Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 90
62 4. desember 2010 LAUGARDAGUR
„Það var dálítið fyndið að þegar við byrjuðum að skrifa handritið áttum við
í erfiðleikum með að verða okkur úti um eintak af bókinni, því hún var alls
staðar uppseld. Ég þurfti að leita á náðir fornbókasölu til að redda málunum,
en nú er bókin aftur fáanleg víðast hvar, sem betur fer,“ segir Gunnar.
Handritshöfundarnir Gunnar og Ottó höfðu ekki beint samráð við Ólaf
Hauk, höfund bókarinnar, við skriftirnar, en Ólafur las handritið þó yfir að
verki loknu.
„Hann kom með nokkra punkta, en var mjög sáttur við útkomuna. Ég var
afar ánægður með það, því hann er jú maðurinn sem bjó þetta til. Ég held að
Ólafur hafi fundið þessa rosalegu virðingu sem við berum fyrir bókinni. Sú
virðing skín líka í gegn í myndinni,“ segir Gunnar.
Þ
að má segja að allt sé á
fljúgandi siglingu á öllum
vígstöðum,“ segir leik-
stjórinn Gunnar Björn
Guðmunds son sem stendur
í ströngu þessa dagana. Í vikunni lauk
tökum á Áramótaskaupi sjónvarpsins,
sem Gunnar leikstýrir annað árið í röð
og semur einnig handritið að ásamt
sama hópi höfunda og í fyrra. Um síð-
ustu helgi var einnig lögð lokahönd á
klippingu Gauragangs, sem er önnur
kvikmynd Gunnars í fullri lengd. Það
er því skammt stórra högga á milli hjá
leikstjóranum.
„Tökum á Skaupinu er reynar ein-
ungis lokið í bili,“ tekur Gunnar fram,
„því nú þurfum við að vakta fjölmiðla
og sjá hvort eitthvað fleira gerist sem
við teljum þörf á að gera skil. Við höf-
undarnir tökum stöðufund um miðj-
an mánuðinn og erum tilbúnir til að
rjúka til og taka upp ef þörf gerist á.
Ástandið er dálítið skemmtilega skrít-
ið núna, stjórnlagaþingið og fleiri
mál í gangi, og það er engin leið að
vita hvað gerist. Það er úr alveg jafn
miklu efni að moða nú í ár og í fyrra,
þegar við vorum að koma út úr stóra
skellinum, en það liggur kannski ekki
alveg jafn ljóst fyrir. Svona í fyrstu
umferð að minnsta kosti.“
Missti áhugann á öllu öðru
Gunnar Björn fæddist á Selfossi árið
1972 en fluttist ungur að árum í Hafn-
arfjörðinn þar sem hann ólst upp.
Hann segir eiginlegan kvikmynda-
áhuga sinn hafa kviknað fremur seint,
þótt hann hafi dundað sér við að búa
til útvarpsleikrit og fleira ásamt félög-
um sínum í góðu sprelli sem barn.
„Auðvitað var maður alltaf að reyna
að vera fyndinn, það hefur alla tíð
keyrt mig áfram, en svo var ég plat-
aður til að leika í stuttmynd í fram-
haldsskóla og þá kom áhuginn fyrir
alvöru. Þá uppgötvaði ég að ég hafði
fundið nokkuð sem ég hefði áhuga á að
taka mér fyrir hendur í framtíðinni,“
segir Gunnar, sem gekk svo langt að
skrá sig í kvikmyndaklúbb Fjölbrauta-
skólans í Garðabæ til að svala kvik-
myndatengdum fýsnum sínum.
„Kvikmyndaklúbburinn tók til dæmis
alltaf upp allar ræðukeppnir, sem ég
hafði engan áhuga á en komst þannig
reglulega í tæri við myndavél, byrjaði
að gera stuttmyndir, auglýsingamyndir
fyrir böll og ýmislegt fleira og gleymdi
mér alveg í þessu. Missti nánast áhug-
ann á öllu öðru en kvikmyndagerð
og reyndi bara að gera nógu djöfulli
margt. Svo stækkuðu verkefnin smám
saman og ég slípaðist allur til,“ rifjar
Gunnar upp, en stuttmynd hans, Kara-
mellumyndin, hlaut meðal annars Eddu-
verðlaunin sem besta stuttmynd ársins
2003. Þá var Gunnar einnig tilnefndur
til Edduverðlauna sem besti leikstjóri
ársins 2007 en þá var Astrópía, fyrsta
kvikmynd hans í fullri lengd, frum-
sýnd.
