Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 112
Hvað varstu gömul þegar þú fórst að æfa fótbolta? „Ég byrj- aði heima hjá Tómasi, besta vini mínum úti í garði á milli snúru- stauranna svona fimm ára. Svo fór ég með honum á mína fyrstu æfingu þegar ég var nýorðin sex ára og hef æft síðan þá.“ Hvert var átrúnaðargoðið þitt þegar þú varst yngri? „Cristiano Ronaldo var í mjög miklu upp- áhaldi, en þegar ég fór að fylgj- ast með kvennaboltanum vildi ég alltaf verða eins fótboltakona og Dóra María Lárusdóttir.“ Áttu þér átrúnaðargoð í dag? „Ronaldo er algjört uppáhald. Lít samt líka aðeins upp til Dóru Maríu og Hólmfríðar Magnús- dóttur.“ Varstu strax góð í fótbolta eða þurftirðu að æfa mikið? „Ég var alltaf úti í fótbolta með strákunum heima á Hellu svo þetta kom fljótt. Ég var líka mjög dugleg að mæta á æfing- ar enda varð þetta fljótt það skemmtilegasta sem ég geri.“ Hvað hefurðu unnið mörg verð- laun? „Nokkuð mörg í gegn- um árin. Ég á 20 bikara uppi á hillu, sem eru þá aðallega fyrir fótbolta. Tveir til fimm fyrir körfuboltann. Svo á ég yfir 100 verðlaunapeninga. Stærstu verðlaunin fékk ég á þessu ári en þau eru Íþróttamaður Rang- árþings ytra 2009 og Efnilegust í Pepsideildinni 2010.“ Hvernig er að spila með Val? „Mjög gaman, æðisleg umgjörð þarna og frábærir þjálfarar.“ En með landsliðinu? „Það er eitt það skemmtilegasta og allar fótboltastelpur ættu að stefna á það.“ Hver er besti sigur sem þú hefur unnið? „Hef unnið mjög marga góða sigra og man eig- inlega ekki eftir neinum einum sem stendur upp úr frekar en einhver annar.“ En mestu vonbrigðin? „Þegar við töpuðum 3-0 fyrir spænska liðinu Rayo Vallecano á útivelli í meistaradeildinni. Þetta var alltof stórt tap og við hefðum getað gert svo miklu betur.“ Spilarðu einhverjar aðrar íþróttir? „Nei, ekki í dag. Æfði frjálsar til 12 ára aldurs og hætti í körfubolta eftir 10. bekk. Sakna þess samt svolítið að spila ekki körfu, svo ég reyni stundum að kíkja á eina og eina æfingu.“ Áttu þér önnur áhugamál en fótboltann? „Körfubolti er mitt annað áhugamál en ég hef samt gaman af öllum íþróttum og allri útivist.“ Hvaða leikur er fram undan? „Ég er ekki alveg með það á hreinu. Við eigum að spila einn til tvo æfingaleiki fyrir 20. desember en dagsetningin er ekki alveg ákveðin held ég. Annars er fyrsti alvöru leikurinn í Reykjavík- urmótinu í janúar.“ Hverjar eru sigurlík- urnar? „Mjög miklar ef við komum ákveðn- ar og vel undirbúnar til leiks.“ 84 4. desember 2010 LAUGARDAGUR Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is krakkar@frettabladid.is RONALDO Í UPPÁHALDI Dagný Brynjarsdóttir, nítján ára, spilar bæði með Val og kvennalandsliðinu í fót- bolta. Hún á yfir hundrað verðlaunapeninga og heldur mikið upp á knattspyrnu- manninn Cristiano Ronaldo. DÍSA LJÓSÁLFUR mun heimsækja, ásamt góðvini sínum býflugunni, bóka- búðir Eymundsson í Smáralind og Aust- urstræti í dag. Þau vinirnir munu troða upp með leik og söng í Smáralind kl. 13 en fljúga svo niður í miðbæ og verða í Austurstræti kl. 15. BALLETTINN ENGLAJÓL verður frumfluttur á tónleikum Töfrahurðarinn- ar í Salnum í Kópavogi á morgun kl. 13. Dansarar eru 11- 13 ára nemendur við Listdansskóla Íslands. Sér- stakur gestur á tónleikunum er Kársneskórinn undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Akureyringur: Veistu hvað gerðist í gær? Hafnfirðingur: Nei. Akureyringur: Ég festist í lyftu í tvo klukkutíma. Hafnfirðingur: Það er ekki mikið, ég festist í rúllustiga í fjóra klukkutíma. Af hverju hætti tannlæknirinn störfum? Hann reif kjaft! Í matarveislunni hvíslar mamman við son sinn: Hvers vegna lagðir þú engin hnífapör við diskinn hjá Jóa frænda!? Sonurinn segir upphátt: Ja sko! Ég hélt að Jói þyrfti engin hnífapör. Þú sagðir að hann borðaði eins og svín! Konan við húsbóndann: Læknirinn er kominn. Ég vil ekki hitta hann, segðu honum að ég sé veikur! „Mér finnst gaman að skoða árstíðirn- ar með myndun- um og sögunum. Þær segja manni betur hvernig árið er öðruvísi,“ segir Úlfur Bjarni Tulinius, fjögurra ára. „Á vet- urna kemur rosalega mikill snjór og það er frost á bílunum. Þá þarf að skafa glugg- ana. Það eru samt engar myndir af bílum í bókinni en ljóðin segja að það sé rosalega kalt. En það eru jól á veturna og það er mynd af Grýlu og líka ljóð um hana.“ Úlfi Bjarna finnst skemmtileg- ast að fylgjast með ísnum, jarð- arberinu, andarungan- um og snjókarlinum, sem koma á hverri opnu í bók Sigrúnar og Þórarins Eldjárn. Félagarnir bregða sér í ýmis hlutverk, sem hvert og eitt henta ólíkum árstíðum. „Eftir veturinn í bókinni kemur vorið aftur því maður flett- ir upp á nýtt þar sem hún byrjar,“ segir Úlfur. „Á vorin kemur svo sólin og stundum bara pínulítill snjór. En hann fer aftur þegar sumarið kemur og sólin skín á okkur. Í bókinni verður alveg jafn heitt á Íslandi á sumrin og í heitu löndunum.“ Árstíðirnar WWW.THJODMINJASAFN.IS/JOL er nýtt jólavefsvæði Þjóðminjasafsins. Þar má finna fróðleik um jólasiði, jólasveina og aðrar vættir. Úlfur Bjarni Tulinius BÆKUR Niðurstaða: Flottar myndir og ljóð sem segja að allar árstíðirnar séu skemmtilegar. HITT OG ÞETTA Þegar ég fór að fylgjast með kvennaboltanum vildi ég alltaf verða eins fótboltakona og Dóra María Lárusdóttir Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upplestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.