Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 18

Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 18
FORSÍÐUGREIN flUSTFJARÐAJARLARNIR______________ Elfar Aðalsteinsson: Við erum ekki í neinum spreng Aðalsteinn Jónsson, fv. forstjóri, er og verður alltaf holdgervingur Hraðirystihúss Eskifjarðar. Nú er sonur hans tekinn við stjórnartaumuniun og hefur gengið býsna vel. Elfar Aðalsteinsson hefúr ríkt í Hrað- frystihúsinu í rúmlega eitt ár og hefur ýmislegt gerst á þeim tírna! „Það segir sig sjálft að kynslóðaskipti verða skörp þegar menn hætta áttræðir eftir 40 ára starf en auðvitað erum við, ég og Aðal- steinn, að vinna að sama markmiði. Við notum bara mismunandi aðferðir. Uppsetningin á fyrirtækinu hefur breyst nokkuð frá því ég tók við og meiri áhersla er lögð á hópvinnu. Kjmning á nýju skipuriti var eitt af mínum íyrstu verkum. Fyrirtækinu var skipt upp í ijögur svið og sviðsstjóri settur yfir hvert þeirra - saman myndum við svo framkvæmdaráð félagsins. A þessu tímabili voru tilfærslur á mönnum nokkrar og nýr flármálastjóri kom inn. Menn voru þó ótrúlega fljótir að aðlagast nýjum háttum eftir umi-ótið enda bý ég að því að fá að vinna með úrvalsfólki. í fram- haldi af breytingunum unnum við svo stefnumótun lyrir félagið, tókum upp örari innanhússuppgjör, áætlanir og önnur vinnu- brögð sem tíðkast í dag. Við gengum í gegnum tiltölulega mikla endurskipulagningu á skömmum tíma. Við seldum skip, hag- ræddum og fækkuðum nokkuð starfsfólki. Það var á tímum óskemmtilegt en árið 2000 var fyrirtækinu afar erfitt," segir Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskiflarðar. Hraðfrystihús Eskiljarðar var stothað í maí árið 1944 af iyrir- tækjum og einstaklingum í bænum. A annað hundrað manns átti hlut í lyrirtækinu í byrjun. Fyrirtækið var stofnað til að veita bæjarbúum atvinnu og því hafði það félagslegan ávinning í för með sér. Arið 1947 hófst vinnsla í frystihúsinu og uppbygging félagsins hófst. Það gekk þó á ýmsu í rekstrinum og árið 1960 komu bræðurnir Kristinn og Aðalsteinn Jónssynir inn í fyrir- tækið með nýtt hlutafé. Eftír að Kristinn lést jók Aðalsteinn hlut sinn og eru hann og eiginkona hans, Guðlaug Stefánsdóttir, í gegnum eignarhaldsfélag sitt Hólma ehf., stærstu hluthafarnir enn þann dag í dag. Grandi keypti sig inn í reksturinn Jyrir nokkrum árum og er f dag skráð Jyrir tæplega 20 prósenta hlut Aðrir stórir hluthafar eru Skeljungur með ríflega 7 prósenta hlut, Tryggingamiðstöðin með um 5 prósent og einstaklingar tengdir Hólma, lifeyrissjóðir og bæjarsjóður í gegnum eignarhaldsfélagið Eskju ehf. með smærri hluti. Voru Oft djarfir „Hluthatasamsetningin hefúr breyst mikið frá stothun félagsins og hlutur bæjarins hefur sífellt minnkað. Eg tel að hann hverii úr hluthafahópnum áður en langt um líður, bæði hér og í Síldarvinnslunni. Það er yfirlýst stefna Fjarðabyggðar að selja þessi bréf og hætta þátttöku í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja,“ segir Elfar. Elfar er ekki nýr af nálinni hjá Hraðfrystihúsi Eskitjarðar þó að aðeins sé rúmlega eitt ár Jrá því hann tók við forstjórastarfinu af föður sínum, Aðalsteini