Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 19

Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 19
FORSÍÐUGREIN FJÖLIVllÐLflR LENTIR í REGNTÍIVIflBILI að sáust vissulega blikur á lofti í upphafi árs en rigningar- demban er brostin á; stóru, daglegu íjölmiðlarnir eru lentir í regntímabili - og ekki er útlit fyrir að það sfytti upp i vetur. Ástæðan er einföld. Margt bendir til að samdráttur í auglýsingasölu verði í kringum 10 til 15% á árinu og jafngildir það um 600 til 800 milljóna samdrætti í tekjum, en Frjáls versl- un metur það svo að stærð auglýsingakökunnar hafi verið um 5,6 milljarðar króna á síðasta ári. Það er ekki einungis að stjórnendur fyrirtækja séu að eyða minna í auglýsingar heldur hefur auglýsingaverð á markaðnum „brenglast" með komu Fréttablaðsins og SkjásEins sem bæði lifa eingöngu á auglýs- ingatekjum. Báðir ijölmiðlarnir eru álitnir bjóða talsvert lægra auglýsingaverð en dugi til að standa undir rekstri þeirra, auk þess sem erfitt verði fyrir þá að hækka verðið síðar. Samdrátt- ur í sölu auglýsinga kemur beint ofan í verulegar kostnaðar- hækkanir hjá flestum fjölmiðlanna og ekki verður annað séð en að þeir verði allir reknir með tapi á þessu ári - nema mikill ijör- kippur hlaupi í auglýsingasölu síðustu fjóra mánuðina sem æv- inlega er besti tíminn í auglýsingasölu. Vandinn er bara sá að menn eiga ekki von á að svo verði. Ur heimi auglýsingastofa er rætt um að algjör þáttaskil hafi orðið ffá því í fyrra vegna minnkandi vinnu og flestar stofurnar hafa brugðist við með að draga úr kostnaði og fækka starfsmönnum. Spámenn og spáhúlur Ýmsir spá því að verulegar breyting- ar verði á markaði ijölmiðla næstu tvö árin og að landslagið eigi eftir að gjörbreytast því mikil geijun sé á þessum markaði. Augu manna beinast, eins og svo oft áður, að sjónvarpsstöðv- unum. Ýmsir segjast sjá fyrir sér að einkareknu stöðvarnar tvær eigi eftir að sameinast, jafnvel með þeim hætti að nýr ijár- festir komi inn sem þungavigtareigandi í hinni sameinuðu stöð. Það gæti þá ekki gerst nema að Jón Olafsson, aðaleigandi Norðurljósa, minnkaði sinn hlut eða drægi sig út að mestu. Tæplega er hann á þeim buxunum. Sumir telja sér trú um að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, verði þessi nýi fjárfestir á ljósvakamarkaðnum. Það verður að teljast fremur ólíkleg kenning þar sem Árvakur stendur frammi fyrir þeirri ákvörð- un að þurfa að endurnýja prentvél sína og byggja yfir hana prentsmiðju, ijárfesting sem áætla má að nemi a.m.k. 1,5 millj- örðum króna. Ætla verður að Árvakur Jjárfesti fremur í nýrri prentvél og einbeiti sér áfram að útgáfu Morgunblaðsins í stað þess að dreifa kröftunum og fara inn á sjónvarpsmarkaðinn líka. Þá sjá sumir fyrir sér að RÚV verði einkavætt, selt, innan tveggja til þriggja ára, eða að stofnunin verði þá að minnsta kosti komin inn á fjárlög, eins og rætt hefur verið um að und- anförnu. Vegna ónógra auglýsingatekna telja menn að útgáfa Fréttablaðsins gangi ekki upp til lengdar og að aðaleigandi þess, Frjáls ijölmiðlun, reyni að spyrða blaðið við DV með ein- hveijum hætti. Fijáls fjölmiðlun á 60% í Utgáfufélaginu DV. En lítum betur á helstu, daglegu ijölmiðlana. Miklar Skuldir Norðurljósa Um 18% samdráttur er í sölu sjón- varpsauglýsinga hjá Norðurljósum frá áramótum, en tekjur af útvarpsauglýsingum eru sagðar á svipuðu róli. Um 40 af yfir 400 starfsmönnum hafa hætt hjá Norðurljósum á árinu, þar af hafa 20 sagt upp sjálfir. Fækkað hefur um 900 áskriftir að sjónvarps- stöðvum Norðurljósa. Fækkun áskrifta að Stöð 2 nemur um 2.900 frá áramótum en á móti kemur að áskriftum að Bíórásinni hefur fjölgað um ríflega 2.000 á sama tíma. Miklar skuldir Norð- urljósa, sem um mitt þetta ár voru komnar í um 9 