Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 42
teljum okkur hafa svolítið sérstaka stöðu,
við erum eina fyrirtækið sem er mótvægi
við risana á matvörumarkaðinum, og við
finnum að fólk vill hafa okkur hér áfram,“
segir Sveinn.
Sigurbergur Sveinsson, forstjóri Fjarðarkaupa, t grœnmetisdeild verslunarinnar. Hann
stofnadi Fjarðarkaup fyrir 30 árum ásamt Bjarna Blomsterberg kaupmanni, og Jjölskyldum
beggja.
þessum geira í dag. A síðustu fimm til sex árum hefur matvöru-
verslunin færst inn í risakeðjur sem eru í eigu banka og lífeyris-
sjóða og við höfum varla undan að fylgjast með breytingunum.
Þrátt fyrir blóðug átök höfum við fundið góðan meðbyr, rekstur-
inn hefur gengið mjög vel. Fyrirtækið hefur staðið af sér allar
sviptingar. Við finnum mikinn stuðning frá okkar viðskipta-
vinum og það hefur gefið okkur ástæðu til að halda áfram. Við
Ekki reist hallir Fjarðarkaup hafa í
gegnum tíðina verið rekin með einföld
markmið að leiðarljósi, að selja vörur
sem fólkið vill kaupa. Fyrirtækið hefur
ekki staðið í miklum flárfestingum og
ekki hefur verið um íburð að ræða í útliti
og innréttingum, eins og menn hafa
stundum farið flatt á. „Við höfum ekki
reist hallir utan um hveiti og sykur sem
ekki á að vera svo flókið að selja,“ segir
Sveinn. „Kaupmenn hafa flaskað á því að
byggja yfir sig. Við höfum verið með
þessa einingu og ekki verið að flækjast
neitt út um hvippinn og hvappinn. Fyrir-
tækið hefur frá fyrsta degi skilað hagn-
aði. Skuldirnar eru ekki stórar þannig að við erum ekki að
greiða fjármagnskostnað eða lenda í gengistapi. Við stöndum
sjálfstæðir og erum ekki með neinn skuldabagga. Hjá stærstu
samkeppnisaðilum okkar eru miklar skuldir og griðarlegar arð-
semiskröfur gerðar og auðvitað hlýtur það að koma niður á
vöruverðinu. Þetta gefúr okkur aukið svigrúm og við getum
leikið okkur eins og okkur sýnist,“ segir hann.
Höfum sérstöðu. „Fyrirtækið hefur staðið af sér allar sviptingar. Við finnum mikinn stuðning
frá okkar viðskiptavinum og það hefur gefið okkur ástæðu til að halda áfram. Við teljum
okkur hafa svolítið sérstaka stöðu, við erum eina fyrirtækið sem er mótvægi við risana á
matvörumarkaðinum, og við finnum að fólk vill hafa okkur hér áfram.“
Saga Fjarðarkaupa
Stórmarkaðurinn Fjarðarkaup í Hafnarfirði var stofnaður
sem lágvöruverðsverslun fyrir tæpum 30 árum af Sigur-
bergi Sveinssyni endurskoðanda og Bjarna Blomster-
berg kaupmanni og ijölskyldum þeirra. Bjarni hafði lengi átt
þann draum að opna lágvöruverðsverslun af þessu tagi þar
sem einfaldleikinn væri í fyrirrúmi. Hann kom að máli við
Sigurberg og opnuðu þeir félagarnir fyrstu verslunina í 300
fermetra húsnæði að Trönuhrauni 1 í Hafnarfirði í júlíbyrjun
árið 1973. Verslunin hlaut góðan hljómgrunn strax frá fyrsta
degi, sérstaklega hjá Hafnfirðingum. Strax í upphafi var
mörkuð sú stefna að Fjarðarkaup skyldu vera lágvöruverðs-
verslun með gott úrval og vandaðar vörur. Þessi stefna er enn
í fullu gildi. Samkvæmt verðkönnunum hafa Fjarðarkaup
verið ódýrasti stórmarkaðurinn í fjölda ára og segir Sveinn
stefnuna þá að halda sig áfram á þeirri syllu.
Arið 1982 var verslunin Fjarðarkaup flutt í stærra hús-
næði, nýbyggingu að Hólshrauni 1 í Hafnarfirði og þar er
verslunin enn. Flutningurinn var ansi stórt stökk á þeim tíma.
Nýja húsnæðið var um 1.800 fermetrar að stærð, þar af fóru
um 800 fermetrar undir lager, og voru fyrstu mánuðirnir ekki
teknir út með sældinni enda þótti stökkið glæfralegt því að
ekki var byrjað að byggja hverfið upp og þótti verslunin því
víðs tjarri mannanna byggðum. Sveinn segir að viðskiptavinir
hafi þurft að fara yfir Reykjanesbrautina til að komast í versl-
unina og það hafi verið mikil hindrun til að byrja með. í hálft
ár eftir flutninginn hafi verið þungi í rekstrinum, það hafi
verið erfiðasta tímabilið í sögu fyrirtækisins en smám saman
hafi viðskiptavinirnir tekið við sér aftur. Nú sé löngu komið í
ljós að staðsetningin sé miðsvæðis og þægileg með tilliti til
umferðarinnar. Á nýja staðnum hafa Fjarðarkaup áunnið sér
vinsældir meðal fólks í nærsveitum og er nú svo komið að yfir
40 prósent viðskiptavina búa utan Hafnarflarðar.
300 bílastæði Fjarðarkaup hafa í dag yfir 4.500 fermetra
yfirráðasvæði, um 300 bílastæði og óvenju rúmgóða aðkomu
sem ekki skiptir litlu máli í matvöruverslun í dag. Fyrir fimm
42