Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 84
10 fjölskyldan mannrækt sýnum öðrum vinsemd og virðingu ... Fanndís byrjar á að útskýra hvað Ungmennaráð SAFT er og hvaða hlutverk það hefur: „Þetta eru krakkar á aldrin- um ellefu til átján ára sem hittast nokkrum sinnum á ári og ræða alls konar hluti, eins og til dæmis verk- efni fyrir skóla sem tengjast net- notkun og hvað ber að varast á net- inu,“ segir Fanndís. „Við erum sem sagt að vinna að því að gera netið að betri og öruggari stað fyrir jafnaldra okkar og gerum okkar besta í því.“ Fanndís fór sem fulltrúi Íslands á ráðstefnu aðildarlanda SAFT í Lúxemborg og vann þar í hóp sem fjallaði um einelti á internetinu. „Við vorum bara að tala um hverjir væru líklegir til að lenda í einelti og hvað ætti að gera ef eldri kallar væru að tala við unga krakka á netinu og reyna að fá þá til að hitta sig. Svo voru alls konar fyrir- lestrar og umræður, mjög fróðlegt og skemmtilegt.“ En er einelti á netinu algengt á Íslandi? „Já, ég mundi segja það. Sérstaklega á meðal unglinga á mínum aldri. Einelti á netinu er auðveldara fyrir gerandann því hann getur verið nafnlaus og sá sem fyrir eineltinu verður getur ekki svarað fyrir sig. En neteinelti er alveg jafn slæmt og annað ein- elti og hefur alveg jafnmikil áhrif á þann sem verður fyrir því.“ Hefur þú sjálf lent í einelti? „Nei, ekki einelti. Bara svona stríðni og sá sem sendi það gerði sér ekki grein fyrir að ég tæki það nærri mér.“ Hvað geta krakkar gert ef þeir verða fyrir einelti? „Þeir verða að segja einhverjum frá því strax og fá hjálp. Það er oftast hægt að rekja IP-tölur tölvanna sem sent er úr og þá er hægt að stoppa ein- eltið. Svo verða krakkar auðvitað að passa sig, vera til dæmis ekki að adda fullt af fólki á Facebook sem þeir þekkja ekki neitt. En aðalatriðið er að segja foreldrum eða kennurum frá því um leið og eitthvað svona byrjar, ekki byrgja það inni og láta sér líða illa,“ segir Fanndís Birna. - fsb MIKILVÆGAST að segja strax frá einelti á netinu Fanndís Birna Logadóttir er fimmtán ára og á sæti í Unglingaráði SAFT. Hún vill aukið öryggi fyrir krakka á netinu og hvetur þá til að fara varlega á Facebook. Hvað er ungmennaráð SAFT? SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun, og er styrkt af ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd. Ungmennaráðið samanstendur af krökkum á aldrinum 11- 18 ára sem koma alls staðar að af landinu. Ráðið aðstoðar SAFT við að hanna síðuna www.saft.is. Vilja að netið verði öruggari staður fyrir krakka Fanndís Birna ásamt félögum sínum í Unglinga- ráði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Stafrænn Maxímús Músíkús Hugbúnaðarhúsið Fancy Pants Global hefur gefið út tölvuleikinn Maximus Musicus fyrir iPhone, iPad og iPod Touch. Leikurinn er byggður á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins Más Baldurssonar um forvitnu og tónelsku músina Maxímús Músíkús þar sem hann fræðist um heim tónlistarinnar og hljóðfæranna. Leikurinn samanstendur af sjö smáleikjum sem koma inn á mismunandi þætti tónlistar og er unninn í nánu samstarfi við höfunda og aðstandendur músarinnar, Maximus Musicus ehf. Aðalhluti Maxaleiksins er sýndarútgáfa af vinsælum hljóð- færum. Börnin geta leikið á hörpu, slagverk, sýlófón eða píanó, annað hvort eftir eigin höfði eða með aðstoð einfalds minnisleiks sem reynir jafnt á sjónrænt sem tónrænt minni þeirra. Einnig er hægt að leysa myndapúsl og giska á hvaða hljóðfæri er í leynikassanum. BÖRN OG TÓNLIST Söngtextar, sögur, leikir, hugmyndaþættir og skemmtileg myndbrot eru á meðal þess sem er að finna á vefsíðunni bornogtonlist.net. Síðan er í umsjá Birte Harksen, er öllum opin og er notendum velkomið að bæta við efni. Læra umferðar- reglurnar Börn í þéttbýli þurfa að læra umferðarreglurnar eins fljótt og auðið er enda umkringd bílum og öðrum hraðskreiðum farartækjum á hverjum degi. Á vef Umferðar- stofu er hægt að læra reglurnar með hjálp skemmtilegra leikja. Þar eru umferðarmerkin tekin rækilega fyrir og snýst nýjasti leikurinn um að flokka þau í viðvörunar- merki, bannmerki, boðmerki, upplýsinga- merki og þjónustumerki. Þá er á vefnum sam- stæðuleikur og umferðar- leikur um innipúka sem tekst á við ýmsar hættur í umferðinni. Hann lærir til dæmis að hlaupa ekki eftir bolta út á götu og að vara sig á bílum sem eru að bakka út úr stæði. býður til upplestrar í IÐU sunnudagskvöldið 5. des. kl 20.00 Te í boði fyrir alla sem á hlýða, en sögurnar segja: Sigurbjörg Þrastardóttir: Brúður. Börkur Gunnarsson: Úr 39, skáldsögu í smíðum. Eiríkur Guðmundsson: Sýrópsmáninn. Hlé Þröstur Helgason: Birgir Andrésson. Í íslenskum litum. Guðmundur Óskarsson: Úr skáldsögu í smíðum. Bergsveinn Birgirsson: Svar við bréfi Helgu sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Kynnir: Bjarni Bjarnason Tesögufélagið Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.