Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 14
Nýir menn í stjórn Kaupþings
Thomas Möller tekur til
starfa sem aðstoðarforstjóri
Lyfjaverslunar Islands i
júní.
□ ðalfundur Kaupþings var
haldinn nýlega og var
samþykkt að fjölga
stjórnarmönnum úr fimm í sjö.
Nýju stjórnarmennirnir tveir
eru dr. J. T. Bergqvist, aðstoð-
arforstjóri Nokia í Finnlandi,
og Tommy Persson, forstjóri
Lansförsakringar í Svíþjóð.
Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir. l*u
Arndís Björnsdóttir, eiginkona Sigurðar Einars-
sonar, forstjóra Kaupþings, á aðalfúndi Kauþþings.
Myndir: Geir Olafsson
Góðar horfur
□ fkoma SÍF-samstæðunnar
batnaði milii áranna 2000 og
2001. Hagnaður félagsins
var 435 milljónir eftir skatta í iýrra en
árið 2000 skilaði félagið tapi
upp á tæpan milljarð. I tilkynn-
ingu frá félaginu segir að horf-
urnar fýrir þetta ár séu góðar. SD
Hörður Sigurgestsson, stjórnarfor-
maður Flugleiða, og Gunnar Örn
Kristjánsson, forstjóri SIF, á sþjalli.
Mynd: Geir Ólafsson
Dhomas Möller, framkvæmdastjóri hjá
Olís, hefur verið ráðinn aðstoðarfor-
stjóri Lyfjaverslunar íslands hf. og tekur
til starfa 1. júní. Thomas segir að á þessu ári og
því næsta eigi sér stað ákveðin kaflaskipti í
verkefnum sem hann hefur tekið þátt í að
móta. Þvi hafi þetta verið góður tími til að
skipta um starf og sér lítist ágætlega á að fara í
heilbrigðisgeirann. „Þarna eru vaxtartækifæri
framundan og tjölmörg áhugaverð verkefni
sem lúta að þróun íyrirtækisins og hagræðingu
í rekstri þess,“ segir hann. S3
Vitnað í Hdbrfítfiu
Ef fyrirtæki færu að rannsaka fjárfesta
rétt eins og þau rannsaka aðra viðskipta-
vini fyrirtækisins þá er ekki ólíklegt að þau
myndu fljótt átta sig á að til eru góðir og
vondir fjárfestar rétt eins og í öðrum við-
skiptamannahópum.[...] Hugsanlega gæti
skilgreining á vondum eða óæskilegum
fjárfestum verið fjárfestar sem ætluðu að
nýta völd í fyrirtækinu í einhverjum annar-
legum tilgangi, sem þjónar ekki hags-
munum fyrirtækisins. Skilgreining á vond-
um fjárfestum gæti hugsanlega einnig átt
við um fjárfesta sem stöðugur darraðar-
dans og leiksýningar eru í kringum sem
skaða ímynd fyrirtækisins.
Eyþór ívar Jónsson (Spilað með fjárfesta1
Markaðsvirði Landsbanka, Búnaðarbanka
og Landssímans er samtals 80-85 millj-
arðar króna eða nærri fimmtungur af
markaðsvirði allra félaga á Verðbréfaþingi
íslands. Ef þessi fyrirtæki yrðu einkavædd
að fullu gæti velta hlutabréfa á þinginu
aukist um 15-30% frá því sem nú er.
Lægri mörkin miðast við að veltuhraði
með bréf þessara félaga sé jafn vegnum
veltuhraða annarra bréfa á þinginu, en efri
mörkin taka mið af veltuhraða í kringum
60%, sem er svipað og til að mynda
veltuhraði með bréf Islandsbanka.
Þórður Friðjónsson (Framhald einkavæð-
ingarl
Áskriftarsími
512 7575
Yfirleitt má gera ráð fyrir að stjómimar
hafi hag sjóðfélaga að leiðarljósi, en hætta
er á að kappsfullir stjómarmenn llífeyris-
sjóðannal láti atvinnusköpun eða önnur
pólitísk sjónarmið villa sér sýn, eða beygi
sig fyrir þrýstingi stjómvalda, fremur en að
hætta á að missa völdin. í valfrjálsu kerfi er
þessi hætta Iftil, samkeppnin gerir það að
verkum að sjóðirnir reyna hvað þeir geta
til þess að þóknast sparendum.
Sigurður Jóhannesson (Frjáls verslun
með lífeyrisréttindi?]
L.Jað Islendingum hefur farist eins og
mörgum fyrrverandi nýlenduþjóðum: Þeir
kenna fyrrverandi nýlenduherrum um allt,
sem miður hefur farið, í stað þess að líta
í eigin barm. Getur ekki verið, að fátækt
okkar hafi að mestu leyti verið okkur sjálfum
að kenna? Hefur hún ekki átt rætur sínar í
skipulagi, sem lamaði allt framtak?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson (Hvers
vegna var ísland fátækt?)