Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 20

Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 20
FORSÍÐUGREIN FJÖLIVIIÐLflR LENTIR í REGNTÍIVIflBILI verður um viðbótarskuld að ræða heldur verður féð notað til að greiða niður aðrar skuldir félagsins. Vissulega er hægt að túlka það sem styrkleikamerki takist stjórnendum Islenska sjón- varpsfélagsins að landa 400 milljóna króna skuldabréfaútboði við þær aðstæður sem núna eru í fjölmiðlaheiminum. Drögin að skuldabréfaútboðinu og endurijármögnun félagsins hafa einhverra hluta vegna gengið manna á meðal í viðskiptalífinu og borist inn á alla Jjölmiðla. í þessum drögum kemur jafii- framt fram að nýir lánardrottnar verða mjög ráðandi í félaginu. Þannig sýnast þeir verða í meirihluta í stjórn stöðvarinnar og hafa úrslitavald varðandi lykilstjórnendur. Að vísu eru einhverj- ir af hluthöfum í Islenska sjónvarpsfélaginu sagðir inni í hinum nýja hópi lánardrottna þannig að spyrja má sig að því hvort um nýjan meirihluta sé að ræða í félaginu. Engu að síður er væg- ast sagt verulega hart að orði komist í þeim drögum sem ganga manna á meðal, þótt álykta verði sem svo að nýir lána- rdrottnar ætli sér að vinna með núverandi stjórnendum en ekki gegn þeim; að þeir sjái eitthvað í þeim Arna Þór Vigfús- syni sjónvarpsstjóra og Kristjáni Ra. Kristjánssyni fjármála- stjóra sem þeir hafa trú á. Viðskiptamódeiið SkjárEínn En lítum þá á viðskiptamódelið SkjáEinn, opna sjónvarpsstöð sem eingöngu lifir á auglýsinga- tekjum. A slík viðskiptahugmynd sér von? Um það eru menn engan veginn á eitt sáttir. Auglýsingatekjur SkjásEins voru um 300 milljónir króna á síðasta ári, en rekstarkostnaður nam um 500 milljónum þannig að um 200 milljóna króna tap varð á rekstrinum. Aætlanir stjórnenda stöðvarinnar ganga út á um 600 milljóna króna auglýsingatekjur á þessu ári og eru þeir þess full- vissir að þær tekjur náist og að reksturinn verði í járnum á árinu. Það yrði feikilega vel gert næði SkjárEinn 600 milljóna króna auglýsingatekjum á árinu. Aætlanir félagsins gera ráð fyrir um 50 milljóna króna hagnaði (EBIDTA) á næsta ári og að fyrrnefnt skuldabréfaútboð tryggi rekstur stöðvarinnar út næsta ár. Reynslan sker síðan úr um það. Vart verður á móti mælt að helstu spútnikar SkjásEins, þeir Arni Þór Vigfússon sjónvarps- stjóri og Krislján Ra. Kristjánsson gárniálastjóri, hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlaheiminum íýrir að koma með þann ferska blæ og fítonskraft sem einkennt hefur SkjáEinn. Stöðin hefur búið við nýjabrum á markaðnum og getað keyrt tak- markalaust af auglýsingum - en vissulega er það áleitin spurning hvort nýjabrumið af SkjáEinum fari að mást af úr þessu. Morgunblaðið Fjárhagslega sterkasta einkarekna tjölmiðla- íyrirtæki landsins, Arvakur sem gefur út Morgunblaðið, hefur ekki farið varhluta af samdrættinum á auglýsingamarkaðn- um. Rætt er um að þar sé magnsam- dráttur í auglýsingasölu upp á 10 til 13% frá því í tyrra, en að auglýsingatekjur hafi ekki minnkað eins mikið vegna þess að auglýsingaverð blaðsins hækk- aði um síðustu áramót og mjög fast hafi verið staðið af hálfu stjórnenda blaðs- ins um að hvika hvergi frá þeirri stefnu þótt Fréttablaðið hafi komið inn á markaðinn á vormánuðum með talsvert lægra aug- lýsingaverð og afslætti. Innan Morgunblaðsins búa menn sig undir taprekstur í ár sem yrði þá fyrsta tapárið þar á bæ í mörg ár. Fijáls verslun hefur áætlað að Morgunblaðið hafi haft um 2 milljarða í auglýsingatekjur í týrra, eða sem nemur næstum um 40% af auglýsingakökunni. Hvert prósentustig vegur því