Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 100
72 4. desember 2010 LAUGARDAGUR 1. HEIÐMÖRK Líf og fjör í jólaskógi Jólaskógur Skógræktar- félags Reykjavíkur í Hjalla- dal í Heiðmörk verður opinn helgarnar 11. til 12. desem- ber og 18. til 19. desem- ber frá klukkan 11 til 16. Alla daga verður líf og fjör, varðeldur, kakó, piparkökur og jólalög. Sagir og klippur verða til útláns fyrir þá sem vilja ná sér í jólatré. 2. FOSSÁ Sveitaferð í Hvalfjörð Þeir sem vilja fara í meiri sveitaferð gætu kíkt að Fossá í Hvalfirði. Þar er opið allar helgar fram að jólum frá tíu til 16 eða meðan bjart er. Ekki þarf að panta tíma eða boða komu sína en gott að vita af stórum hópum með fyrirvara. Starfs- menn aðstoða við að pakka trjám í net, lána einnig sagir en eigi fólk góða sög er mælt með að taka hana með. 3. MOSFELLSBÆR Opið alla daga frá 11. 12. Jólasveinar verða í jóla- trjáasölu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í Hamrahlíð við Vesturlandsveg helgarn- ar 11 og 12. desember og 18. og 19. desember. Hægt er að fara í skóginn og saga sjálf- ur en einnig verða til söguð tré. Salan er annars opin alla daga frá 11. desember, milli kl. 10 og 16 um helgar en 12-16 virka daga. 4. GARÐABÆR jólaskógur 18. desember Skógræktarfélag Garða- bæjar verður með opinn jólaskóg laugar- daginn 18. desember kl. 12-16 en nánari upp- lýsingar fást síðar. 5. HAFNARFJÖRÐUR Jólasveinar kíkja í heimsókn Jólatrjáasala Skógræktar- félags Hafnarfjarðar verður að venju í Selinu við Kald- árselsveg. Athugið að hér er ekki hægt að höggva tré sjálfur en gestum er boðið upp á heitt kakó og kökur. 6. JÓLAÞORPIÐ Hafnfirskt jólastuð Í Hafnarfirði er hið eina sanna Jólaþorp landsins. Þar er opið allar helgar fram að jólum frá eitt til sex. Alla opnunardaga verður fjöl- breytt skemmtidagskrá á sviði Jólaþorpsins í Hafnar- firði. Þar koma fram lands- þekktir listamenn, óþekkir jólasveinar og ýmsir óvænt- ir gestir. Sungið, trallað og dansað í kringum jólatréð. 7. JÓLABÆR Tréhús og tjöld í mið- bænum Á Hljómalindar- reitnum milli Laugavegs og Hverfisgötu verður Jólabær- inn opnaður fimmtudaginn 9.desember. Í skreytt- um tréhúsum og tjöldum verður varningur til sölu auk þess sem ýmis skemmtiatriði verða flutt í viðburða- tjaldi veglegu er þar mun standa. Þegar nær dregur jólum lengist opnunartími verslana og uppákomum fjölgar í miðbænum sem alltaf er gaman að rölta um þegar jólin nálgast. 8. ÁLA- FOSS- KVOSIN Útimarkaður í Mosó Útimarkaðurinn verður haldinn í Álafosskvos í Mosfellsbæ á laugar- dögum og sunnudög- um milli tólf og fimm í desember. Ýmis varningur verður til sölu í sölubásum, jólatónlist- in ómar og súkkulaði, jóla- glögg og piparkökur verða á hverju strái. 9. ÁRBÆJ- ARSAFN Jólaball úti við Hver sagði að jólaball þyrfti að vera innandyra? Árbæjarsafn opnar dyrnar sunnudagana fram að jólum og þar er dansað í kringum jólatré útivið í góðum félags- skap íslensku jólasveinana sem halda uppi fjörinu. Það er fátt jólalegra en að rölta á milli húsa safnsins, smakka hangikjöt og laufabrauð og komast í jólafíling. Þess má geta að dansað er í kringum jóla- tréð klukkan 15 en safnið er opnað klukkan eitt. 10. LÍF Í DALNUM Líf og fjör í Laugardalnum Jólastemmingin ræður ríkjum í Laugardalnum á aðventunni. Frá Grasagarð- inum berst ilmur af ristuð- um möndlum en Café Flóra verður opin allar aðventu- helgarnar í desember. Á torginu fyrir framan garðinn selur Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík jólatré og greina- búnt um helgar. Grýla held- ur jólaveislu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, boðið er upp á hest- vagnaferðir um garðinn og litla jólalistasmiðju í Hafrafelli. Og í Skautahöll- inni verður skautað í kring- um jólatré allan desember- mánuð. 11. FRIÐARGANGAN Gleðigjafi á Þorláksmessu Friðargangan á Þorláks- messu hefur fyrir löngu skipað sér sinn fasta sess í jólaundirbúningi Reyk- víkinga. Lagt er af stað frá Hlemmi klukkan 18 og gengið með kyndla niður á Lækjartorg. Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð leið- ir sönginn og allir sem taka þátt eða fylgjast með finna að jólin eru bara alveg á næsta leiti. Jólatré og jólasveinar í skóginum Jólaljós og jólastemning lífga aldeilis upp á desember þegar dagurinn er stystur. Þó að notalegt sé að sitja inni við kertaljós, bakstur og huggulegheit er ýmislegt jólalegt á seyði úti við nú á aðventunni. Jólamarkaðir, jólaböll og ekki síst ferð í jólaskóg til að höggva sitt eigið jólatré kemur jafnvel mestu skröggum í hið eina sanna jólaskap. 1 4 5 6 7 9 10 11 8 3 2 Skógræktarfélög landsins bjóða mörg hver upp á þann skemmtilega mögu- leika að fólk sæki sitt eigið jólatré, hver veit svo nema jólasveinar leynist í skóg- inum? Á höfuðborgarsvæðinu eru mögu- leikarnir nokkrir. Víða er einnig hægt að kaupa söguð tré. Jólaskógur er vitaskuld víðar en á höfuðborgarsvæðinu eins og þetta kort sýnir. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands www.skog.is. JÓLASKÓGUR TRÉIN HÖGGVIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.