Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.07.2001, Qupperneq 23
FJðLMIÐLAR HVER fl flÐ BORGfl FYRIR VEFINfl Aðgengi að FT.com er ókeypis en þar er boðið uþp á ýmiss konar þjónustu, sem gæti höfðað til markhóps blaðsins og allt fullt af markaðs- og fjármálaupplýsing- um. Ymsir sérvefir eru fýrir áskrifendur og blaðið býður upp á sérhœfða upplýs- ingaleit, AskFT, gegn greiðslu. Guardian hefur farið þá leið að hafa allt opið og ókeypis og lagt í miklar fjárfest- ingar til að gera vef blaðsins sem aðgengilegastan. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi tekist því vefurinn erstórgóður. 10 pund, um 1.400 kr. á ári. Og jafnvel breska ríkisút- varpið BBC, sem rekur feykivinsæla síðu, BBC Online, hefur viðrað hugmyndir um að taka greiðslu fyrir hluta af sínum vef, sem sumum þykir nú hálfgert guðlast ífá stöð, sem er rekin fyrir afnotagjöld. En reglan er að áður átti allt á blaðavefjunum að vera ókeypis. Nú leita blöðin ákaft að tekjuleiðum, sem fæli netnotendur ekki frá. Financial Times leiðin Öflugustu Ijölmiðlavefirnir bresku eru án efa vefur Financial Times, FTcom, og vefur Guardian, guardian.co.uk, sem þeir kalla Guardi- an unlimited. Financial Times er eins og kunnugt er Jjár- mála- og viðskiptablað, Guardian hefðbundið dagblað með skýrri vinstrislikju, þó það sé um leið harður gagn- fynandi stjórnar Verkamannaflokksins. Veíir þessara blaða eru jafn ólíkir og blöðin eru. FT.com stefndi frá upphali í að vera viðbót við viðskiptaumsvif Financial Times. í upphafi var leit í eldra efni aðeins möguleg gegn greiðslu, en niðurstaða markaðsfræðinga blaðsins var að það hefti notkun vefsins og um leið möguleikana á að hala þar inn auglýsingar. Það var á þeim tímum. Að- gengi að FT.com er því ókeypis en þar er boðið upp á ýmiss konar þjónustu, sem gæti höfðað til markhóps blaðsins og allt fullt af markaðs- og fjármálaupplýsing- um. Ymsir sérvefir eru fyrir áskrifendur og blaðið býð- ur upp á sérhæfða upplýsingaleit, AskFT, gegn greiðslu. Einnig eru upplýsingar seldar í samvinnu við aðra íjár- málavefi eins og Hoove’s, Dow Jones og factiva.com, viðskiptavefs í eigu Reuters fréttastofunnar. Annar angi er svo FT Mobile, stórhuga samstarf Pearson, eignarhaldsfélags Financial Times, British Tel- ecom og farsímabúðakeðjunnar Carphone Warehouse. Samstarfið gekk út á að selja sérstaka FT síma í Car- phone Warehouse búðunum, sem British Telecom hafði í áskrift og Financial Times miðlaði efni tdl. Ef einhvern tímann var forsenda fyrir þessari símasölu, þá var hún löngu brostin þegar hún komst á fyrr á árinu. Nýlega birtust fféttir um að aðeins þúsund áskrifendur fengju Financial Times efnið og þessir sérstöku Financial Times símar hefðu selst í snöggtum minna upplagi en þúsund. Almennt hefúr sala farsíma í Bretlandi snardregist saman eftír að söluaðilar hættu að niðurgreiða eða gefa símana. Samkvæmt tölum frá Carphone Warehouse dróst sala farsíma saman um 40% á tímabil- inu apríl til júlí. Aðrir miðlar, sem fylgdust spenntir með FT Mobile hafa vart hlotið hvatningu í þessari sorgarsögu. Hvort fyrri vonir um fréttamiðlun í farsíma eru almennt brostnar er kannski of snemmt að segja. En með minnkandi trú á möguleik- um WAP-símanna og ákafa notenda til að taka á mófi efni í símana þá sjá dagblöðin, sem gætu talist sterkir miðlarar, vart fram á vaxt- arbrodd í þessum geira næstu árin. Reynsla Financial Times á þessu sviði er ekki til að efla trúna á wappið, sem í bili líkist meira bólu en broddi. I júli birti FT Group, sem heldur utan um allan rekstur Fin- ancial Times, ekki uppörvandi tölur. Hagnaðurinn hafði dregist saman úr 50 milljónum punda í 32 milljónir miðað við sama tíma í fyrra og þar voru það ekki síst fjárfestingar í FT.com upp á 81 milljón punda, sem íþyngdu reikningunum. Fjárfestingar á þessu sviði eiga þó að halda áfram, áætlað að leggja aðrar 60 milljónir punda í FT.com á seinna helmingi ársins. A sama tíma er ákaft verið að draga úr kostnaði, stefnt í niðurskurð upp á 16% í netumsvifum og nýlega var 40 starfsmönnum FT.com sagt upp. Ekki er búist við frekari uppsögnum, en frekari fækkun þó, því ekki verður ráðið í stöður sem losna. Guardian gerir út á breiðu línuna Guardian hefur farið þá leið að hafa allt opið og ókeypis og lagt í miklar fjárfestingar tíl að gera vef blaðsins sem aðgengilegastan. Það er ekki hægt að segja ann- að en að það hafi tekist, því vefurinn er stórgóður. Meðan upplýs- ingaleit á FT.com og flestum öðrum dagblaðsvefjum er fremur þung í vöfum er efnisleit á Guardian flarska einföld og öflug. Allt Krossgátur og þrautir Viðleitni The Times til að búa til klúbb krossgátu- og þrautaglaðra vefsíðunotenda verður án efa undir smásjá annarra dagblaða. The Times hefur lýst því yfir að fleiri sársvið verði opnuð gegn gjaldi, jafn- vel alveg á næstunni og það er Ijóst að hin blöðin í eigu Murdochs stefna á það sama. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.