Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 69
4. desember 2010 LAUGARDAGUR1
Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Helstu starfsþættir:
• Byggja upp og bera ábyrgð á ferlum og stoðkerfum
sem lúta að akademísku starfi, þar með talið ráðningum,
framgangi, frammistöðumati, gæðamati, o.fl.
• Vinna með rektor, deildarforsetum og öðrum starfs-
mönnum að stefnumótun, mannauðsmálum, stoðþjón-
ustu fyrir akademíska starfsemi og þróun innra starfs
• Hafa yfirumsjón með rekstri kennslusviðs, þjónustusviðs,
stúdentaþjónustu, bókasafns, rannsóknarsviðs og
annarrar stoðþjónustu við akademískt starf
Hæfnisviðmið:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi og góð þekking
á háskólastarfi
• Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
• Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar með áherslu á
frumkvæði, samskiptahæfni, skipulögð vinnubrögð
og hugmyndaauðgi
Hlutverk Háskólans í Reykjavík (HR) er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði.
Nemendur eru um 3000 við skólann og starfsmenn eru yfir 500, þar af um 270 fastráðnir í fullu starfi. HR rekur
einnig Opna háskólann þar sem um 500 námskeið eru haldin á ári. Bæði íslenskir og erlendir fræðimenn koma
að kennslu og rannsóknum innan HR auk sérfræðinga úr íslensku atvinnulífi.
HR einbeitir sér einkum að kennslu og rannsóknum á sviðum tækni, viðskipta og laga. Lögð er áhersla á
nýsköpun og tengsl við atvinnulíf í landinu. Öll starfsemi HR er staðsett í nýbyggingu skólans við Nauthólsvík.
Húsnæðið er um 30.000 fermetrar að stærð með aðstöðu í fremstu röð hér á landi til kennslu og rannsókna.
Áhersla er lögð á góða vinnuaðstöðu og þjónustu við nemendur.
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín S. Óladóttir,
katrin@hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og
með 7. janúar 2011.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is
Framkvæmdastjóri mannauðs og þjónustu
við Háskólann í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík auglýsir eftir kraftmiklum og drífandi framkvæmdastjóra fyrir uppbyggingu á innra
starfi skólans með áherslu á mannauðsmál, þjónustu, stuðning við akademískt starf og þróun leiða til að
efla starfsemi háskólans. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í mannauðsmálum,
þjónustu og öðrum tengdum þáttum. Hann situr í framkvæmdastjórn og vinnur með rektor, forsetum deilda,
framkvæmdastjórum og forstöðumönnum að öllum þáttum mannauðsmála, þjónustu og innra starfs.