Fréttablaðið - 01.04.2011, Síða 61

Fréttablaðið - 01.04.2011, Síða 61
FÖSTUDAGUR 1. apríl 2011 45 „Ég fékk mjög mikið út úr þessari ferð og tek mikinn lærdóm með mér aftur heim,“ segir Frosti Jón „Gringo“ Run- ólfsson kvikmyndagerðamaður en hann er nýkominn til landsins eftir átta daga dvöl í alþjóðlegum vinnubúðum kvik- myndagerðarmanna í Búdapest, sem nefnast Moving Districts. Frosta var boðið út ásamt fjórum Íslendingum, þeim Ágústu Jóhann- esdóttur, Antoni Mána Svanssyni og Gunnari Auðuni Jóhannssyni, en Frosti er nemandi í Kvikmyndaskólanum og hefur heimildarmyndirnar Mínus og Meinvill í myrkrinu á ferilskrá sinni. Moving Districts er á vegum lista- manna i Búdapest sem vilja láta reyna á alþjóðlega samvinnu í kvikmynda- gerð en þetta er í annað skipti sem vinnubúðirnar voru haldnar. Öllum þátttakendunum var skipt í hópa og gert að setja saman eina stuttmynd. „Okkar stuttmynd var um sannsöguleg- an harmleik sem átti sér stað í bænum og því áhugavert að vinna rannsóknar- vinnuna á bak við myndina sjálfa. Ég kynntist fullt af góðu fólki og mynd- aði sambönd sem eiga eflaust eftir að nýtast í framtíðinni. Stuttmyndin sem kom út úr þessu verkefni var ekki endilega tilgangur ferðarinnar heldur lærði ég svo margt annað nytsamlegt í sambandi við kvikmyndagerð.“ Skilyrði til að komast inn á Moving Districts var að koma með stuttmynd um íslenskan listamann, en Frosti hefur undanfarið verið að vinna að heimildarmynd um íslensku listakon- una Gabríelu Friðriksdóttur og fannst því tilvalið að sýna myndina. „Ég fékk mjög góðar viðtökur við henni og stefni nú á að sýna hana ásamt nýjustu afurð minni, myndinni Hudas Hudas, á Skjaldborg í sumar.“ - áp Fór í alþjóðlegar vinnubúðir til Búdapest NAUT SÍN Í BÚDAPEST Frosta „Gringo“ Runólfssyni var boðið í samvinnuverkefni kvikmyndagerðarmanna í Búdapest ásamt fjórum öðrum Íslendingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nú styttist óðum í hið konunglega brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Tímaritið People hefur þó heimildir fyrir því að hinn tilvonandi brúðgumi neiti að bera hring á fingri. „Það verður aðeins smíðaður einn hringur að ósk brúðhjónanna tilvonandi. Fröken Middleton fær sérsmíðaðan hring úr velsku gulli en prinsinn verður hring- laus,“ sagði talsmaður konungs- hallarinnar. Tímaritið greinir þó ekki frá því hver ástæða hring- leysisins er. Hringlaus Bretaprins HRINGLAUS Vilhjálmur Bretaprins vill ekki ganga með giftingarhring. NORDICPHOTOS/GETTY HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 1. apríl 2011 ➜ Tónleikar 18.00 Sigríður Lárusdóttir heldur tón- leika í Hásölum í kvöld kl. 18. Tónleik- arnir eru liður í framhaldsprófi Sigríðar í einsöng frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. 21.00 Tónlistarmaðurinn Mugison spilar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum kl. 21 í kvöld. Húsið opnar kl. 19. Takmark- aður sætafjöldi. Ekkert aldurstakmark en miðaverð er 1500 kr. 22.00 Hljómsveitin Lame Dudes fagnar fimm ára afmæli sínu með tón- leikum á Bar 46 í kvöld kl. 22. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. 23.00 Í kvöld hefst ný tónleikaröð á Faktorý í boði Monitor og Tuborg. Í kvöld koma fram hljómsveitirnar Agent Fresco, Reason to Believe og The Vintage Caravan. Húsið opnar kl. 22 og hefjast tónleikarnir kl. 23. Frítt inn. 23.00 Hljómsveitin Stóns heldur tónleika á Sódómu í kvöld kl. 23. Leikin verða lög sem spanna 40 ára feril hinnar merku hljómsveitar, The Rolling Stones. Miðaverð er 1500 kr. ➜ Hátíðir 20.30 Vinjettuhátíð á Suðureyri fer fram í Talisman kl. 20.30 í kvöld. Um tónlist annast Auður Birna Guðnadóttir söngkona við gítarundirleik. Ármann Reynisson les ásamt fleirum. ➜ Myndlist 14.00 Óli Róbert Hediddeche opnar málverkasýninguna Fjörutíu og fjögur- þúsund fjögurhundruð fjörutíu og fjórar og sleppum aurunum í gallerí Auga fyrir Auga í dag kl. 14. Sýningin verður opin allar helgar í apríl á milli kl. 14 og kl. 18. 16.00 Sýning myndlistarkonunnar Auðar Vésteinsdóttur, VIÐMIÐ, opnar í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16. Á sýningunni eru ný collage-verk. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is OPNUNART ÍMI MÁN-FÖS 1 0-18 LAU 11-17 S. 572 3400 Firði, Hafnarfirði • Sími 572 3400 Í dag föstudag og á morgun fylgja sólgleraugu og stuttermabolur frítt með öllum keyptum gallabuxum. VERSLUNIN OPNAR 1. APRÍL KL. 10.00

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.