Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 70

Frjáls verslun - 01.07.2001, Side 70
Gott vín ýtir undir hið góða bragð aflaxinum og silungnum. Vínið leysir einnig úr lœðingi minningar frá veiðiferðinni. Vín, lax og silungur Nú er veiðitímanum senn að ljúka. Margir veiðimenn eiga því lax og silung í fórum sín- um. Auðvitað hefur veiðin gengið misjafnlega eins og gengur og gerist en það er ekki fjöldi fiskanna sem skiptir máli heldur augnablikin þeg- ar fiskurinn tekur, náttúran og fé- lagsskapurinn. Lax og silungur er frábært hráefni sem býður upp á mikla möguleika í matreiðslu. Mikil- vægt er þó að hráefnið sé fyrsta flokks, því lax og silungur eru við- kvæm matvæli. Mikilvægt er að fiskurinn sé blóðgaður og gert að honum eins fljótt og auðið er og einnig er mikilvægt að þarlægja tálknin því þau skemmast fljótt. Þá á að búa um fiskinn í plast- poka og ef um silung er að ræða er heppilegast að hafa einn silung í hverjum poka. Best er vitaskuld að setja fiskinn í frysti en ef það er ekki hægt í veiðihúsinu þarf að geyma hann á vel köldum stað. Þegar haldið er heim úr veiðinni er gott að setja plastpoka með ísmolum á fiskinn til að halda honum hæfilega köldum þegar ekið er heim á leið, því oft get- ur verið heitt í bílunum. Lax og sil- ungur geymast ekki lengi í frysti svo vel sé, varla meira en 3 mánuði og þá við 25 gráðu frost. Þegar velja á vín með laxi skiptir öllu máli hvaða sósa er höfð með lax- inum. Almennt má þó segja að Chablis vínin henti prýðisvel með laxi. Þau eru hæfúega þurr með votti afkrydduðum ávaxtakeim sem á vel við með feitum fiski eins og laxinn er. Eftír Sigmar B. Hauksson Myndir: Geir Olafsson 70

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.