Fréttablaðið - 25.08.2011, Síða 62

Fréttablaðið - 25.08.2011, Síða 62
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 18. - 24. ágúst 2011 LAGALISTINN Vikuna 18. - 24. ágúst 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters And Men .................................. Little Talks 2 Coldplay .........................Every Teardrop Is A Waterfall 3 Adele ................................................ Set Fire To The Rain 4 Páll Óskar ..................................................... La Dolce Vita 5 Bubbi Morthens............................................Háskaleikur 6 Mugison ...........................................................Stingum af 7 Jón Jónsson .................................................Wanna Get It 8 Foster The People ............................ Pumped Up Kicks 9 Pétur Ben & Eberg ..................................Over And Over 10 Steindi JR / Bent / Matti Matt .........Gull af mönnum Sæti Flytjandi Plata 1 Helgi Björns & reiðmenn... .......Ég vil fara uppí sveit 2 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 3 Steindinn okkar.......................... Án djóks ... samt djók 4 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig 5 Björgvin & Hjartagosarnir ...........................Leiðin heim 6 Jón Jónsson .................................................Wait For Fate 7 Björk .....................................................................Gling gló 8 Rökkurró ..................................................... Í annan heim 9 Valdimar ............................................................Undraland 10 Snorri Helgason ............................................. Winter Sun Nú er runninn upp sá tími ársins þegar dagskrá Iceland Airwaves- hátíðarinnar er farin að skýrast og kominn tími til að kíkja á hvaða listamenn koma fram í þetta skiptið. Airwaves 2011 fer fram dagana 12.-16. október. Þetta er þrettánda hátíðin og önnur undir stjórn Gríms Atlasonar. Þegar maður kíkir á dagskrána sér maður strax að það eru margar nýjungar í ár. Í fyrsta lagi hefur nýr tónleikastaður bæst við, Harpa. Það verður gaman að sjá hvernig hún kemur út á Airwaves. Í öðru lagi eru a.m.k. tvö stór alþjóðleg nöfn sem eru löngu búin að festa sig í sessi á hátíðinni í ár. Annars vegar Björk sem spilar í fyrsta sinn á Airwaves og hins vegar Yoko Ono Plastic Ono Band. Í þriðja lagi spilar Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn á Airwaves 2011, en 13. október mun hljómsveit- in leika verk eftir Valgeir Sigurðsson, Daníel Bjarnason og Steve Reich. Þegar maður skoðar dagskrána þá sér maður samt að þrátt fyrir þessar nýjungar þá verður hátíðin í ár, eins og undanfarin ár, fyrst og fremst hátíð grasrótarinnar. Flestar heitustu hljómsveitir Íslands munu spila á Airwaves 2011 og mikill fjöldi efnilegra erlendra lista- manna. Ég þekki ekki öll þessi nöfn enn þá, en af þeim sem ég er búinn að kynna mér hlakka ég mikið til að sjá Baltimore-dúóið Beach House, Svíana í Dungen, kanadísku strákana í Karkwa og samlanda þeirra Owen Pallett, eistnesku spunasveitina Kreatiivmootor, japanska raf- poppbandið MI-GU, Bristol-sveitina Zun Zun Egui og Berlínarbandið Ter Haar. Sérstaklega er ég samt spenntur fyrir tUnE-yArDs. Hún er algjört möst. John Grant, sem átti plötu ársins í fyrra að mati margra, kemur líka á Airwaves 2011, eins og nýstirnin í The Vaccines (með Íslendinginn Árna Árnason á bassa), gæðasveitin The Twilight Sad og finnsku snill- ingarnir í 22 Pistepirkko. Þeir síðastnefndu voru frábærir á Tveim- ur vinum 1991. Það lítur ekki út fyrir að Airwaves ætli að klikka í ár frekar en undanfarin ár! Margar nýjungar á Airwaves DRAUMAPOPP Hljómsveitin Beach House spilar á Iceland Airwaves 2011. > Í SPILARANUM Ham - Svik, harmur og dauði Ofvitarnir - Stephen Hawking - Steven Tyler Vax - Greatest Hits CSS - La Liberacion ADHD - ADHD 2 HAM ADHD Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Kling- hoffer hefur tekið við gítar- leiknum af hinum óútreikn- anlega