Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.08.2011, Blaðsíða 62
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 18. - 24. ágúst 2011 LAGALISTINN Vikuna 18. - 24. ágúst 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters And Men .................................. Little Talks 2 Coldplay .........................Every Teardrop Is A Waterfall 3 Adele ................................................ Set Fire To The Rain 4 Páll Óskar ..................................................... La Dolce Vita 5 Bubbi Morthens............................................Háskaleikur 6 Mugison ...........................................................Stingum af 7 Jón Jónsson .................................................Wanna Get It 8 Foster The People ............................ Pumped Up Kicks 9 Pétur Ben & Eberg ..................................Over And Over 10 Steindi JR / Bent / Matti Matt .........Gull af mönnum Sæti Flytjandi Plata 1 Helgi Björns & reiðmenn... .......Ég vil fara uppí sveit 2 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 3 Steindinn okkar.......................... Án djóks ... samt djók 4 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig 5 Björgvin & Hjartagosarnir ...........................Leiðin heim 6 Jón Jónsson .................................................Wait For Fate 7 Björk .....................................................................Gling gló 8 Rökkurró ..................................................... Í annan heim 9 Valdimar ............................................................Undraland 10 Snorri Helgason ............................................. Winter Sun Nú er runninn upp sá tími ársins þegar dagskrá Iceland Airwaves- hátíðarinnar er farin að skýrast og kominn tími til að kíkja á hvaða listamenn koma fram í þetta skiptið. Airwaves 2011 fer fram dagana 12.-16. október. Þetta er þrettánda hátíðin og önnur undir stjórn Gríms Atlasonar. Þegar maður kíkir á dagskrána sér maður strax að það eru margar nýjungar í ár. Í fyrsta lagi hefur nýr tónleikastaður bæst við, Harpa. Það verður gaman að sjá hvernig hún kemur út á Airwaves. Í öðru lagi eru a.m.k. tvö stór alþjóðleg nöfn sem eru löngu búin að festa sig í sessi á hátíðinni í ár. Annars vegar Björk sem spilar í fyrsta sinn á Airwaves og hins vegar Yoko Ono Plastic Ono Band. Í þriðja lagi spilar Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn á Airwaves 2011, en 13. október mun hljómsveit- in leika verk eftir Valgeir Sigurðsson, Daníel Bjarnason og Steve Reich. Þegar maður skoðar dagskrána þá sér maður samt að þrátt fyrir þessar nýjungar þá verður hátíðin í ár, eins og undanfarin ár, fyrst og fremst hátíð grasrótarinnar. Flestar heitustu hljómsveitir Íslands munu spila á Airwaves 2011 og mikill fjöldi efnilegra erlendra lista- manna. Ég þekki ekki öll þessi nöfn enn þá, en af þeim sem ég er búinn að kynna mér hlakka ég mikið til að sjá Baltimore-dúóið Beach House, Svíana í Dungen, kanadísku strákana í Karkwa og samlanda þeirra Owen Pallett, eistnesku spunasveitina Kreatiivmootor, japanska raf- poppbandið MI-GU, Bristol-sveitina Zun Zun Egui og Berlínarbandið Ter Haar. Sérstaklega er ég samt spenntur fyrir tUnE-yArDs. Hún er algjört möst. John Grant, sem átti plötu ársins í fyrra að mati margra, kemur líka á Airwaves 2011, eins og nýstirnin í The Vaccines (með Íslendinginn Árna Árnason á bassa), gæðasveitin The Twilight Sad og finnsku snill- ingarnir í 22 Pistepirkko. Þeir síðastnefndu voru frábærir á Tveim- ur vinum 1991. Það lítur ekki út fyrir að Airwaves ætli að klikka í ár frekar en undanfarin ár! Margar nýjungar á Airwaves DRAUMAPOPP Hljómsveitin Beach House spilar á Iceland Airwaves 2011. > Í SPILARANUM Ham - Svik, harmur og dauði Ofvitarnir - Stephen Hawking - Steven Tyler Vax - Greatest Hits CSS - La Liberacion ADHD - ADHD 2 HAM ADHD Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Kling- hoffer hefur tekið við gítar- leiknum af hinum óútreikn- anlega