leik-
konan Juli-
anne Hough
hafa verið
saman síðan
í sumar.
„Ryan vill
giftast Juli-
anne og hann
vildi biðja
hennar á mjög
rómantísk-
an máta,“ var haft eftir heimild-
armanni. Parið var í fríi í París
ásamt fjölskyldu Seacrest þegar
hann bar upp bónorðið. „Hann
skipulagði helgarferðina sjálf-
ur og bauð einnig systur sinni
og foreldrum svo þau gætu deilt
þessari stund með honum og Juli-
anne. Þau eru mjög ástfangin og
Julianne hefur mjög góð áhrif á
Ryan, sem er nú farinn að huga
að öðrum hlutum en vinnunni,“
sagði heimildarmaðurinn.
Fann loks
ástina
TRÚLOFAÐUR Ryan
Seacrest hefur fundið
ástina og bað kærustu
sinnar í rómantískri
ferð til Parísar.
NORDICPHOTOS/GETTY
ANNE HATHAWAY Mörg
safarík leikhúshlutverk
eru á óskalistanum hjá
leikkonunni.
FLUG-
DÓLGUR
Josh
Duham-
el ætti
að læra
mannasiði.
LEIKSTJÓRINN Gunni Helga
stýrir Björgvini á sviðinu.
8.990,-Kjóll
það verða allar að eignast einn svona fyrir jólin.
Full búð af nýjum vörum