John Frusciante. Fyrsta plata Red Hot Chili Peppers í fimm ár, I‘m With You, kemur út á mánudaginn. Eftir tveggja ára hlé þar sem Flea stundaði tónlistarnám í Kali- forníu og Kiedis einbeitti sér að nýfæddum syni sínum, hófust upp- tökur í september í fyrra með Rick Rubin við stjórnvölinn. I´m With You er fyrsta plata Kaliforníu-fönkaranna í fimmtán ár án gítarleikarans óútreiknan- lega Johns Frusciante, sem ákvað að segja skilið við bandið í annað sinn. Margir óttast að það sama gerist nú og gerðist síðast þegar Frusciante hætti. Þá gaf út sveit- in út hina misheppnuðu One Hot Minute með Dave Navarro á gít- arnum en miðað við smáskífulag- ið The Adventures of Rain Dance og fleiri lög þurfa aðdáendur Chili Peppers ekkert að óttast. Tónlist- in hefur lítið breyst og þrátt fyrir að Frusciante hafi átt stóran þátt í vinsældum sveitarinnar virðist hinn ungi Josh Klinghoffer hafa það sem til þarf. I´m With You er tíunda hljóð- versplata Red Hot Chili Peppers. Hljómsveitin var stofnuð 1983 af Anthony Kiedis, gítarleikaranum Hillel Slovak (sem lést úr ofneyslu heróíns 1988), Flea og trommar- anum Jack Irons. Fyrsta platan, samnefnd sveitinni, kom út 1984. Þrátt fyrir að hún hafi ekki selst vel fékk hún ágæta spilun í banda- ríska háskólaútvarpinu. Næsta plata, Freaky Styley, gerði lítið til að auka vinsældir strákanna en sú næsta, The Uplift Mofo Party Plan, varð sú fyrsta til að ná inn á vinsældalista. Fjórða platan Mot- hers Milk, með nýliðann Frusci- ante um borð, vakti enn meiri athygli á sveitinni, enda var lögð meiri áhersla á melódíur en takt- fast fönkið. Eftir útgáfu Blood Sugar Sex Magik 1991 fóru hjól piparsveinanna að snúast fyrir alvöru og Kiedes og félagar öðl- uðust heimsfrægð með lögunum Under the Bridge og Give It Away. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tuttugu árum sem eru liðin síðan þá. Chili Peppers hefur selt yfir sextíu milljónir platna, unnið sex Grammy-verðlaun og ekki sér fyrir endann á vinsældunum þrátt fyrir brotthvarf Frusciante. En hvernig hljómar svo nýja platan? Aðdáendur sveitarinnar, sem hafa getað hlustað á plötuna á heimasíðu sveitarinnar síðustu daga, virðast nokkuð sáttir. Ráða má af viðbrögðum þeirra að I´m With You sé stútfull af flottum lögum þó platan sé alls ekki galla- laus. Stóru tónlistarblöðin Uncut og Q virðast sama sinnis. Hvort um sig gefur plötunni þrjár stjörn- ur af fimm mögulegum. freyr@frettabladid.is Kokhraustir án Frusciante Á TÓNLEIKUM Red Hot Chili Peppers á tónleikum í Hollywood síðastliðinn mánudag. Tíunda hljóðversplata sveitarinnar er á leiðinni. NORDICPHOTOS/GETTY > PLATA VIKUNNAR Pétur Ben & Eberg - Numbers Game ★★★★ „Samstarf tveggja af fremstu popp- urum landsins veldur ekki von- brigðum.“ - TJ Akureyringar eiga gott kvöld í vændum á laugardaginn þegar forsvarsmenn Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar blása til tónleika í bænum. Tónleikarnir verða á Græna hattinum og það verða Of Monsters And Men, skag- firska sveitin Contalgen Funeral og Ljós- vaki sem troða upp. Húsið opnar klukkan 21 og það er ókeypis inn. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Ice- land Airwaves segir að tónlistarmenn og tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæð- inu horfi með öfundaraugum til Græna hattsins sem sé einn albesti tónleikastað- ur landsins. Staðurinn yrði eflaust nýttur á hátíðinni ef hann væri 300 kílómetrum nær miðbæ Reykjavíkur en raun ber vitni. Airwaves á Akureyri OF MONSTERS AND MEN Sigursveit Músíktilrauna árið 2010 er ein þeirra sveita sem troða upp á Græna hattinum á Airwaves-tónleikum á laugar- daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jóa í Veghúsum Svandís Dóra Einarsdóttir hefur verið viðloðandi leiklist frá því hún man eftir sér og leikið fjölda mismunandi hlutverka. Í vetur leikur hún Jóu í Veghúsum í verkinu Heimsljós. Josh Klinghoffer var fimm ára þegar fyrsta plata Red Hot Chili Peppers kom út. 5

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.