Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 62
Segja má að Loftleiðir, síðar Flugleiðir, og Radio Luxembourg hafi komið Lúxemborg á kortið hjá íslendingum. íslendingar tóku þátt í að stofna flutningaflugfélagið Cargolux og hjá því hafa hundruð íslendinga unnið á undanfórnum áratugum og myndað Islendinganýlendu í þessu ágæta landi í miðri Evróþu. En núna hafa nýir íslenskir landnemar numið land í Lúxemborg, starfsmenn fjármálajýrirtœkjanna Kauþþings og Búnaðarbankans. Loftleiðir og Radio Luxembourg AW árunum frá 1970 til 1980 hljómuðu lög frá lítilli útvarpsstöð víða um Evrópu, meðal annars á íslandi. Þetta var svonefnd sjóræningjastöð og kallaðist Radio Luxembourg. Þetta var ftjáls útvarpsstöð sem lifði eingöngu á auglýsingum - en það var nýjung í Evrópu á þeim tíma - og var hún um borð í skipi sem hélt sig á Norðursjó, utan lögsögu þeirra landa sem hún útvarpaði til. Síðan hefur Radio Lux- embourg orðið að miklu flölmiðlaveldi í Evrópu sem er með rætur í Lúxemborg. Flestir íslendingar þekkja þó Lúxemborg ekki einungis af ljúfum lögum frá sjóræn- ingjastöðinni góðu heldur miklu fremur af því að íslendingar eru frumheijar í flug- sögu Lúxemborgar og komu að stofiiun flugfélagsins Cargolux á sinum tíma. Loft- leiðir hófu flug til Lúxemborgar árið 1955 og voru um áratuga skeið stærsta flugfé- lagið sem þangað flaug, en félagið var með beint áætlunarflug á milli Lúxemborg- ar og Bandaríkjanna. Flugleiðir tóku síðan við þessu hlutverki efdr að Flugfélag Is- lands og Loftleiðir sameinuðust á áttunda áratugnum. Núna hafa Flugleiðir hætt að fljúga til Lúxemborgar en engu að síður búa þar og starfa margir íslendingar á veg- um Cargolux. Þar hefur, allt frá þvi að Loftleiðir hösluðu sér þar völl um árið, verið eins konar nýlenda íslendinga sem fyrst og fremst hefur tengst flugsamgöngum. Núna hafa hins vegar nýir íslenskir landnemar numið land í Lúxemborg, það eru starfsmenn fjármálafyrirtækjanna Kaupþings og Búnaðarbanka íslands, en hjá báð- um þessum fyrirtækjum starfa nær 80 manns og er hluti þeirra íslendingar. Lúxemborg var lengi vel lítið og fátækt landbúnaðarland og þjóðinni fór fækk- andi. Enn telst það smáríki í miðri Evrópu en landið hefur efirast mjög. Það náði sér á strik í stálframleiðslu og er núna sjöundi stærsti stálframleiðandi í heimi. En fleira hefur komið til, tekjur af tjölmiðlun og flugsamgöngum, meðal annars vegna um- svifa Flugleiða og Cargolux, hafa reynst Lúxemborgurum mikil lyftistöng. Núna er Lúxemborg líklegast þekktast sem bankaland eins og Sviss. Það er áttunda stærsta tjármálamiðstöð heimsins og virkur þátttakandi í Evrópusambandinu. Þar eru margar glæsibyggingar Evrópusambandsins og stofnana þess. Miklar tekjur Lúx- emborgara af fiármálastarfsemi hefur leitt til þess að þjóðartekjur á mann eru þar með því allra hæsta sem þekkist og skáka þeir bæði Bandaríkjamönnum og SMss- lendingum í þeim efnum. Um 200 banka, hvarvetna að úr heiminum, er að finna í Lúxemborg. Þar er 61 þýskur banki, 25 lúxemborgískir, 21 ítalskur og þannig má áfram telja. Um 10% af vinnuafli í Lúxemborg starfar í bönkum, vægi bankageirans í landsframleiðslu er hins vegar meira, eða um 26%, og taki menn eftir þvi að um 40% af skatttekjum Lúxemborgara koma frá bankaþjónustunni. Þetta er því atvinnu- grein mikillar verðmætasköpunar og virðisauka. Ástæðan fynr öflugri bankastarf- semi í Lúxemborg er stöðugt ástand í stjórnmálum og efnahagsmálum, hefð fyrir mikilli bankaleynd, hagstætt skattaumhverfi, landfræðileg staðsetning í Evrópu, reynslumiklir og menntaðir bankastarfsmenn og yfirgripsmikil sérfræðiþjónusta á sviði fjármála. Lúxemborg er miðstöð fjármálafyrirtækja á sviði sérbankaþjónustu í Evrópu og aðsetur stórra verðbréfasjóða.tlj Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra opnaði Búnaðarbank- ann í Lúxemborg formlega. skrifstofu í London, en að Lúxemborg hafi orðið ofan á. „Þetta er hátt skrifað land í al- þjóðlegri banka- og ijármálaþjónustu og ein af öflugustu og virtustu tjármálamiðstöðv- um heimsins og eins konar miðstöð sér- bankaþjónustu í Evrópu. Hér eru nær 200 bankar, víðs vegar að úr heiminum. Banka- löggjöfin í Lúxemborg er virt, skattaum- hverfið er hagstætt, hefð er fyrir mikifli bankaleynd, stjórnmál sem efnahagsmál eru hér stöðug, og svo mætti áfram telja. Sömuleiðis er mikla reynslu og sérfræði- þjónustu að finna innan bankaþjónustunnar hérna. I raun var það einna helst sam- gönguþátturinn sem stóð svolítið í okkur, hingað er ekki beint flug frá Islandi, en okk- ur sýnist sem það komi ekki að sök, enda landið tiltölulega miðsvæðis í Evrópu og auðvelt að komast hingað með tengiflugi í gegnum viðkomustaði Flugleiða í ýmsum stórborgum." Þorsteinn segir að lokum að Bunadar- bankinn International SA muni leitast við að gegna mikilvægu hlutverki við kynningu á stærstu íslensku fyrirtækjunum á erlend- um ijármálamörkuðum. 35 Jón Tryggvi Kristjánsson, löggiltur endurskoð- andi, og Jónína Magnúsdóttir. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.