Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 22
„Samherji er með álíka sýn og við hvað fiskeldi varðar sem segir okkur að þeir séu líka framsýnir. Við erum lika að þrófa ýmislegt sem Sam-
herji er ekki að þrófa, t.d. hlýraeldi. Hlýri er mjög góður matfiskur og því vonandi að þetta takist. Svo erum við með þorsk í kvíum því að við
teljum að eldi á fiski verði mikið á næstu árum og viljum jylgja þeirri þróun,“ segir Björgólfur.
Björgólfur Jóhannsson:
Á fullu í nýjum
verkeínum
Bjartsýni ríkir hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað,
afkoman þokkaleg í fyrra og loðnuvertíðin í vetur
hefur verið frábær og horfurnar fyrir árið í heild
sinni góðar. Nú verður tækifærið notað tíl að greiða niður
skuldir fyrirtækisins eftír uppbyggingu síðustu ára.
Rekstur Síldarvinnslunnar hefur gengið prýðilega að undan-
förnu þó að lestur ársreikninga félagsins fyrir síðasta ár sé svo-
lítið „undarlegur" og það þrátt fyrir ágætis árferði í fyrra, að
mati Björgólfs Jóhannssonar forstjóra, - ársreikningur félags-
ins fyrir síðasta ár einkennist af verulegum ijármagnskostnaði.
„Miklar hræringar urðu í gengisskráningu krónunnar - hún féll
mikið á árinu - sem er auðvitað gott fyrir okkur til lengri tíma
litið, því að allar okkar tekjur koma í erlendum gjaldeyri.
Skuldastaða fyrirtækisins er há og að mestu leyti í erlendum
gjaldmiðlum þannig að ijármagnsgjöldin voru há. En árið var
gott ef horft er til þess hverju reksturinn skilaði fyrir afskriftir
og fjármagnskostnað. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 4.591
milljónir króna, hagnaður fyrir afskriftir 1.585 milljónir, sem er
yfir 35% af tekjum. Það er mjög gott. En afskriftirnar voru
óneitanlega háar,“ segir Björgólfur.
Kaldir í fjárfestinyum Síldarvinnslan var stofnuð í desember
1957 og átti að reisa og reka síldarverksmiðju, síldarverkun og
skyldan atvinnurekstur í Neskaupstað. í dag rekur Síldar-
vinnslan viðamikla atvinnustarfsemi í bænum, fiskimjölsverk-
smiðju, fiskiðjuver fyrir bolfisk og uppsjávarfisk og útgerð
fjögurra skipa auk þess sem fyrirtækið á meirihluta í Barðsnesi
ehf., sem gerir út eitt skip og rekur loðnuverksmiðju í Sand-
gerði. Þai- að auki á Síldarvinnslan hluti í öðrum fyrirtækjum.
Síldarvinnslan hefur flárfest mikið undanfarin ár. Frá 1995 hefur
fyrirtækið byggt upp vinnslu og veiðar á uppsjávarfiski, skip og
fiskimjölsverksmiðja hafa verið endurbyggð og nýtt frystihús
hefur verið byggt í Neskaupstað. í frystihúsinu er ekki bara
frysting á uppsjávarfiski heldur líka bolfiskfrysting, sem hleypt
var af stokkunum árið 2000. Þá er búið að byggja stóra frysti-
geymslu og kæligeymslu þannig að „við höfum verið mjög
kaldir í íjárfestingum undanfarin ár. Það er að skila sér núna.“
Skuldir og skuldbindingar Síldarvinnslunnar námu 6,2 millj-
örðum króna í árslok 2001. VeltuJjármunir voru 2,3 milljarðar
þannig að nettóskuldir námu um 4 milljörðum króna. „Skuld-
irnar eru miklar en árferðið er gott og því ágætis tækifæri til að
greiða niður. Það er í sjálfu sér allt í lagi að skulda mikið meðan
rekstrartekjurnar eru vel yfir skuldum. Markmið næstu mánaða
er að greiða niður skuldir og því eru engar íjárfestingar á döfinni
í grunnstarfsemi fyrirtækisins. En ég tek fram að við erum á
fullu í nýjum verkefnum. Við höfum t.d. tekið stór skref í laxeldi.
22