Jónssyni. Það má segja að rætur hans liggi í Jýrirtækinu þvi að hann er auðvitað alinn upp Jyrir austan og starfaði hjá Jýrirtækinu á unglingsárum. Aður en Elfar tók við forstjórastarfinu hafði hann rekið sitt eigið Jýrirtæki í Reykjavík, Fiskimið, um átta ára skeið og selt fiskimjöl og lýsi. I gegnum það hafði hann m.a. átt viðskipti við Hraðfrystihúsið. Þegar hann tók svo við forstjórastarfinu í janúar í Jýrra ákvað hann að sameina tvö störf, forstjórastarfið og starf framkvæmdastjóra, en þeir voru tveir, Aðalsteinn og Magnús Bjarnason, sem höfðu stýrt Hraðtfystihúsinu í mörg ár. Magnús starfaði sem Jjármálastjóri í nokkra mánuði áður en hann varð sjötugur og lét af störfúm. „Það hafði safnast upp mikil reynsla hjá þessum mönnum og þeir byggðu upp gott fyrirtæki. Á tíðum spiluðu þeir djarft og þá sérstaklega faðir minn. En oft reyndust djörfu spilin þau gjöful- ustu á endanum," segir Elfar. Besta otj versta rekstrarárið Hraðfrystihúsið átti í miklum erfið- leikum þegar Elfar tók við. Árið 2000 var mikill taprekstur hjá fyrirtækinu, reyndar mesti taprekstur sem iýrirtækið hefur nokkru sinni gengið í gegnum. Veltan var rúmir 2,3 milljarðar króna og tapið nam 483 milljónum króna. Gengið var í hagræð- ingu, veiði- og vinnslugeta samhæfð og skipið Hólmatindur selt til Afríku, svo að nokkuð sé nefnt. I sjávarútvegi geta sveiflurnar verið gífurlegar. Það sýndi sig hjá Hraðfrystihúsi Eskigarðar þvt að besta rekstrarárið í sögu fyrirtækisins kom strax t kjölfar þess versta. Árið 2001 voru allar aðstæður mjög hagstæðar. Velta Jýrir- tækisins nam 3,7 milljörðum króna, hagnaðurinn 156 milljónum, Jfamlegðin var 1.280 milljónir og 728 milljónir skiluðu sér í hand- bæru fé frá rekstrinum. Loðnuvertíðin var mjög góð og tekið á móti rúmlega 80 þúsund tonnum. Rekstrartekjur mjöl- og lýsis- vinnslu jukust til muna, olíuverð varð hagstæðara og ydri skilyrði bötnuðu. „Vinnsla úr uppsjávarfiski er stærsti „tekjupóstur" fyrir- tækisins og góður árangur í þeirri deild lagði grunninn að jákvæðri rekstraimiðurstöðu í fýrra. Samhliða þessu fórum við í áðurnefndar hagræðingaraðgerðir og skipulagsbreytingar, og kostnaðarvitund meðal starfsfólks jókst. Boðleiðirnar innan Jýrir- tækisins virka vel eftir þessa naflaskoðun og allir eru að draga vagninn í sömu átt,“ segir Elfar. Kolmunninn hafði Sitt að segja Kolmunnaveiðar gengu mjög vel í fyrra og það hafði auðvitað sitt að segja til að stuðla að góðum árangri. Hraðfrystihúsið átti langstærstan hlut í kolmunna- veiðum Islendinga, skip Jýrirtækisins veiddu um 85 þúsund tonn, og því fékk iýrirtækið 55 þúsund tonn, eða tæp 20% af kvótanum, þegar honum var úthlutað í Jýrsta sinn á þessu ári. Samdrátturinn er þvt verulegur miðað við árið áður. Á móti kemur að kvótaeign Hraðfrystihús Eskifjarðar er ekki að leita sameiningar við önnur fyrirtæki en Elfar er þó þeirrar skoðunar að myndun stærri sjávarútvegsfyrirtækja sé eðlileg og jákvæð hagræð- ingarþróun. „Þó væri óábyrgt af mér að útiloka „dýpra samstarf“ eða sameiningu við annað fyrirtæki en tíminn leiðir í Ijós hvort eða hvernig það verður.“ 18

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.