Um 50.000 áhorfendur sáu Astrópíu
í kvikmyndahúsum og var hún vin-
sælasta íslenska mynd þess árs. „Ég
er ennþá að hitta fólk sem hrósar mér
fyrir Astrópíu og hef rosalega gaman
af því. Það er mjög heillandi að gera
hluti sem fólk sér og hefur skoðun á.“
Leikstjórinn hefur einnig leikið
töluvert sjálfur, auk þess að starfa
jöfnum höndum í leikhúsi, sjónvarpi
og kvikmyndum. „Ég byrjaði fyrst
og fremst að leika til að geta lært af
öðrum leikstjórum, en kann best við
mig fyrir aftan myndavélina. Ég leik
þó sjálfur af og til, til að mynda lék
ég smá í Skaupinu og braut næstum
á mér hendina í áhættuatriði,“ segir
Gunnar og hlær.
Hversdagsleg ævintýri
Auk þess að leikstýra kvikmyndinni
Gauragangi, sem áætlað er að frum-
sýna á öðrum í jólum, skrifar Gunn-
ar handritið að myndinni ásamt Ottó
Geir Borg. Hófst sú vinna strax árið
2007 þegar verið var að leggja loka-
hönd á gerð Astrópíu.
Handritið er unnið upp úr sam-
nefndri skáldsögu eftir Ólaf Hauk
Símonarson sem kom út árið 1988.
Ekki jafn erfiður og Ormur
Gunnar Björn Guðmundsson frumsýnir Gauragang, aðra kvikmynd sína í fullri lengd, síðar í mánuðinum en myndin er byggð
á samnefndri skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar. Hann leikstýrir einnig Áramótaskaupi sjónvarpsins annað árið í röð og semur
handritið ásamt fleirum. Kjartan Guðmundsson ræddi við Gunnar um verkefnin sem hann er að ljúka og fleiri sem í bígerð eru.
EILÍFÐARSPURNINGARNAR „Þetta er grínmynd um unglinga sem ég held að allir sem eru ungir í anda geti haft gaman af,“ segir Gunnar Björn Guðmundsson um Gaura-
gang, aðra kvikmynd sína í fullri lengd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
períódukvikmyndagerð hafa ótal
vandamál í för með sér.
„Þetta er alveg djöfullegt, það vit-
lausasta sem maður gerir held ég,“ við-
urkennir hann og skellir upp úr. „Svona
lagað lítur gríðarlega vel út á blaði en
er hræðilega erfitt í verki. Ég lagði
þetta strax upp á þann hátt að tíma-
setningin væri frekar stíll en regla,
en við reyndum eftir fremsta megni
að láta umhverfið líta út fyrir að vera
ósvikið og lagfærum ýmis smáatriði
með tölvutækni. Til að mynda hafa
gulu strætisvagnarnir reynst okkur
erfiðir, við þurftum að kippa nokkr-
um slíkum út því strætió var auðvitað
ekki svona gulur árið 1979. Við gerð
myndarinnar höfum við komist að því
að strætókerfið í Reykjavík er mjög
gott, því þeir leynast ansi víða.“
En þrátt fyrir slíka minni háttar
hnökra segir leikstjórinn gerð mynd-
arinnar hafa gengið eins og í sögu. Til
að mynda reyndist veðurfar í vetur
honum sérstaklega hagstætt.
„Ég hafði fyrir löngu ákveðið að
nokkrar tökur þyrftu að fara fram í
snjó. Daginn sem við hófum vetrar-
tökur byrjaði að snjóa, allt fór á kaf og
beinfrysti, en svo þiðnaði allt síðasta
tökudaginn. Ég hef unnið mjög mikið
fyrir kirkjuna og gæti trúað að þetta
tengist því,“ segir Gunnar og hlær.
Mjög ánægður með útkomuna
Eins og áður sagði lauk klippingu á
Gauragangi um síðustu helgi og þessa
dagana vinna aðstandendur myndar-
innar meðal annars að hljóðvinnslu,
tæknibrellum og tónlist.
„Myndin hefur verið í klippingu frá
því í sumar. Á tökustað var klippari
sem klippti jafnóðum og við tókum
upp, og svo fór myndin í lokaklipp-
ingu. Ég er rosalega ánægður með
útkomuna, hef sýnt nokkrum hana
og fengið frábær viðbrögð og hlakka
mikið til að sjá viðtökur almennings.
