Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 58
58 4. desember 2010 LAUGARDAGUR
SILFUR - EKKERT VE
„Í fyrsta lagi hefur maður séð allt of m
öðru lagi hætti það að vera sniðugt o
ert vesen, kannski að það sé tilvitnun
„Brjálæðislega næntís plötukápa, en
teiknara væri búið að innkalla merki
ÚTIDÚR - THIS MESS
„Óþarflega óspennandi umslag utan
miklu líflegra umslags, þetta lítur út
„Þetta er eins og bráðabirgðaredding
saman í tölvunni algjörlega án þess
ings tónlist plötunnar.“
„Titill gripsins ber nafn með rentu og
innar sem minnir helst á framhlið gæ
er í algjöru ósamræmi við annars hre
BLAZ ROCA - VELKOMIN TIL KÓPACABANA
Skiptar skoðanir eru meðal
álitsgjafa Fréttablaðsins um
ágæti umslags sólóplötu
Erps Blaz Roca Eyvindarson-
ar, en jafn mörgum fannst
það flott og þeim sem
fannst það ljótt.
„Gert á 5 mínútum í mesta
lagi.“ - Tryggvi Hilmarsson
„Í fyrstu hugsaði ég: nei hvur
andskotinn, er Blaz með allt
niðrum sig? En svo kannaði
ég málið betur og komst að
þeirri niðurstöðu að þetta
er einstaklega vel heppnað
umslag. Þarna er allt uppi á borðinu. Það er svaka Kópavogs stigagangs
fnykur af þessu öllu. Ótrúlega vel afgreitt og sérstaklega smekklegt á bak-
hliðinni þar sem lagatitlunum er raðað inn í dyrabjölluhnappa. Fólk fattar
þetta umslag betur þegar það skoðar allan pakkann.“
- Andri Freyr Viðarsson
Bestu og verstu plötuumslögin
Hver eru bestu og verstu íslensku plötuumslögin í ár? Að áragamalli venju bað Fréttablaðið valinkunnið andans fólk um að kíkja
á úrvalið og fella sinn dóm. Fjölmörg umslög voru nefnd til sögunnar og sum hver í báðum flokkum, en niðurstaðan liggur fyrir.
HJALTALÍN OG SIN-
FÓNÍUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS – ALPANON
„New York skvísan og ofurhönnuð-
urinn Regina María Rourke heldur
áfram á þeirri braut sem hún lagði
upp með á Terminal með Hjaltalín.
Skemmtilegur leikur með tvær ein-
faldar ljósmyndir og form og sker
sig vel úr frá plötuflórunni.“
-Jóhannes Kjartansson
„Kallast fallega á við síðustu kápu
Hjaltalín, mysterísk og grípandi.“
-Sveinbjörn Pálsson
STEINN KÁRASON – STEINN ÚR DJÚPINU
Versta umslagið
„Jólaplötur eru vandaverk þegar
kemur að umslögum, og ekkert er
jafn vandmeðfarið og falsað retró.
En þetta umslag ýtir á alla réttu
„Anno-1955-takkana“ og umslagið
er svo vel heppnað að sem best
gæti maður trúað að um raunveru-
lega gamla grafík væri að ræða.
Einstaklega fallegt jólaumslag.“
- Jón Agnar Ólason
„Nákvæm og stílhrein myndbirting
innihaldsins.“
- Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
„50‘s stílísering sem gengur upp í
hvívetna. Góður fílingur í þessu.“
- Sveinbjörn Pálsson
Nýja platan frá Apparat Organ
Quartet, sú fyrsta í heil átta ár,
þykir skarta besta umslagi ársins
og vinnur meira að segja með
fáheyrðum yfirburðum í þeirri
keppni. Hönnuðurinn Sigurður
Eggertsson ber ábyrgð á herleg-
heitunum sem hreinn meirihluti
álitsgjafa Fréttablaðsins var
svona ánægður með.
„Þegar þú lætur bíða eftir þér í
átta ár, þá er eins gott að þú komir
vel klæddur í partýið. Apparat veit
þetta og fékk einn fremsta mynd-
skreyti Íslands, Sigga Eggertsson,
til að sérsníða á sig sparifötin. Og
það svínvirkar.“
- Björgvin Friðgeirsson
„Stórhönnuðurinn Sigurður Egg-
ertsson skreytti umslag plötunnar
ásamt því að hanna sautján litrík
skjaldarmerki að auki. Útkoman er
veglegar og flottar umbúðir.“
- Hildur Maral Hamíðsdóttir
„Alger popppungur. Heitasti
skíturinn.“
- Addi Knútsson
„Litríkt og skemmtilegt.“
- Freyr Bjarnason
Besta umslagið
„Siggi Eggertsson neglir hér algerlega hvernig einstakt en fallegt plötu-
umslag á að líta út. Ég hef alltaf verið hrifinn af litríkum og persónulegum
stíl hans og hann svíkur ekki hér frekar en fyrri daginn.“
- Arnór Bogason
APPARAT ORGAN QUARTET – PÓLÝFÓNÍA
ANNAÐ SÆTI
SIGURÐUR GUÐ-
MUNDSSON OG
MEMFISMAFÍAN – NÚ
STENDUR MIKIÐ TIL
ÞRIÐJA SÆTI
UMDEILDASTA UMSLAGIÐ
Umslag fyrstu plötu Steins Kárasonar vekur tak-
markaða lukku hjá álitsgjöfum Fréttablaðsins, sem
telja það hið versta í ár.
„Uhhhh…Hann var nýbúinn að týna vinstri skónum
sínum þegar hann fann þetta sverð. Nei, hann fann
steininn í djúpinu og þurfti bara að fara úr öðrum
skónum til þess að ná honum. Eða bíddu, hann heitir
Steinn og var að koma upp úr djúpinu og er búinn að
klæða sig í allt nema vinstri skóinn.“
- Eva Hrönn Guðnadóttir
„„Á ég að vera í skónum með gítarinn, eða berfættur
með sverð? Get ekki ákveðið mig svo ég geri bara
bæði. Allt í lagi?“ Nei, því fer víðsfjarri.”
- Jón Agnar Ólason
„Var hann að koma úr djúpinu með gítar og sverð? Er
þetta kannski Excalibur?“
- Arnór Bogason
„Hvað er þetta sverð að gera þarna?“
- Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
ANNAÐ SÆTI
ÞRIÐJA SÆTI