Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 67
AUGLÝSINGAROG JMARKAÐSMÁL Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson Hildur Björg Hafstein hjá Islandi án eiturlyjja og Afengis- og vímuvarnarráði: „Vissulega var auglýsing okkar um óhreina smokkinn fullan af eiturlyfjum ógedsleg, en eiturlyfjaheimurinn er það líka og óþarfi að reyna á nokkurn hátt að fela það. “ Sumar auglýsingar vekja meiri athygli en aðr- ar. Nokkrar vegna þess hve þær eru vel gerð- ar og fallegar en sumar vegna þess að þær vekja hreinlega ógeð hjá þeim sem á horfa. Flest- um ber saman um að auglýsingar Tóbaksvarnar- ráðs í iýrra hafi verið heldur ógeðfelldar og sum- um þóttu þær vart birtingarhæfar og alls ekki þess eðlis að börn mættu sjá þær. Þó eru þetta auglýs- ingar sem eru vel gerðar, vandaðar á allan hátt og ætlað að vara fólk við hættunni af tóbaksnotkun. Þegar auglýsingar á borð við þessar og þær sem Island án eitur- lyfla birtu fyrir verslunarmannahelgina koma iyrir augu neyt- enda, vaknar gjarnan spurning um það hvað megi og hvað megi ekki. Hvenær auglýsingar séu svo ógeðfelldar að hreinlega verði að banna þær og hvort tilgangurinn - að koma í veg íyrir hættu - sé nægjanlega góður og mikill til að réttlæta ljótar og ógeðfelld- ar myndir. Vekja má t.d. athygfi á því að fréttastofur vara fólk gjarnan við ógeðfelldum fréttamyndum og óhuggulegar kvik- myndir eru jafnan bannaðar innan ákveðins aldurshóps. Markaðurinn Stýrir Þorvaldur Sverrisson, sem stýrir stefnu- mótun hjá Góðu fólki McCann-Erickson, segir fátt einfalt hægt að segja um auglýsingar af þessu tagi. Það séu einfaldlega eng- ar skýrar reglur í gangi og ekkert sem hægt er að miða við nema almennt velsæmi sem sé í hæsta máta teygjanlegt hugtak. „Um leið og maður segir að ritskoðun og hömlur séu af hinu góða er ástandið orðið slæmt,“ segir Þorvaldur. ,ýVuglýsingar eru tjáning íýrirtækis, einstaklings eða hóps á því sem í boði er og viðkom- andi stendur fyrir. Hið opinbera hefur mjög takmarkað umboð til að stýra þeirri tjáningu frekar en annarri. Auk þess er mark- aðurinn einstaklega vel til þess fallinn að halda utan um þessa hluti, þar sem það er lífsspursmál fyrir flest fyrirtæki að móðga fólk sem allra minnst. En það er engu að síður óþarfi að halda því fram að ekkert megi banna. Það er í góðu lagi að hafa ramma eða reglur um auglýsingar og allar stofur innan SIA (Sambands íslenskra auglýsingastofa) starfa samkvæmt nokkuð ströngum siðareglum. Við megum til að mynda ekki hvetja til ofbeldis- verka, höfða til hjátrúar, nýta okkur trúgirni barna eða tala illa bvbir róttlrvtnwlpai n?\ Hvers vegna pykir réttlætanlegt aö gera auglýsingar sem hneyksla og vekja upp óhug hjá meginporra al- mennings vegna pess eins aö pær eiga aö vekja athygli á góðum málstað? En ætla má að útilokað væri að nota slíka aðferðafræði í almennum auglýsingum á vörum eða pjónustu. Nýleg auglýsing / frá samtökunum Island án eiturlyfa gekk fram afmörgum! „Það er í góðu lagi að hafa ramma eða reglur um auglýsingar og aliar stofur innan SÍA (Sambands íslenskra auglýsingastofa) starfa samkvæmt nokkuð ströngum siðareglum,“ segir Þorvaldur Sverrisson hjá Góðu fólki McCann-Erickson. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.