milljarða, verða að teljast helsia vandamál félagsins. Norðurljós skiluðu 915 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir og ijármagnskoslnað á síðasta ári (EBIDTA). En 718 milljóna króna fjánnagnskostn- aður og 711 milljóna afskriftir urðu til þess að 514 milljóna króna tap varð af reglulegri starfsemi félagsins á síðasta ári. Þetta segir allt sem segja þarf. Ljósi punkturinn er auðvitað að félagið skilaði yfir 900 milljónum í framlegð (EBIDTA). Á þessu ári hefur staðan versnað vegna gengishruns krónunnar, en um 60% af langtímaskuldum Norðurljósa eru í erlendri mynt. Hagn- aður fyrir vexti og afskriftír (EBIDTA) hjá Norðurljósum dregst örugglega verulega saman á þessu ári, jafiivel er talað um helm- ing, þ.e. að hann fari niður í um 450 milljónir. En engu að síður, reksturinn er að skila af sér upp í afskriftír og fjárniagn. Það er hægt að túlka sem svo að sjálft viðskiptamódelið gangi upp; rekstur áskriftarsjónvarpsstöðva og sala skemmtiefnis, eins og tónlistar og kvikmynda. Varla er sá rekstur tíl sem getur tekið á sig 20 tíl 30% gengislækkun. Helsti styrkleiki Norðurljósa, sem rekur sjónvarpsstöðvarn- ar Stöð 2, Sýn, Bíórásina og Fjölvarpið, eru nær 90 þúsund áskriftir að öllum stöðvunum. Stöðvarnar hafa sömuleiðis yfir- burði í sýningu kvikmynda og íþrótta, nokkuð sem áskriftar- sjónvarp byggist á. Margir hafa velt því fyrir sér hvort eitthvert vit sé í því fyrir Stöð 2 að vera með fréttastofu sem sýnd sé í op- inni dagskrá, hvort hún íþyngi ekki stöðinni vegna taprekstrar. Ýmsar tröllasögur eru í gangi manna á meðal um verulegt tap af fréttadeildinni. Það er borið til baka og fullyrt að þótt frétta- deildin sé rekin með tapi um þessar mundir vegna minni aug- lýsingasölu þá sé það tímabundið. En ættu Norðurljós að leggja niður fréttastofuna og læsa allri dagskránni? Rökin með því eru að skorin yrði niður fúnksjón sem ber sig ekki. Vand- inn er bara sá að reikna dæmið út og fá það á hreint að frétta- stofan og opin dagskrá stöðvarinnar skili ekki sínu þegar allt er tínt til. Rótgróin fréttastofan er á margan hátt ímynd stöðvar- innar og heldur merkjum Stöðvar 2, Sýnar, Bylgjunni og Bíórásinni stöðugt í umræðunni, auk þess sem stöðvunum tekst að auglýsa allt annað efni sitt í opinni dagskrá og ná þannig tíl meginþorra fólks við áskriftarsöfnun. Enn fremur tekst Norðurljósum að auglýsa allt annað efni frá fyrirtækinu, (Skífuhlutann) eins og t.d. tónlistardiska og kvikmyndir, en fyrirtækið er umfangsmikið í innflutningi á kvikmyndum til landsins. í stuttu máli liggur Ijóst fyrir að á meðan Norðurljós skulda um 9 milljarða króna og tap er af reglulegri starfsemi upp á nær hálfan milljarð, eins og var á síðasta ári, þá er aug- ljóslega um nokkurt reiptog við banka að ræða - sem hljóta þó frekar að vera vinveittir fyrirtækinu en andstæðingar þess því þeir eiga of mikilla hagsmuna að gæta. Lífróður SkjásEms En hvernig líður þá hinu einkarekna sjón- varpsfélaginu, Islenska sjónvarpsfélaginu, sem rekur SkjáEinn, Nýja Bíó, Skjávarpið og Japis? Ekki þarf að fara mörgum orðum um að þar er fjárhagslcg erfið staða vegna um 800 milljóna króna skulda og að enn hefur ekki tekist að reka félagið með hagnaði, þótt um uppbyggingartíma hafi verið að ræða. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að endurfjár- magna félagið og hefur verið reynt að fá inn nýja hluthafa und- anfarna mánuði - en án árangurs. I raun breyttist hlutaijárút- boð félagsins í um 400 milljóna króna skuldabréfaútboð sem likur eru á að gangi upp þegar þetta er skrifað. Um 200 milljón- ir af því verða í formi láns með breytiréttí í hlutafé, samkvæmt þvi sem fram kemur í drögum að skuldabréfaútboðinu. Ekki 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.