Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 56
56 4. desember 2010 LAUGARDAGUR Hér er ríkisstjórn sem er að semja við ESB en er um leið ósammála um samninginn sem stefnt er að. Ráðherrar innan hennar berjast jafnvel gegn þessu markmiði … „Þið eruð með sam- steypustjórn eins og við Bretar. Flokkarnir í rík- isstjórninni okkar eru ósammála um Evrópu líka þótt þeir virðist ætla að fara frekar vel með það. Þeir eru ósammála sín á milli en þegar þeir fara til Brussel fylgja þeir sameiginlegri línu ríkisstjórnarinnar. Ég veit ekki betur en að þetta sé íslenska aðferðin líka. Þið talið einni röddu við Evrópu. Mér skilst að innan flestra flokka hér séu raddir með og á móti Evrópusamstarfi. Þetta þekkjum við líka frá Bretlandi og það flækir hlutina. En þótt stjórn ykkar sé ósamstiga heima við þá líta Evrópu- menn samt sem áður á íslensk stjórn- völd sem alvöru viðsemjanda.“ Staða samningaviðræðnanna er sú að nú stendur yfir rýni- ferli þar sem safnað er saman upplýs- ingum víðs vegar úr þjóðfélaginu til að undirbúa viðræðurnar. Hér taka allir tilkallað- ir þátt í þessu nema hags- munsamtök bænda. Samn- inganefnd Íslands telur þetta geta skaðað samningsstöðuna og þar af leiðandi þjóðarhagsmuni. Er þetta algengt í aðildarviðræðum? „Ég starfaði fyrri hluta ferils míns í land- búnaðarmálum og ég skil bændur því ágæt- lega en það kemur mér á óvart að íslenskir bændur séu ekki áhugameiri en þetta um ESB. Mér sýnist að aðild að ESB sé ekki nein alvöru ógnun við bændur. Hins vegar getur verið ýmiss konar akkur í aðild. Evrópsk- ir sjóðir bjóða upp á áhuga- verða möguleika í landbúnaði. E n g i n n í Brussel hefur nokkurn áhuga á að draga úr land- búnaði á Íslandi, sem engum ógnar samkeppnislega í Evrópu. Landbúnaðarstefnan er að auki í endurskoðun eins og fiskveiðistefnan. Þessar endurskoðanir hafa allar verið í eina átt: til frekari uppbyggingar eða þróunar í dreifbýli. Ég held að þetta sé áhugavert fyrir Ísland og hver veit, sem aðildarríki þá gæti meg- inlandið jafnvel lært eitthvað af ykkur. Til dæmis hvernig þið farið að því að stunda land- búnað á afskekktum svæðum við svona óhag- stæð skilyrði. En ég man ekki eftir neinu tilfelli þar sem bændur hafa ekki haft áhuga á því að kynna sér þetta. Oft voru þeir hikandi eða jafn- vel tortryggnir, enda er það í eðli mannsins að vantreysta breytingum. En stundum eru breytingar til góða.“ B retinn Graham Avery hélt fyrir skömmu fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofn- unar, sem hét The View from Brussels, eða Sjónarhorn Brussel. Hann er heiðursframkvæmdastjóri ESB og ráðgjafi European Policy Centre í Brussel. Hann var í forsvari fyrir breska landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytið í viðræðum Breta um inngöngu í sambandið. Avery hefur farið með samskipti við EES- löndin fyrir hönd ESB og tekið þátt í nær öllum stækkunarviðræðum ESB, svo sem við Noreg. Hann býður til sætis á Mímisbar og seg- ist vera mikill aðdáandi Íslands og Noregs, en hann lítur svo á að þessi lönd hafi hingað til valið að taka við ákvörðunum frá Brussel, frekar en að taka ákvarðanir þar. Avery hefur skrifað greinar um Evrópusamstarf Íslands og sagt að það sé mikilvægt fyrir Íslendinga að íhuga ekki bara efnahagslega kosti og galla aðildar heldur ekki síður pólitíska. Hann var beðinn að skýra þetta nánar og hafa til hlið- sjónar umræðuna meðal íslenskra stjórnmálamanna, sem sumir telja ESB heimsvaldasinnað fyrirbæri. Hvað er til dæmis til í því að ESB vilji ginna Íslendinga til að selja sér auðlindir og pota sér á Norður- slóðir? „Þetta er afar mikilvægt val sem þið standið frammi fyrir og snýst ekki bara um þetta tæknilega sem er rætt um í aðildarviðræðum. Það er mikilvægt að hafa umræðuna víðtæka og vel