Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 44
44 4. desember 2010 LAUGARDAGUR SALVÖR NORDAL ÖRN BÁRÐUR JÓNSSONÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIRÞORKELL HELGASONVILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON ÞORVALDUR GYLFASON ÓMAR RAGNARSSON PAWEL BARTOSZEK SILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIRPÉTUR GUNNLAUGSSON ILLUGI JÖKULSSON LÝÐUR ÁRNASONKATRÍN ODDSDÓTTIRKATRÍN FJELDSTEDINGA LIND KARLSDÓTTIR GÍSLI TRYGGVASON GUÐMUNDUR GUNNARSSONERLINGUR SIGURÐARSON FREYJA HARALDSDÓTTIREIRÍKUR BERGMANN EINARSSON ANDRÉS MAGNÚSSON Um mörg þjóðþrifamál virðist vera breið sátt, bæði meðal þjóðfund- arins og fulltrúa stjórn- lagaþings. Mig langar að nefna tvö atriði sem ekki hafa ennþá náð inn í umræðuna: 1. Það er til lítils að hafa þrískipt þing-, framkvæmda- og dómsvald ef einn hags- munaaðili getur keypt upp öll áróðurstækin. Stóreignarmenn eru einn hagsmunahópur, þeir geta ekki átt alla fjölmiðlana, borgað prófkjör, styrkt stjórnmálaflokka, keypt þjónustu almannatengslafyrirtækja o.s.frv. 2. Það vantar ennþá allar upplýsingar um hversu stórt og alvarlegt Hrunið var. Ef það tekur heila kynslóð eða meira að byggja upp landið aftur þá verður þetta stjórnarskrá skrifuð í skugga Hruns, með tilvísun í það, hugsanlega afturvirk ákvæði. ÁSTRÓS GUNNLAUGSDÓTTIRARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR DÖGG HARÐARDÓTTIRARI TEITSSON Hver fullvalda þjóð hlýt- ur að setja sér markmið sem horfa til nútíðar og framtíðar. Stjórnarskráin er grundvöllur laga og réttar í þjóðfélaginu og meginrammi þeirra leikreglna sem leiða að markmiðunum. Nýafstaðinn þjóðfundur hefur skerpt markmið þjóðarinnar. Sú skylda hvílir á stjórnlagaþingi að ræða þau og ná samkomulagi um hvernig þeim verði best náð með breyttri stjórnarskrá sem sé auð- lesin og aðgengileg. Meðal meginviðfangs- efna verða: lýðræði, dreifing valds, jafnrétti á sem flestum sviðum og eignarhald, nýting og varðveisla auðlindanna. Í ljósi atburða undanfarinna daga og vikna hlýtur að koma til skoðunar hvernig stjórnarskráin tryggir best jafnræði þegnanna við alla stjórnsýslu og val á umboðsmönnum sínum. Ég tel mikilvægast af öllu að það sé tryggt að stjórnarskráin gæti hagsmuna allra lands- manna, óháð kyni, aldri, búsetu, kynþætti, kynhneigð, trúarskoðun eða hverju öðru sem greinir okkur að. Við þurfum að standa vörð um auðlindirnar og tryggja að þær séu eign okkar allra. Það þarf sömuleiðis að tryggja að allir þegnar samfélagsins búi við öryggi og njóti allrar nauðsynlegrar þjónustu. Mikilvægt er að tryggja rétt allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Markmið stjórnarskrárinnar á að mínu mati að vera öflugt velferðarsamfélag sem byggir á virðingu fyrir einstaklingum og gildi margbreytileikans. Að mínu mati er tímabært að veita yngri kynslóðum tækifæri til að koma að mótun nýs samfélags, nýrrar undirstöðu á Íslandi. Það er mín skoðun að þær kynslóðir sem munu erfa landið og taka þátt í að byggja það upp, eigi að hafa sinn fulltrúa við mótun endurnýjaðrar stjórnarskrár. Á meðal umræðupunkta minna má nefna bætt rétt- indi almennings gagnvart stjórnvöldum, tak- mörkun á lengd þingsetu á Alþingi, skarpari þrískiptingu valdsins, beint lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum um einstök mál, þjóðareign náttúruauðlinda og að orðið lýðræði verði inntak stjórnarskrárinnar. Í lögum um stjórn- lagaþing eru átta atriði sem stjórnlagaþingi er falið að fjalla um. Ég tel mikilvægt að stjórnlagaþingið haldi sig við þá umfjöllun eigi því að takast að ljúka vinnu sinni á settum tíma. Ég treysti þeim hópi sem valinn hefur verið til að vinna markvisst og faglega og mun beita mér fyrir því. Á stjórnlagaþingi gefst einstakt tækifæri til að endurskoða frá grunni hina danskættuðu stjórnarskrá og leggja nýjan sáttagrunn undir íslenskt samfélag. Ég mun mæta til þings með