Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 66

Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 66
Á\ ■ GESTflPENNI GUÐIVIUNDUR HflUKSSON Spurningin, sem stjórnendur einstakra sparisjóða þurfa að svara, er hvort nýta eigi sóknarfæri og stefna að örum vexti, sem kallar á aukið eigið fé, eða miða að hægum vexti sem ekki kallar á aukið eigið fé umfram það sem hagnaður myndar. rekstri og greitt hærri skatta til samfélagsins en aðrar fjár- málastofnanir um langt skeið. Til hvers þurfti að breyfa lögunum? Til hvers þurfti þá að breyta lögum og hvað fela lagabreytingarnar í sér? Samkvæmt lögum um flármálastofnanir ber þeim að uppfylla ýmis skilyrði. Eitt þeirra er að eiginflárhlutfall má aldrei fara niður fyrir ákveðin mörk. Er það gert til að tryggja ijárhagslegt öryggi stofnananna þannig að líkur á að viðskiptavinir verði fyrir tjóni í samskiptum sínum við þær séu litlar. Um þetta gilda alþjóð- legar reglur sem íslensk löggjöf tekur mið af. Hin mikla velgengni sem sparisjóðirnir hafa notið á undan- förnum árum hefur gert það að verkum að eiginijárhlutfall þeirra hefur stöðugt lækkað, þrátt fyrir hagnað af rekstri. Sé markmið þeirra að nýta sér áfram sóknarmöguleika á markaði og eiga hlutdeild í dótturfélögum er þeim nauðsynlegt að auka eigið fé sitt. Spurningin, sem stjórnendur einstakra sparisjóða þurfa að svara, er hvort nýta eigi sóknarfæri og stefna að örum vexti, sem kallar á aukið eigið fé, eða miða að hægum vexti sem ekki kallar á aukið eigið fé umfram það sem hagnaður myndar. Sé niðurstaðan sú að auka þurfi innborgað eigið fé eru nú til þess tvær leiðir. Annars vegar er hægt að gefa út ný stofn- Jjárskírteini í núverandi rekstrarformi eða breyta félagsform- inu í hlutafélag og gefa út hlutabréf. Hvaða form er æskilegast? Hvaða form á innborguðu eigin fé er þá æskilegast fyrir sparisjóði? Núverandi félagsform býður aðeins upp á að auka innborgað stofnfé með útgáfu nýrra stofnljárskírteina. Annaðhvort þarf að ijölga stofntjár- eigendum eða auka hlut þeirra sem fyrir eru, nema hvort tveggja sé gert. StofnJjáreigendur eru skv. lögum valdir af stjórn viðkomandi sparisjóðs og ekki er hægt að stunda við- skipti með stofnJjárskírteini nema með aðild sparisjóðsstjórn- ar. Innborgað stofnfé er heimilt að hækka í samræmi við verð- lag og á grundvelli nýrra lagabrejdinga er einnig heimilt að hækka verðmæti innborgaðs stofnJjár með því að ráðstafa ákveðnum hluta hagnaðar til þess. Þetta er nýjung sem ætti að auka áhuga almennings á að kaupa stofnfé og þá um leið að auðvelda sparisjóðum sölu stofnJjárskírteina. Fram hjá því verður þó ekki litið að þekking almennings á þessu formi er lítil og sé litið til annarra landa þá er útfærsla á þessum reglum misjöfn frá einu landi til annars. StofnJjárskir- teini verða ekki markaðsvara, eins og t.d. hlutabréf. Það má þvi vera ljóst að ef stærri sparisjóðir vilja auka innborgað eigið fé umtalsvert verður hlutafélagsformið heppilegra. I augum margra Jjárfesta er hlutafélagsformið heppileg- asta leiðin fyrir fyrirtæki til að auka eigið fé sitt ef leita á til al- mennings og stórra íjárfesta eftir áhættufé, eins og innborg- að eigið fé hlýtur ávallt að vera. Löggjöf um hlutafélög er skýr og