Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 29

Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 29
Kennarinn er sterkur í Arna ogséstþað t.d. á því að honum er tamt að standa uþþi við töflu og útskýra mál sitt í máli ogmyndum. Hérerhann með samstarfsmönnum sínum í bankanum. Frá vinstri: Elín Sigfúsdóttir, aðstoðarframkvœmdastjóri fyrirtœkjasviðs, Sigurjón Arnason, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs, og Yngvi Örn Kristinsson, framkvœmdastjóri verðbréfasviðs. Fyrir framan eru: Jón Emil Magnússon, staðgengill framkvæmdastjóra á einstaklingssviði, og Kristinn Zimsen, framkvœmdastjóri útibúasviðs. Myndir: Geir Olafsson 1924, og Aðalbjörgu Björnsdóttur, cand. mag. í dönsku, f. 14. feb. 1926. Arni og Margrét Birna voru samtíða í Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Þau eiga þijú börn; Berglind Þóra, f. 25. júlí 1978, er á ijórða ári í læknisfræði við Háskóla Islands, Björn Steinar, f. 15. mars 1981, hóf nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík í haust og Guðný Anna, f. 28. mars 1988, er nemandi við Kársnesskóla í Kópavogi. Menntun Árni stundaði grunnskólanám í Kópavogi og lauk stúdentsprófi frá MH 1975. Hann lagði alltaf mikla rækt við námið og tók góð próf. Samkvæmt heimildum Fijálsrar versl- unar var hann ekki viss hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur eftir stúdentspróf og byijaði í jarðfræði en skipti fljótlega yfir í viðskiptafræðina og lauk cand. oecon. prófi frá endurskoðunar- sviði árið 1979. Hann varð löggiltur endurskoðandi 1984. Ferill Arni kenndi við framhaldsdeildir Grunnskóla Kópa- vogs um tveggja ára skeið á námsárunum í lok áttunda áratug- arins og var stundakennari við Tækniskóla íslands veturinn 1980-1981. Hann starfaði hjá Endurskoðunarstofu Björns Steffensen og Ara Ó. Thorlacius 1979-1985. Veturinn 1982-1983 var hann við starfsnám hjá alþjóðlegri endurskoðunarstofu í Ósló. Hann varð endurskoðandi og meðeigandi að Löggiltum endurskoðendum hf. í Reykjavík 1985 og síðar stjórnarformað- ur. Varð meðeigandi og stjórnarformaður hjá Deloitte & Touche 1999. í mars 2001 varð hann bankastjóri við Búnaðar- banka Islands hf. Árni var stundakennari við viðskiptadeild Há- skóla íslands 1985-2001 og hefur haldið margvísleg námskeið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. Persóna Árni Tómasson er „öflugur og vel gefinn maður,“ eins og sagt er, drengur góður, opinn og vinsæll maður með góðan húmor. Lýsingarorðin vantar ekki. Árni varð strax þéttur á velli sem ungur drengur og þá þegar komu nokkrir grund- vallareiginleikar hans í ljós þvi að hann var og er ennþá bæði skemmtilegur og stríðinn. Hann var alla tíð einlægur áhuga- maður um íþróttir og lagði stund á bæði handbolta og fótbolta sem krakki. Þessum áhuga hefur hann haldið við með þvi að sparka bolta með Bræðrafélaginu einu sinni í viku. Árna er lýst sem kappsmiklum manni og ákveðnum, samviskusömum og nákvæmum. Hann er yfirvegaður og velviljaður maður sem á ekki til dómhörku í sínum beinum. Margir myndu segja hann stjórnsaman og sumir myndu jafnvel kalla hann frekju. Hann vill ráða. Honum er lýst sem jarðbundnum manni. „Hann er sér- lega traustur náungi, eins traustur og menn geta orðið,“ segir einn viðmælenda Fijálsrar verslunar, „hreinn og beinn og 110% persóna. Hann er ráðagóður og mikill vinur vina sinna, snarpur ef því er að skipta, en tæpast langrækinn, hefur sterkar skoðan- ir og liggur ekki á þeim. Stríðinn er hann óneitanlega og það kemur til dæmis fram í skoðanaskiptum. Þá gerir hann stund- um í því að æsa menn upp,“ segir maður sem stendur Árna nærri. í einkalífi sínu hefur Árni tekið upp á þeim ósið til skamms tíma að vera óstundvf s og telja ættingjar hans það sýna kannski best hve alvarlega hann tekur vinnuna og hve rækilega hún hefur tekið völdin. Árni er gjörsamlega laus við allt snobb. Stjórnandi í endurskoðendastétt fer gott orð af Árna og er virðing borin íýrir honum. Hann þykir talnaglöggur endurskoð- andi sem hefur áunnið sér traust viðskiptavina sinna og náð þvi að verða ráðgjafi þeirra. Árni er góður kennari og er kennarinn í honum sterkur. Honum er t.d. tamt að standa uppi við töflu og útskýra mál sitt í máli og myndum fýrir hinum stjórnendum Búnaðarbankans. Árni þykir góður hlustandi og vill gjarnan heyra skoðanir annarra. Hann er óhræddur við að taka ákvarð- anir, framkvæma þær og framfylgja þeim en breytir engu ein- ungis breytinganna vegna. Hann vinnur markvisst, raunsær 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.