upplýsta, það er til dæmis miklu meira sem felst í aðild en sjávarútvegshagsmunir. Stækkun ESB, úr sex ríkjum og í 27 er ekki afleiðing einhverrar heimsvaldastefnu, heldur afleið- ing aðdráttarafls Evrópusambands- ins. Ef ég má vera heiðarlegur þá var enginn sendur frá Brussel til að biðja Ísland, eða nokkurt annað ríki, um að sækja um aðild. Við eigum í nógum vandræðum með núverandi aðildarríki! [Hlær.] Hugmyndin um að fólk í Brussel vilji ná yfirráðum á Íslandi er ein- faldlega ósönn. Það ákveður þetta enginn nema þið. Enginn geng- ur í Evrópusambandið nema það sé honum í hag og enginn ætti að halda áfram innan þess nema það sé honum í hag. Því ættuð þið að greina hagsmuni ykkar, pólitíska og efnahagslega. Þegar Bretar gengu inn, var hin ráðandi hvöt ekki efnahags- leg: Bretar hafa alltaf borgað meira til ESB en þeir hafa fengið í staðinn. Raunverulega ástæðan fyrir inngöngu Breta var pólitísk. Bretar líta svo á að sextíu milljóna þjóð sé lítil þjóð, það kann virðast undarlegt, fyrir þjóð sem er jafn fámenn og Ísland, að við sjáum þetta svona. En við litum svo á að eina leiðin til að rödd okkar heyrðist í heiminum væri í félagi við aðra. Um hvernig þetta félag eigi að vera deilum við reyndar um, því efahyggjumenn um Evr- ópusamstarfið í Bretlandi bjóða okkur skýran valkost, sem er aukið samstarf við Bandaríkin. En ef þið Íslendingar gang- ið í sambandið, stolt þjóð sem er annt um sjálfstæði sitt, þá er það stórt skref og mikilvægt. Ég hef verið spurður hvort Ísland, þjóð í öllum þessum vandræðum, geti átt framtíð sem sjálfstætt ríki og ég segi já. Það er dagljóst að ESB er kerfi sjálfstæðra þjóðríkja, sem eru viðurkennd og virt.“ Hagsmunir smáríkja Heiðursframkvæmdastjórinn segir eitt einkenni Evrópusambandsins vera það að það líti sérstaklega til lítilla þjóða. Þær fái meira í sinn hlut en þær stærri, til dæmis innan ráðherraráðs og Evrópuþings: „Það yrði betur komið fram við Íslendinga en nokkra aðra þjóð í sambandinu því þið yrðuð fámenn- asta þjóðin. Einn Íslendingur hefði fimmtán sinnum meira vægi á Evrópuþinginu en þýskur borgari. Hvers vegna gerir ESB þetta? Undirstöðuregla kerfisins er einskonar öfugt hlutfallsviðmið, þannig að hinir smáu hafa hlut- fallslega meira vald en þeir stóru. Þetta er trygging smáríkja fyrir því að hinir stóru valti ekki yfir þau. Stríðin í Evrópu á tuttugustu öld hófust vegna þess að stórþjóð- ir vildu valta yfir smáþjóðir. ESB var búið til í því skyni að koma í veg fyrir þetta. Sem bandalag er Evrópusam- bandið nokkuð flókið og stundum er erfitt að skilja hvernig kerfið í Brussel virkar. En eitt er ég viss um og það er að svarið við spurningunni „hver er foringi Evrópusambandsins?“ er enginn. Þetta er flókið kerfi sem leitar jafnvægis milli hags- muna stórra, meðalstórra og lítilla ríkja. Í einu orði er ESB-kerfið ekki forræðiskerfi hins sterka og það er dýrmætur hluti töfranna sem gera það aðlaðandi.“ EES, auðlindir og Norðurslóðir Núverandi aðildarríki ESB eru vel- viljuð Íslandi, ekki andsnúin því, segir Avery. Svo lítil þjóð ógni ekki þróun sambandsins, ólíkt til dæmis Tyrklandi, en innganga svo stórs lands hefði afgerandi breyt- ingar í för með sér, en Íslands ekki. Aðdráttarafl Íslands sé þó ekki gífurlegt. „Þótt þið séuð ekki eins rík og þið voruð, þá eruð þið ennþá ansi vel stæð og við kunnum vel við lítil rík ríki sem leggja meira af mörkum en þau þiggja. Þá hafið þið verið í EES í sextán ár og í Schengen og hafið sýnt að þið standið ykkur vel innan EES-kerfisins. Að því leyti eruð þið ólík hinum umsóknarríkj- unum á Balkanskaga. Það eru því jákvæð sjónarmið uppi gagnvart Íslandi sem aðildarríki. En ég skal vera hreinskilinn. Aðdráttarafl Íslands er ekkert ægilegt, það hefði til dæmis ekki mikla efnahagslega þýðingu