opinn hug en myndi vilja ræða það að skilja betur á milli löggjafar- og framkvæmdavalds auk þess að brjóta upp stjórnmálakerfið með því að opna fyrir persónukjör í þingkosningum. Ég myndi einnig vilja beita þjóðaratkvæðagreiðslum í auknum mæli og afnema kjördæmaskipt- inguna. Að auki væri spennandi að útbúa alhliða réttindaskrá fyrir borgarana til viðbót- ar við hefðbundin mannréttindaákvæði, til hliðar við stjórnarskrána, og jafnvel að lækka kosningaaldurinn í 16 ár. Úrslit kosninganna sýna, að það yrði mjög misráðið að gera landið að einu (höfuð- borgar)kjördæmi, og „persónukjör“ megnar ekki að vinna upp ágalla sem gera meirihluta það auðvelt að taka í kosningum lítið sem ekkert tillit til þess að minnihlutinn (hér landsbyggðin) fái sína fulltrúa kjörna í eðlilegu hlutfalli. Sú staðreynd að á þinginu eru aðeins þrír fulltrúar búsettir a lands- byggðinni, leggur þeim þá skyldu á herðar að lausn finnist á því að jafna atkvæðisrétt- inn en gefa jafnframt færi á nánara sam- bandi alþingismanna og kjósenda. Lausnin hlýtur að liggja í að kosið verði í senn í fleiri kjördæmum og um leið af landslista. Ég vil sjá að stjórnar- skrá lýðveldisins Íslands inniberi afdráttarlaus mannréttindaákvæði öllum til handa sem banna mismunun og tryggja rétt til frelsis, borgaralegra réttinda og fullrar samfélags- þátttöku. Í þessu tilliti vil ég beita mér sérstaklega fyrir því að bann við mismunun gagnvart fötluðu fólki sé tiltekið nákvæmlega í stjórnarskránni, líkt og öðrum minnihlutahópum, og að mann- réttindi allra barna verði fyllilega tryggð og vernduð. Þetta tel ég forsendu þess að allir geti uppfyllt sínar samfélagslegu skyldur. Samfélag verður að mínu mati aldrei heilt nema með þátttöku allra. Því tel ég sterkari lagastoð og mannréttindavernd vera hags- munamál fyrir Ísland allt. Auk þess að hlusta á viðhorf annarra bauð ég fram 20 ára reynslu mína af stjórnlagafræði í því skyni að jafna völd – m.a. með því að koma á stjórnlagadóm- stóli, auknu jafnræði við samráð handhafa opinbers valds við hagsmunaaðila og jafnari skiptingu valds milli miðstjórnar og staðbundinna fulltrúa. Ég tel afar mikilvægt að niðurstöður stjórn- lagaþings verði fyrst bornar undir þjóðina – til samþykktar eða synjunar – áður en Alþingi fær þær til afgreiðslu. Þá legg ég áherslu á að ekki verði deilt um stöðu þjóðkirkjunnar eða samband við Evrópu á stjórnlagaþingi heldur verði þeim málum ráðið til lykta í þjóðaratkvæði. Mannréttindakaflann þarf að endurskoða og setja fremstan. Valdið sé hjá fólkinu og það geti leitt mál sín til lykta eftir leiðum sem það sjálft virðir. Aðskilja löggjafar- og framkvæmdarvald og hindra að of mikið vald safnist á fáar hendur. Fækka á þing- mönnum í 33, ráðherrar sitji ekki á þingi. Breyta stjórnarháttum og hefta hyglingu sérhagsmuna. Vald forsetans þarf að skýra og tryggja og rétt hans til að mynda utan- þingsstjórn, takist ekki að mynda starfhæfa stjórn. Tilskilinn hluti kjósenda ásamt forseta geti vísað lagafrumvörpum til þjóðar- atkvæðis. Setja ýtarleg ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindum. Endurskoða þarf ákvæði um náttúruna og vernd hennar. Eins og þið gerið ykkur grein fyrir er í sumum tilfellum lítið að marka svona stuttar og skorinorðar yfirlýsingar um skoðanir manns. Ég held ekki til stjórn- lagaþingsins undir merkjum eindreginna skoðana, heldur til að ræða málin við aðra þingmenn – og von- andi við þjóðina líka. Ég læt þessar skoðanir þó vaða. Öðru hef ég ekki við að bæta að sinni, nema ég endurtek það sem ég hef þegar sagt mörgum sinnum: Mitt sérstaka áhugamál er að stjórnarskráin verði vel skrif- að, innblásið plagg sem verði þjóðinni sjálfri skiljanlegt. Hún birti siðferðisgrunn sam- félagsins, en ekki einungis stjórnskipunar- reglur handa lagarefum að bítast um. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnlaga- þingsins verður að skoða hvernig efla megi Alþingi og þá ekki síst hvernig auka megi vægi minnihlut- ans á Alþingi. Einnig þarf að endurskoða forsetakafla stjórnar- skrárinnar með það fyrir augum að hann verði skýrari og einfaldari. Fleiri atriði verða vitaskuld til skoðunar en við verðum að gæta þess að ofhlaða ekki stjórnarskrána með hugmyndum úr óskalistum sem ekki eiga heima í grundvallarlögum þjóðarinnar. Ég legg áherslu á að breytingar þær sem gerðar verða feli ekki í sér umbyltingu eða geri stjórnarskrána okkar umdeilda. Hún á líka að vera þannig úr garði gerð að hún sé skiljanleg hverjum manni. Mér finnst vera aðal- atriði að stjórnlagaþing komist að sameiginlegri niðurstöðu sem send verði Alþingi. Eðlileg krafa um framhaldið er að um niðurstöðuna óbreytta verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla. Umhverfisvernd, útvíkkun mannréttinda, takmörkun opinbers valds og skýrari stjórn- skipun eru málaflokkar sem eru mér ofarlega í huga. Mig langar þó ekki að einblína á ákveðna málaflokka heldur frekar að starfa í sameiningu með öðrum fulltrúum þingsins að gerð stjórnarskrár sem í senn verður endurnýjaður grundvallarsáttmáli þjóðarinn- ar, vörn gegn valdníðslu og þjóðfélagsleg framtíðarsýn okkar Íslendinga. Málskotsréttur forseta og almennings. Aðgreining valds. Persónukjör. Auðlindir í þjóðareign. Mannrétt- indi allra hópa. Viðurlög við stjórnarskrárbrotum. Fullmótuð stjórnarskrá á þingtímanum sem strax verður borin undir þjóðaratkvæði. Aukið og beinna lýðræði. Jöfnun á vægi þriggja þátta ríkisvalds- ins. Ákvæði um frelsi og hagsmuni komandi kynslóða (sjálfbær þróun). Auðlindir í þjóðareign. Íhugað jafnt vægi atkvæða sem gengur ekki á rétt ein- stakra landshluta, t.d. með landið sem eitt kjördæmi en jafnframt 9-12 þingmenn sem komi úr einmenningskjördæmum. Vil íhuga eitt embætti forseta sem þjóðhöfðingja og oddvita ríkisstjórnar kjörinn beint af þjóðinni, þó með þingræði, sem fáist með samspili málskotsréttar og þjóðaratkvæðagreiðslna. Skerpa á ákvæðum um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana. Mikilvægt að breið samstaða ríki um tillögur þingsins. Betri sé samstaða um breytingar með mismunandi útfærslum en að naumur meirihluti ráði. Lágmarksplan er að stjórnarskráin endurspegli íslenska stjórnskipan. Ákjósan- legt væri að jafna atkvæðavægi og efla þrískiptingu ríkisvalds- ins. Ég mun þó ekki síst líta á mitt hlutverk að koma í veg fyrir að stjórnarskráin fyllist af innantómum yfirlýs- ingum sem gleðja alla en gagnast engum. Aðal áhersluatriði mitt er að festa í lög ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslur um einstök mál að kröfu kjósenda. Mannréttindaákvæðin eru nokkuð góð eins og þau eru, en það er ekki nóg að menn hafi mannréttindi í stjórnarskrá, menn verða að geta beitt þeim mannréttindum. Það þarf að tryggja að allir Íslendingar geti varið sína mannréttinda- hagsmuni. Það er það sem skiptir máli. Ég vil að þjóðin fái að kjósa um hvort lúterska kirkjan verði áfram þjóðkirkja, en ég vil ekki aðskilja ríki og trú. Í mínum huga skiptir mestu að stjórnlagaþingið fjalli um þrískiptingu valdsins með áherslu á temprun valdsins, hlutverk forseta og aukið eftirlit Alþingis með framkvæmdavald- inu. Þá verður einnig mikilvægt að fjalla um tilhögun þjóðar- atkvæðagreiðslna, auðlindir og utanríkis- mál. Ég mæti ekki til þessarar vinnu með fyrirframgefinn óskalista heldur með það að leiðarljósi að stjórnlagaþingið nái sátt um tímabæra endurskoðun á mikilvægum þáttum stjórnarskrárinnar. Í slíkri vinnu þurfa ákveðin siðferðileg gildi eins og ábyrgð og jafnræði að liggja til grundvallar. Þá bind ég vonir við að meðal þingmanna eigi sér stað skynsamleg og yfirveguð umræða óháð hefðbundnum íslenskum flokkadráttum. Ég mun leggja áherslu á að mannréttindi og mannleg reisn liggi til grundvallar stjórnar- skránni og vil tryggja skýrt ákvæði um vernd samfélagslegra minni- hlutahópa. Ég