Þetta er skemmtileg mynd, það er
ástæða þess að ég geri kvikmyndir,
og ég vona að sem flestir sjái hana,“
segir Gunnar. Næsta stóra verkefni
sem hann tekur sér fyrir hendur verð-
ur gamanmynd um tvo gamla menn
á elliheimili, sem Gunnar gerir ráð
fyrir að tökur hefjist á í vor.
Bókin hefur æ síðan notið mikilla
vinsælda og er í raun orðin klassísk,
hefur meðal annars verið lesin af heilu
árgöngunum í skólum og verið þýdd á
þrjú tungumál.
„Ég held að ég hafi nú ekki verið
alveg jafn erfiður unglingur og Ormur
Óðinsson,“ segir Gunnar og hlær þegar
hann er spurður hvort hann samsami
sig að einhverju leyti með aðalpers-
ónu sögunnar. „En ég held samt að
allir ættu að geta fundið sig að ein-
hverju leyti í Ormi. Ég heillaðist mjög
af þessari sögu þegar ég las hana fyrst
og hafði lengi haft í huga að gera kvik-
mynd upp úr henni. Ævintýri Orms
eru ævintýri sem mig grunar að allir
kannist við, bæði stelpur og strák-
ar. Það sem rekur persónuna áfram,
til dæmis að drífa sig í skólann út af
stelpu sem hann er skotinn í en ekki
vegna námsins, að fara á ball sem hann
hefur engan áhuga á, eingöngu vegna
þess að hún gæti mögulega verið þar,
og þar fram eftir götunum. Þetta eru
ævintýri, en samt svo ósköp mannleg
og hversdagsleg í raun. Þetta eru eilífð-
arspurningarnar, ástin og vináttan.“
Virðing fyrir bókinni
Söngleikur sem byggður var á Gaura-
gangi var fyrst frumsýndur í Þjóð-
leikhúsinu árið 1994 og hefur verið
settur upp oft og víða síðan, nú síð-
ast í Borgarleikhúsinu á síðasta ári.
Gunnar Björn tekur þó skýrt fram að
hann og Ottó hafi verið fullkomlega
trúir bókinni við handritsgerð nýju
myndarinnar.
„Sumir virðast halda að um sé að
ræða bíómynd upp úr söngleiknum,
en sú er alls ekki raunin. Söngleik-
urinn er alveg frábær, en við völd-
um þá leið að fara beint í bókina og
gjörsamlega eimuðum hana. Ég bann-
aði meira að segja leikurum myndar-
innar að sjá leikritið því ég vildi ekki
að þeir fengju sínar hugmyndir um
karakterana þaðan. Leikhúsið er allt
annar miðill og þeir þurftu að finna
persónurnar sjálfir. En svo fórum við
öll að sjá leikritið að loknum tökum og
skemmtum okkur konunglega,“ segir
Gunnar.
Gott strætókerfi til vandræða
Gauragangur er svokölluð períódu-
mynd, en Gunnar og Ottó ákváðu að
láta atburði sögunnar gerast árið 1979.
Í bókinni eftir Ólaf Hauk kemur raun-
ar aldrei nákvæmlega fram hvenær
sagan á að eiga sér stað.
„Okkur þótti ýmislegt í bókinni
benda til þess að sagan gerðist ein-
hvern tímann á bilinu 1974 til 1985,
svona um það bil, en við völdum þetta
ártal líka vegna þess að á þessum tíma
var þjóðfélagið á dálítið svipuðum
slóðum og Ormur, aðalpersóna mynd-
arinnar. Hann er að breytast úr ungl-
ingi í mann sem þarf að taka ábyrgð
á lífi sínu og samfélagið er einnig á
ákveðnum krossgötum. Vigdís er að
taka við sem forseti, myntbreyting-
in fræga, pönkið að fæðast og diskó-
ið að drepast og fleira í þeim dúr. Auk
þess hefðu nútímalegir hlutir eins og
til dæmis GSM-símar komið sér mjög
illa fyrir söguna,“ segir Gunnar.
Aðspurður segir hann slíka
ÁTTI Í ERFIÐLEIKUM MEÐ AÐ FINNA BÓKINA
Daginn sem
við hófum
vetrartökur
byrjaði að
snjóa, allt
fór á kaf og
beinfrysti, en
svo þiðnaði
allt síðasta
tökudaginn.
Ég hef unnið
mjög mikið
fyrir kirkjuna
og gæti trúað
að þetta
tengist því.