John Frusciante. Fyrsta plata Red Hot Chili Peppers í fimm ár, I‘m With You, kemur út á mánudaginn. Eftir tveggja ára hlé þar sem Flea stundaði tónlistarnám í Kali- forníu og Kiedis einbeitti sér að nýfæddum syni sínum, hófust upp- tökur í september í fyrra með Rick Rubin við stjórnvölinn. I´m With You er fyrsta plata Kaliforníu-fönkaranna í fimmtán ár án gítarleikarans óútreiknan- lega Johns Frusciante, sem ákvað að segja skilið við bandið í annað sinn. Margir óttast að það sama gerist nú og gerðist síðast þegar Frusciante hætti. Þá gaf út sveit- in út hina misheppnuðu One Hot Minute með Dave Navarro á gít- arnum en miðað við smáskífulag- ið The Adventures of Rain Dance og fleiri lög þurfa aðdáendur Chili Peppers ekkert að óttast. Tónlist- in hefur lítið breyst og þrátt fyrir að Frusciante hafi átt stóran þátt í vinsældum sveitarinnar virðist hinn ungi Josh Klinghoffer hafa það sem til þarf. I´m With You er tíunda hljóð- versplata Red Hot Chili Peppers. Hljómsveitin var stofnuð 1983 af Anthony Kiedis, gítarleikaranum Hillel Slovak (sem lést úr ofneyslu heróíns 1988), Flea og trommar- anum Jack Irons. Fyrsta platan, samnefnd sveitinni, kom út 1984. Þrátt fyrir að hún hafi ekki selst vel fékk hún ágæta spilun í banda- ríska háskólaútvarpinu. Næsta plata, Freaky Styley, gerði lítið til að auka vinsældir strákanna en sú næsta, The Uplift Mofo Party Plan, varð sú fyrsta til að ná inn á vinsældalista. Fjórða platan Mot- hers Milk, með nýliðann Frusci- ante um borð, vakti enn meiri athygli á sveitinni, enda var lögð meiri áhersla á melódíur en takt- fast fönkið. Eftir útgáfu Blood Sugar Sex Magik 1991 fóru hjól piparsveinanna að snúast fyrir alvöru og Kiedes og félagar öðl- uðust heimsfrægð með lögunum Under the Bridge og Give It Away. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tuttugu árum sem eru liðin síðan þá. Chili Peppers hefur selt yfir sextíu milljónir platna, unnið sex Grammy-verðlaun og ekki sér fyrir endann á vinsældunum þrátt fyrir brotthvarf Frusciante. En hvernig hljómar svo nýja platan? Aðdáendur sveitarinnar, sem hafa getað hlustað á plötuna á heimasíðu sveitarinnar síðustu daga, virðast nokkuð sáttir. Ráða má af viðbrögðum þeirra að I´m With You sé stútfull af flottum lögum þó platan sé alls ekki galla- laus. Stóru tónlistarblöðin Uncut og Q virðast sama sinnis. Hvort um sig gefur plötunni þrjár stjörn- ur af fimm mögulegum. freyr@frettabladid.is Kokhraustir án Frusciante Á TÓNLEIKUM Red Hot Chili Peppers á tónleikum í Hollywood síðastliðinn mánudag. Tíunda hljóðversplata sveitarinnar er á leiðinni. NORDICPHOTOS/GETTY > PLATA VIKUNNAR Pétur Ben & Eberg - Numbers Game ★★★★ „Samstarf tveggja af fremstu popp- urum landsins veldur ekki von- brigðum.“ - TJ Akureyringar eiga gott kvöld í vændum á laugardaginn þegar forsvarsmenn Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar blása til tónleika í bænum. Tónleikarnir verða á Græna hattinum og það verða Of Monsters And Men, skag- firska sveitin Contalgen Funeral og Ljós- vaki sem troða upp. Húsið opnar klukkan 21 og það er ókeypis inn. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Ice- land Airwaves segir að tónlistarmenn og tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæð- inu horfi með öfundaraugum til Græna hattsins sem sé einn albesti tónleikastað- ur landsins. Staðurinn yrði eflaust nýttur á hátíðinni ef hann væri 300 kílómetrum nær miðbæ Reykjavíkur en raun ber vitni. Airwaves á Akureyri OF MONSTERS AND MEN Sigursveit Músíktilrauna árið 2010 er ein þeirra sveita sem troða upp á Græna hattinum á Airwaves-tónleikum á laugar- daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jóa í Veghúsum Svandís Dóra Einarsdóttir hefur verið viðloðandi leiklist frá því hún man eftir sér og leikið fjölda mismunandi hlutverka. Í vetur leikur hún Jóu í Veghúsum í verkinu Heimsljós. Josh Klinghoffer var fimm ára þegar fyrsta plata Red Hot Chili Peppers kom út. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.