mikið samræmi er í slíkri löggjöf flestra landa, a.m.k. í Evr- ópu. Það leiðir til þess að markaðsverð slíkra verðbréfa er hærra þar sem formið er þekkt meðal Jjárfesta sem aftur þýð- ir að fyrirtæki fá ódýrara ljármagn með útgáfu hlutabréfa en annarra og minna þekktra verðbréfaforma. Þetta hefur leitt til þess að löggjöf hefur verið breytt í mörgum löndum Evrópu sem gerir sparisjóðum kleift að breyta félagsformi sínu í hlutafélög, ef þeir svo kjósa. Líhlegl að hlutafélagsformið verði ofan á Líklegt verður að telja að stærri sparisjóðir, sem áfram vilja stækka og eiga hlut- deild í öðrum fyrirtækjum á Jjármálamarkaði, muni nýta hluta- félagsformið. Þá eykur það einnig mjög möguleika á samruna við önnur fyrirtæki á sviði Jjármála sem núverandi félagsform gerir ekki. Hlutafélagaleiðin hentar líka minni sparisjóðum ef markmið þeirra er að sameinast öðrum félögum eða sparisjóð- um. Meginástæðan er að sá hluti eiginfjár sem ekki er innborg- að fé, þ.e.a.s. uppsafnaður hagnaður fyrri ára, verður eftir í heimabyggðinni í vörslu sjálfseignarstofnunar. Sjálfseignar- stofnunin hefur heimild til að úthluta eignum sínum, t.d. greiddum arði, til menningar- og líknarmála í byggðarlagi sínu. Þannig verður ávallt munur á sparisjóði sem hlutafélagi og hefðbundnum viðskiptabanka. Núverandi eðlismunur á spari- sjóði og viðslnptabanka viðhelst því með þessum hætti. Spari- sjóðirnir geta áfram veitt verulegum Jjármunum til uppbygg- ingar á sínu starfssvæði og vaxið þannig áfram í þeim jarðvegi sem þeir eiga rætur í auk þess sem hluthafar eiga kost á góðri ávöxtun af sinni Jjárfestingu. Sparisjóðir Stofnaðir af hugsjón Nær allir sparisjóðir voru stofnaðir af hugsjón. Stofnendur þeirra greiddu ekki inn stofnfé heldur veittu þeim ábyrgð fyrir tiltekinni Jjárhæð. Síð- ar þótti nauðsynlegt að breyta þessu ákvæði og stofnfé var greitt til sparisjóðsins og ábyrgðir felldar niður. Þannig hefur formið breyst í tímans rás. Þess er krafist á nútímaijármála- markaði að fyrirtæki sem kalla eftir íjármunum frá almenn- ingi geri vel grein fyrir Jjárhagslegri stöðu sinni og þróun fyr- irtækisins á hverjum tíma. Þannig eru reglur verðbréfamark- aða skýrar og er það til þess fallið að skapa traust á milli Jjár- festa og fyrirtækja, ekki síst íjármálafyrirtækja. Það er eðli- legt að sparisjóðirnir, sem skipa veigamikinn sess á íslensk- um Jjármagnsmarkaði, taki þátt í þessari þróun. Það munu þeir gera ef formi þeirra verður breytt í hlutafélög og þau skráð á Verðbréfaþingi íslands. Markmiðið með þeim breytingum sem gerðar voru á lög- um um sparisjóði fyrr á þessu ári var að opna þeim dyr, gefa þeim tækifæri til að styrkja grunninn til að áfram mætti efla starfsemina þannig að þeir sætu ekki eftir í harðnandi sam- keppni á Jjármálamarkaði. Stjórnir sparisjóða og stofníjáreig- endur meta síðan með hvaða hætti þeir sjá sínum sparisjóði best borgið til framtíðar. S!j Nær allir sparisjóðir voru stofnaðir af hugsjón. Stofnendur þeirra greiddu ekki inn stofnfé heldur veittu þeim ábyrgð fyrir tiltekinni fjárhæð. Síðar þótti nauðsynlegt að breyta þessu ákvæði og stofnfé var greitt til sparisjóðsins og ábyrgðir felldar niður. 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.