að það gengi í ESB. Auðvitað eigið þið auð- lindir en það er enginn með þá tál- sýn að ESB fái yfirráð yfir þeim. Ég get lofað þér því að núverandi aðildarríki eru passasöm um sínar auðlindir líka! Það er því ekki til umræðu að neinn fari að taka yfir auðlindir aðildarríkja. Þá er landfræðileg staða ykkar vissulega góð og ESB hefur áhuga á því að bæta stöðu sína á Norður- slóðum. Til lengri tíma séð verð- ur þetta æ mikilvægara svæði. En ég held ekki að neinn vilji fara að segja Íslandi hvað það eigi að gera á Norðurslóðum. Þvert á móti er munurinn á því að vera aðildarríki eða ekki sá að þegar þú ert fyrir utan, eins og í EES, eru stefnuþegi en þegar þú ert inni ertu stefnu- markandi, með rödd og atkvæði. Í auðlinda- og umhverfismálum er mjög litið til þekkingar og reynslu Íslendinga.“ Alþjóðavæðingin og framtíðin Avery segir það hafa verið góða ákvörðun, þegar Íslendingar hættu að byggja allt samfélagið á því sem næst einni atvinnugrein, þótt landið hafi ef til vill farið of hratt í sakirnar, eftir á að hyggja. „Því framtíðin byggist ekki helst á náttúruauðlindum og framleiðslu hrávöru heldur sköpun – því að vera snjall. Þið getið gert það ein en þá verðið þið í litlum báti í sjón- um. Þegar hann fer af stað þá hittir hann fyrir stærri skip sem heita Kína, Rússland og Banda- ríkin. Ég held að það væri miklu betra fyrir ykkur að bindast bát- unum í Evrópu föstum böndum. Þið eigið ákveðin gildi sameigin- leg með Evrópusambandslöndum. Þið eigið eflaust fleiri sameigin- lega hagsmuni með ESB en öðrum ríkjum líka. Þið Íslendingar eruð ekki undanþegnir alþjóðavæðing- unni og þurfið að takast á við hana á 21. öldinni.“ Fullveldið og áhrif innan EES Ísland tekur við fjölda laga á ári hverju frá ESB í gegnum EES, um 300 lagagerðir í ár. Þjóðin hefur lítið sem ekkert um þetta að segja. Um leið óttast hún að glata full- veldi sínu við að ganga í Evrópu- sambandið. Hvernig lítur Avery á þessa klemmu? „Það er satt að í EES hafa Noreg- ur, Ísland og Liechtenstein næstum engin áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Ég segi næstum engin áhrif því ef þið væruð fyrir utan EES, væru þau enn minni! Að vera í EES er vissulega þægilegt. Þið fáið aðgang að sameiginlega mark- aðnum en þið borgið fyrir það. Í EES takið þið við ákvörðun- um en takið þær ekki sjálf. Og hér verður umræðan um fullveldi mik- ilvæg: Að mínu viti þýðir fullveldi að stjórnvöld hafi áhrif á ákvarð- anir sem varða þjóð sína. Aðild að ESB þýðir að þið hefðuð meiri áhrif en þið hafið núna. Sjálfstæði og fullveldi er ekki sami hluturinn. Það er hægt að deila og auka full- veldið um leið og haldið er í sjálf- stæðið og það held ég er það sem ESB veitir litlum ríkjum.“ AVERY Aðdráttarafl Íslands í augum ESB er ekkert geysilegt, segir heiðursframkvæmdastjórinn. Enginn hafi áhuga á því að hrifsa til sín auðlindirnar. Innan ESB hafi landið tækifæri til að marka alþjóðlega stefnu í stað þess að taka við henni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Að mínu viti þýðir fullveldi að stjórnvöld hafi áhrif á ákvarðanir sem varða þjóð sína. UM ANDSTÖÐUNA INNANLANDS Evrópumenn [líta] samt sem áður á íslensk stjórnvöld sem alvöru við- semjanda. Graham Avery segir að staða Íslands innan ESB yrði hlutfallslega betri en annarra þjóða, en landið hafi nánast engin áhrif innan EES. ESB hafi verið búið til svo stórar þjóðir gætu ekki valtað yfir smærri þjóðir og enginn ætli að stela auðlindum Ís- lands frekar en annarra ríkja. Honum kemur á óvart að bændur vilji ekki kynna sér kosti aðildar. Klemens Ólafur Þrastarson hitti Avery. Að marka stefnu eða fylgja henni Ég man ekki eftir neinu tilfelli þar sem bændur hafa ekki haft áhuga á því að kynna sér þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.