Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 40

Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 40
Sveinn Sigurbergsson, verslunarstjóri Fjarðarkaupa. „ Við höfum fengið tilboð t þettafyrirtæki frá þeim fyrirtækjum sem eftir eru á markaðinum en höfum ekki tekið slíku tilboði ennþá. Við höfum haft góðan meðbyr. Reksturinn hefur gengið mjög vel, “ segir hann og telur framtíðina fela í sér óbreytt ástand í megindráttum, Fjarðarkauþ á sama stað og í sömu eigu og nú. Mótvægi við risana Athygli vakti í byijun ársins þegar kaupmennirnir í Fjarðarkaupum ákváðu að fylgja í fótspor BYKO og Húsasmiðjunnar og lækka vöruverð um 3 prósent til að rauða strikið svokallaða héldi og ekki þyrfli að taka upp kjara- samninga landsmanna en gífurlegar verðhækkanir höfðu dunið á lands- mönnum í lok síðasta árs vegna veikrar stöðu krónunnar. Sveinn Sigurbergsson hefiir tekið að sér að ræða matvöru- markaðinn og stöðu fyrirtækisins fyrir hönd Jjölskyldunnar í Fjarðarkaupum Stórmarkaðurinn Fjarðarkaup í Hafnarfirði er eina stóra matvöru- verslunin sem stendur utan við matvörukeðjur og hringa og veitir þeim harða samkeppni, nú síðast með því að taka frumkvæðið og lækka verð um þrjú prósent. Efitir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Olafsson og segir hann að verðlækkun Fjarðar- kaupa hafi haft skamman fyrirvara, fundur haii verið haldinn í hádeginu á mánudegi og ákvörðunin hafi legið fyrir um hálftvö. Þá hafi verið búið að ræða við alla stærstu birgjana og þeir hafi heitið því að taka þátt í verðlækkunum, eða hækka a.m.k. ekki verðið. Því hafi verið ákveðið að lækka verðið um 3 prósent „Við töldum okkur hafa svigrúm til að lækka verðið. Það var í rauninni stórt skref og við vorum að taka mikla áhættu þvi að við hefðum getað tapað miklum

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.