Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 59

Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 59
IVlflRKAÐSMflL SflMEINING IVIÁLNINGflRVERKSIVIIÐJfl Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri HörpuSjafnar, hefur verið fram- kvæmdastjóri Hörpu sl. níuár og par áðurvar hann stjórnarformaður fyrirtœkisins. „ Við munum að sjálfsögðu halda þekktustu og vinsælustu vörumerkjunum þó svo að vöruframboð verði endurskoðað. “ FV-myndir: Geir Olajsson. styrk og þekkingu Hörpu og Sjafnar sem grunn inn í framtíð- ina. Stærri fyrirtæki eiga að hafa meiri slagkraft. Sammála um framtíðarsýnina „Við sáum tækifæri hjá Sjöfn að aðgreina málningar- og hreinlætisvörustarfsemina með því að taka þátt í að sameina bæði í málningar- og hreinlætis- vöruiðnaðinum á íslandi þar sem það eru of margir framleið- endur og mikil samlegðaráhrif í því að sameina styrk inn- lendra framleiðenda," segir Baldur. „Við höfðum sameinað hreinlætisvörudeild Sjafnar við Mjöll og Sám sem áður tók yfir Hrein í hreinlætisvörunni og rökrétt framhald af því er sameiningin við Hörpu. Við Helgi vorum sammála um fram- tíðarsýn HörpuSjafnar og vorum fljótir að ná samkomulagi um aðalatriðin við sameininguna og létum ekki smáatriðin trufla okkur. Það sem dró okkur fyrst og fremst áfram var að við sáum að við gætum búið til öflugt þjónustufyrirtæki í málningariðnaði, skapað betri samkeppnisstöðu og hagrætt hjá okkur sem um leið skilar betri afkomu.“ Samtals reka fyrirtækin sjö eigin verslanir þar sem fram- leiðslan er seld, en jafnframt eru vörurnar seldar til annarra verslana og endursöluaðila um allt land. Hvað útflutning varð- ar er allt óljóst enn, en ljóst er að það er spennandi dæmi. „I gamla daga var talsverður útflutningur á vegum beggja fyrir- tækjanna en þá var jarðvegurinn nokkuð öðruvísi," segir Helgi. „Þetta var á þeim tímum þegar viðskiptasamningar voru í gildi á milli íslands og Rússlands og framleiddi Harpa m.a. um 16.000 tonn til útflutnings á 20 ára tímabili. Sjöfn framleiddi og seldi verulegt magn af málningu til Rússlands líka.“ Sjöfn selur málningu til Færeyja og hefur stundað út- flutning þangað í 25 ár. Engum sagt upp Hefðin fyrir íslenskri málningu er sterk og þar sem aðstæður hér á landi eru ekki alveg eins og annars staðar, þar sem veðrið er öðruvísi, er líklegt að íslensk máln- ing eigi auðveldar uppdráttar en erlend. Að minnsta kosti úti við. Enda eru tegundir eins og Polytex, Hörpusilki, Utitex, Hörpuskin og Texolín vel þekktar og með mjög sterka stöðu á markaðnum. (Hermundardóttir) endurskipulagt. Áfram verður öflug þjónusta við viðskiptavini bæði í Reykjavík og á Akureyri og vöruþróun og framleiðsla verður á báðum stöðum." Fyrirtækin Harpa og Sjöfn standa bæði vel fjárhagslega og hafa verið rekin með hagnaði. Það er því ekki neyðin sem kallar á sameiningu heldur eingöngu hagkvæmnissjónarmið og sameiginleg framtíðarsýn um að byggja upp öflugt og hag- kvæmt þjónustufýrirtæki í málningarþjónustu á fslandi með „Hjá HörpuSjöfn verða á milli 50 og 55 starfsmenn," segir Baldur. „Yið munum leggja áherslu á að hagræða og einfalda rekstur sameinaðs fýrirtækis á öllum sviðum s.s innkaupum, vöruþróun, framleiðslu, sölu og dreifingu og yfirstjórn. Tím- inn mun leiða í ljós hvort við þurfum að fækka eða hvort við munum auka umsvif sameinaðs fýrirtækis og þurfum að fjölga starfsmönnum. Það er ekkert markmið að fækka starfsfólki." ffij Eigendur Hörpu hf. eru fjölskylda Helga Magnússonar, framkvæmdastjóra HörpuSjafnar, (77%), og Þóra Guðrún Óskarsdóttir og fjölskylda (23%). Eigendur Sjafnar eru Baldur Guðnason, stjórnarformaður HörpuSjafnar, (60%), og KEA, (40%). 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.