Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 47

Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 47
FYRIRTÆKIN fl NETINU Jón Karl Ólafsson, framkvœmdastjóri Flugfélags Islands, fer m.a. inn á lyrics.com og rolandus.com til að sinna tónlistinni en fylgist med erlendum flugfélögum á Netinu, t.d. south- west.com oggo-fly.com. Mynd: Geir Ólafsson Netið spilar stóra rullu í lífi og starfi Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags ís- lands. Fyrir utan hefðbundna þjónustu á borð við banka og íjármálafyrirtækja og fréttalestur notar hann Netið til að fylgjast með því hvernig önnur flugfélög vinna að vefsölu og til að sinna áhugamálum sínum. Southwest.com og Go-lly.com „Við hjá Flugfélaginu fylgjumst með bæði southwest.com og go-fly.com til að sjá hvernig netfyrirtækin vinna erlendis. Við skoð- um líka expedia.com en þar eru m.a. oft ýmis flugtil- boð í gangi.“ Flugur.is „Veiði er á meðal áhugamálanna og svo finnst mér Stefán Jón Hafstein það skemmtilegur að ég vil fylgjast með honum.“ Golf.is „Golf er nýtt áhugamál hjá mér þannig að ég fer mikið inn á þennan vef.“ Vedur.is „Mér finnst gott að fylgjast með veðrinu á Islandi, ekki síst vegna flugsins, en auk þess er þetta vel gerður og skemmtilegur vefur.“ LyrÍCS.COm „Tónlist er einnig áhugamál og á lyr- ics.com er alla texta að finna. Nú þarf maður ekki leng- ur að vera með „teipið“ til að ná niður textanum, eins og í gamla daga. Maður fer bara inn á vefinn!“ R0landUS.C0m „A rolandus.com er að finna tóndæmi og ýmislegt annað fyrir hljómborðsleikara.“ BH www.worldclass.is Iik- amsræktarstöðin World Class er með einfaldan vef sem að mestu þjónar þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini fyrirtækis- ins. A óspennandi forsíð- unni er útlistað hvar fyrir- tækið starfar og til vinstri er hægt að smella á hlut- verk, verðskrá, upplýsing- O Rtylijmk PMsmúli 24 - S »»«001553.5000 ★ ★ ar, fréttamola, stundaskrá og umboð. Aðeins ein stundaskrá er birt og hlýtur hún þvi að vera sú sama á öllum starfsstöðvum stöðvarinnar því að varla gleymast vefvafrandi viðskiptavinir í Austurstræti eða fyrir norðan. Hvað opnunartíma varðar eru gestir á Akureyri í tómarúmi. Annars allt sæmilega slétt og fellt hjá World Class á vefnum. www.badhusid.is Bað húsvefur Undu Pé er full- flókinn og ekkert ýkja fal- legur - en virðist miðla ágætlega upplýsingum um fyrirtækið á Netinu. Upplýsingaflóðið mætti skera niður og pípurnar stytta, t.d. þegar smella þarf tvisvar á fréttir og nýjungar til að fá fréttirn- BAÐl: ar upp. Þær hefðu átt að birtast strax og helst á forsíðu. Linda gerir heiðarlega tilraun til gagnvirkni með þvi að óska eftir viðbrögðum frá viðskiptavinum. Sömu myndirnar eru fulloft birtar og það þær sömu og birst hafa í auglýsingum fyrirtækisins. www.planetpulse.is Smart vefur, sem hefur verið í smíðum í allt sum- ar og er loksins fullbúinn eða svo gott sem. Vefur- inn er léttur, einfaldur og fallegur í útliti. Myndir eru vel notaðar, myndefn- ið fjölbreytilegt og sú ný- breytni sniðug að leyfa gestum að skoða myndir ^ ★ ★ af duglegum viðskiptavinum, húsnæði og þjálfurum við störf. Gallar eru örfáir og sá galli helstur hve klaufalega stundaskrám er komið fyrir. Þær hefði mátt minnka og setja upp í krikann í stað þess að hafa gatið sem þar er. ★ Lélegur ★ ★ Sæmilegur ★★★ Góður ★★★★ Frábær Miðað er við framsetningu og útlit, upplýsinga- og fræðslugildi, myndefni og þjónustu. Guðrún Helga Sigurðardóttir. ghs@talnakonnun.is 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.