afar þungt í krónum talið. Dragist auglýsingatekjur blaðsins t.d. saman um 5% á þessu ári þýðir það 100 milljóna króna tekjutap, ef samdrátturinn verður um 10% þá gerir það um 200 milljóna króna tekjumissi. Mikið átak er innan Morgunblaðsins við að hagræða og einfalda framleiðsluferlið. Um tíu manns hefur ver- ið sagt þar upp að undanförnu og ekki er ráðið í nýjar stöður sem losna. Þá hefur að mestu verið skrúfað fyrir aðkeypt efni. Orðrómur er um að Fréttablaðið hafi tekið eitthvað af áskrifend- um frá Morgunblaðinu, en því er haldið fram af þeim sem til þekkja inn Morgunblaðsins að svo sé ekki. Áskrifendum hafi ekki fækkað neitt óeðlilega í sumar umffam það sem gerist al- mennt hjá íjölmiðlum á sumrin og að engan veginn sé hægt að merkja fækkun áskrifenda vegna Fréttablaðsins. Vefur Morgunblaðsins, mbl.is Morgunblaðið heldur úti sterk- um netmiðli, mbl.is, og hefur hann reynst fjárhagslegur baggi á blaðinu til þessa. Ekki er gert ráð fyrir því að mbl.is fari enn að skila hagnaði. Kostnaður við netmiðilinn er sagður hafa minnkað mikið á sama tíma og auglýsingatekjur hans hafi vax- ið. Auk þess sem drjúgar tekjur fáist af gagnasafni blaðsins. Eðlilega má velta því fyrir sér hvort vefur Morgunblaðsins dragi úr því að fólk gerist áskrifendur að blaðinu. Eflaust er eitthvað um það. Af hálfu Morgunblaðsins mun ekki koma til greina að leggja niður netmiðilinn mbl.is. Hann sé ímyndar- dæmi og í honum séu sóknarfæri sé rétt haldið á spilunum. Vakin hefur verið athygli á því að Morgunblaðið standi núna frammi fyrir þeirri ákvörðun að Jjárfesta í nýrri prentvél og húsnæði utan um hana og er sagt að um tjárfestingu upp á um 1,5 milljarða sé að ræða. Akvörðun verður tekin á næsta ári og verður fróðlegt að sjá hvort af henni verði. Núverandi prentvél er komin til ára sinna, var keypt í kringum 1984. Taki Morgun- blaðið ákvörðun um 1,5 milljarða flárfestingu í prentvél segir það sig sjálft að það verður ekki eins aflögufært til annarra Jjár- festinga, t.d. í öðrum tjölmiðlum, en ýmsir spekúlantar telja sig sjá mikla gerjun á tjölmiðlamarkaðnum á næstu árum með til- heyrandi samrunum og uppkaupum - og að Morgunblaðið muni koma þar við sögu. DV Ofl Fréttablaðið Frjáls fiölmiðlun, sem á 60% í Útgáfufélag- inu DV og Fréttablaðið að fullu, er miklu stærra spurninga- merki á fiölmiðlamarkaðnum en nokkru sinni áður. Ljóst er að fiárfestingarhópurinn, sem keypti 40% í DV af Fijálsri fiölmiðl- un sl. vor, en í honum eru Oli Björn Kárason ritstjóri, Hjörtur Nielsen í Isól og frændurnir Einar Sigurðsson (sonur Sigurðar heitins Einarssonar útgerðarmanns í Eyjum) og Ágúst Einars- son prófessor, virðist hafa tekið öll völd á DV. Oli Björn og Ein- ar Sigurðsson eru núna sagðir forystusauðirnir á DV og þeir sem stýra blaðinu. Þessi sami hópur keypti meirihlutann í Við- skiptablaðinu sl. sumar af DV-feðgum, Sveini R. Eyjólfssyni og Eyjólfi Sveinssyni, Fijálsri fiölmiðlun og fleirum. Kaupverðið á helmingshlutnum í Viðskiptablaðinu hefur ekki fengist stað- festur en rætt er um að það hafi verið einhvers staðar í kring- urn 100 milljónir sem þýðir þá að hópurinn meti markaðsverð Viðskiptablaðsins á um 200 milljónir króna. Viðskiptablaðið gekk raunar vel á síðasta ári og sagt er að gangur þess verði ekki síðri á þessu ári. Ekki verður annað lesið út úr sölunni á hlutunum í DV og Viðskiptablaðinu en að þeir feðgar, Sveinn og Eyjólfur, séu frekar að draga sig út úr útgáfustarfsemi en að herða róðurinn á þeim vígstöðvum. Félag þeirra, Óháði fiár- 20

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.