Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 60

Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 60
Borðinn klipptur. Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, klippir hér á borðann við opnun Búnaðar- bankans í Lúxemborg. Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, til vinstri, og Þorsteinn Þorsteinsson, bankastjóri Búnaðarbankans í Lúx- emborg, aðstoða Sigurjónu. Fyrir aftan Þorstein standa þeir Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra og Þorsteinn Olafsson, varaformaður banka- ráðs Búnaðarbankans. Fyrir aftan Árna og Sigurjónu stendur Stefán Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans. Sigurjóna klippti á borðann Búnaðarbankinn í Lúxemborg var formlega opnaðiir með glæsilegri viðhöfn í sumar. Þorsteinn Þorsteinsson bankastjóri segir að auk þess að þjóna Islandi muni bankinn sækja fast á önnur mið í serbankaþjónustu, sérstaklega til Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna, ogþeim markmiðum verði náð meðþví að ráða fólk með öflug viðskiptatengsl í þessum löndum. Eftír Jón G. Hauksson Myndir: Patrick Jeanne í Lúxemborg að kom í hlut Siguijónu Sigurðardóttur, eiginkonu Halldórs Ásgrímssonar utanríksráðherra, að klippa á borðann marg- fræga við opnun Búnaðarbankans í Lúxemborg við hátíð- lega athöfn föstudaginn 22. júní sl., en nokkrum mínútum áður hafði eiginmaður hennar opnað bankann formlega með stuttu ávarpi. Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, hélt sömu- leiðis tölu í tdlefni opnunarinnar. Margt manna var við opnunina, innlendir og erlendir viðskiptavinir bankans - sem og nokkrir starfsmenn Búnaðarbankans á íslandi. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Búnaðarbankans Verðbréfa, er bankastjóri Búnaðarbankans í Lúxemborg sem er sjálfstætt hlutafélag að fuflu í eigu bankans og ber nafnið Bunadarbanki International S A Þótt bankinn hafi formlega verið opnaður í júní sl. fékk hann starfsleyfi 15. nóvember í fyrra, en mikil áhersla hef- ur verið lögð á vandaðan undirbúning starfseminnar. Þess má geta að annað íslenskt fyrirtæki rekur umfangsmikla Jjármála- starfsemi í Lúxemborg, það er Kaupthing Lúxemborg. Þörfin var fyrir hendi „Útrás Búnaðarbankans hingað til Lúx- emborgar má rekja til þess að bankinn fann fyrir þörf hjá ýms- um stórum viðskiptavinum, bæði einstaklingum og fyrirtækj- um, að fá íjármálaþjónustu af hálfu bankans á erlendri grund, t.d. á sviði sérbankaþjónustu. Opnunin er þvi svar bankans við erlendri starfsemi annarra íslenskra Ijármálafyrirtækja, en þó ekki síður erlendra banka sem hafa litið til íslands sem markaðs- svæðis," segir Þorsteinn Þorsteinsson, bankastjóri Bunadar- bankans International SA „Sömuleiðis lítum við á bankann hér sem lið í því að alþjóðavæða Búnaðarbankann að einhverju leyti, en hér munu íslenskir starfsmenn hans fá yfirgripsmikla reynslu af alþjóðlegri bankastarfsemi, lánasafn bankans verður smám saman alþjóðlegra og við höfum einnig í hyggju að reyna 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.