vil skoða hvort hægt sé að stofna mannréttinda- bálk, að norskri fyrirmynd, þar sem hægt er að innleiða alþjóðlega mannréttindasátt- mála með stöðu stjórnarskrár. Þá vil ég að kveðið verði á um lýðræðislegt stjórnarfar, herleysi landsins og aðkomu þings að meiriháttar ákvörðunum í utanríkismálum. Ábyrg nýting náttúruauðlinda í þágu þjóðar en með tilliti til mannkyns og umhverfis verður líka eitt af mínum áherslumálum. Málskotsréttur minnihluta þingmanna, skil milli framkvæmda- og dómsvalds og jafnt vægi atkvæða eru helstu innanríkismálin. Ráðherra þarf að velja á grundvelli hæfni og reynslu. Helst á að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu en blandaðar þingræðis- leiðir koma einnig til álita. Sjálfstæðara Alþingi á að taka að sér stefnumótun og aðhald með framkvæmdarvaldi. Stjórnsýslan þarf að verða opnari og gagnsærri. Styrkja þarf stöðu Umboðsmanns Alþingis, í átt að stjórnsýslu- dómstól. Kjósa á til þings í einu kjördæmi með blönduðu lista- og persónukjöri að ástralskri fyrirmynd. Eignarrétt þjóðarinnar á auðlindum á að staðfesta og jafnvel stofna Auðlindasjóð til hliðar við ríkissjóð. Tryggja á jafnræði trúfélaga og lífsskoðana. Texti stjórnarskrárinnar á að vera skipulegur og skýr, staðfesta að valdið komi frá þjóðinni og tiltaka grunngildi og grundvallarmannréttindi. Ég vil umfram allt vinna að vandaðri stjórnarskrá sem á breiðan hljómgrunn á stjórnlagaþinginu en ekki síður með þjóð- inni allri. Ég vil hlusta á aðra þingfulltrúa áður en ég tek afstöðu út og suður. Þess vegna er ég tregur að svara spurningum eins og Fréttablaðið leggur fram. Stjórnarskrá verður ekki samin með krossaprófi. Þörf er á skarpari þrískiptingu valds til að girða fyrir ofríki framkvæmdarvaldsins gagnvart löggjafar- valdi og dómsvaldi. Einnig þarf að styrkja málskotsrétt forsetans, svo að hann geti vísað til þjóðaratkvæðis bæði frumvörpum, sem þingið samþykkir, og frumvörpum, sem þingið hafnar. Tilskilinn hluti kjósenda eða þingmanna þarf einnig að geta vísað lagafrumvörpum til þjóðar- atkvæðis. Ný ákvæði þarf til að draga úr veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasam- taka og til að tryggja eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindum og aðgang að upplýsingum. Kveða þarf á um hámarksfjölda þingmanna og ráðherra. Nýr stjórnlagadómstóll þarf að fjalla um brot á stjórnarskránni. Krossapróf sem þetta gefur vissulega vísbend- ingu um skoðanir en er þó allt of takmarkað. Ég hef lagt áherslu á breyt- ingar varðandi auðlindir í þjóðareign, breytingar á kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Komi 62. gr. til umræðu á þinginu vil ég ræða þann möguleika að bætt verði við greinina ákvæði um að ríkið geti styrkt og stutt önnur trúfélög sem það vill gera samning við að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ótrúlega mikils misskilnings virðist gæta meðal fjölda fólks hvað varðar tengsl ríkis og kirkju. Ég hef lýst mig reiðubúinn til að ræða fjárhagslegan aðskilnað en vandinn í því sambandi er meiri hjá ríki en kirkju. Lög sem Alþingi setti um stjórnlagaþing gera ráð fyrir 8 megin verkefnum en samband ríkis og kirkju er ekki þar á meðal. Ítarlegri mannréttinda- kafla fremst í stjórnar- skránni og tilgreina þar rétt öryrkja og samkyn- hneigðra og sérstök ákvæði sem tryggja hag og áhrif kvenna til jafns við karla. Tryggja öryggi kvenna og skoða í ljósi mannöryggis (human security. Endurskoða embætti forseta Íslands í þá veru að engin völd fylgi því. Málskotsréttur til þjóðar og þings með skyn- samlegum takmörkunum. Tryggja sjálfstæði löggjafarvalds og dómstóla gagnvart fram- kvæmdarvaldi og stjórnarskrárbinda lýðræði. Auðlindir verði sameign íslensku þjóðarinnar og nýting þeirra sjálfbær. Styrkja stöðu nátt- úruverndar. Jafna atkvæðisrétt og auka beint lýðræði, þó ekki óheft persónukjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.