Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.03.2002, Qupperneq 45
innfhitning og sölu á slíkum vörum. Ekki komu fram neinar sannanir í málinu þess efnis að framleiðslustjór- inn hefði látið Takk hreinlæti ehf. leynilegar upplýsingar í té um starf- semi Friggjar og var ekki fallist á að hann hefði brotið trúnaðarskyldur sínar við Frigg með því að ráða sig til Takk hreinlætis ehf. Einnig þótti ósannað að framleiðslustjórinn hefði eytt tölvugögnum úr tölvu þeirri sem hann hafði haft til afnota hjá Frigg enda kvaðst hann nota tölvuna lítið og mestmegnis faxtæki til samskipta við birgja erlendis. „Stefnandi [þ.e. framleiðslustjór- innj bar fyrir dómi að áður en hann hætti hafi hann eytt úr tölvu þeirri er hann hafði til umráða persónulegum gögnum en kannaðist ekki við að hafa eytt gögnum er tilheyrðu stefnda. Kvaðst hann hafa notað tölvupóst mjög lítið og alltaf notað fax til að hafa samband við sína birgja. Þá hafi hann byggt á þeim gögnum er lyrir voru og forveri hans hafi stofnað á sínum tíma því þetta hafi alltaf verið sömu birgjarnir,“ segir m.a. í dómnum. Leiðbeinandi fyrir vinnuveitendur Framleiðslustjórinn gerði bæði launa- og skaðabótakröfu á hendur Frigg. Ekki var deilt um að réttur hans til launa miðaðist við þriggja mánaða uppsagnarfrest og að á þeim tíma hafi ríkt gagnkvæm trúnaðarskylda milli aðila, né heldur um launagreiðslur fyrir tvo mánuði auk tiltekins orlofs og hluta desemberuppbótar. Ágrein- ingurinn snerist um það hvort Sápu- gerðinni Frigg bæri að greiða þessar kröfur og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að svo væri. Sápugerðin Frigg ehf. var því dæmd til að greiða framleiðslustjóranum 997.047 krónur með dráttarvöxtum og 250 þúsund króna málskostnað. Guðni Haraldsson hrl. var lög- maður framleiðslustjórans. Hann segir að dómurinn sé leiðbeinandi fyrir vinnuveitendur og sýni að þeir geti ekki sagt neitt þó að starfsmenn fari til samkeppnisaðila nema sérstak- lega sé kveðið á um það í samningum. Dómurinn sé því „ágætis leiðbeining" til vinnuveitenda og skýri þeirra stöðu. Frumkvæði að samruna keppinauta Fyrir Hæstarétti var nýlega kveðinn upp annar dómur í máli Sápugerðar- Skömmu síðar uppgötvaði Frigg að framleiðslustjórinn hefði ráðið sig tií samkeppnisaðila og hafn- aði því að hann ynni út upp- sagnarfrestinn. Sú skýring var gefin að hann hefði brotið trúnað með því að ráða sig til starfa hjá keppinaut þó að ekki væri neitt um það í samningum að hann mætti ekki fara til starfa hjá samkeppnisaðila þegar og ef hann hætti störfum hjá fyrir- tækinu. Dómurinn féllst á að Sápugerð- inni Frigg hefði verið heimilt að víkja efnafræðingnum úr starfi án viðvörunar eða fyrirvara þar sem frumkvæði hans að sameiningu þriggja helstu samkeppnisaðila fyrirtækisins hefði getað skaðað verulega hagsmuni Friggjar. Hæstiréttur tekur á næstunni fyrir mál þar sem matreiðslu- manni var sagt upp störfum og hann beðinn um að vinna ekki út uppsagnarfrestinn. Matreiðslu- maðurinn fékk fljótlega vinnu annars staðar en taldi að gamla fyrirtækinu bæri að standa við gerða samninga og greiða sér full laun út uppsagnarfrestinn. DÓMSIVIflL UPPSflGNflRFRESTUR innar Friggjar og fyrrverandi starfs- manns hennar. Þar var það efnafræð- ingur sem sagði starfi sínu lausu í mars árið 2000 með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Eftir uppsögnina stóð hann fyrir því að haldnir voru fundir með forsvarsmönnum þriggja helstu samkeppnisfyrirtækja Friggjar um hugsanlega samvinnu eða samruna þessara fyrirtækja. Sápugerðin Frigg taldi að efnafræð- ingurinn hefði með viðræðunum brotið gegn trúnaðarskyldu sinni gagnvart fyrirtækinu og vék honum frá starfi, þó ekki strax heldur beið með það fram að 12. maí þrátt fyrir trúnaðarbrestinn. Dómurinn féllst á að Sápugerðinni Frigg hefði verið heimilt að víkja manninum úr starfi án viðvörunar eða fyrirvara þar sem sú háttsemi hans að hafa frumkvæði að sameiningu þriggja helstu samkeppnisaðila fyrirtækisins hefði getað skaðað verulega hagsmuni Friggjar. Hæstiréttur dæmdi hins vegar Frigg til að greiða honum laun fyrir vinnuframlag hans í maí, auk áunnins orlofs þar sem óumdeilt væri að hann hefði innt af hendi vinnu- skyldu sína meðan hann var í starfi hjá fyrirtækinu. Beri að greiða uppsagnarfrestinn Hæstiréttur tekur svo á næstunni fyrir athyglisvert mál. Matreiðslu- manni hjá fyrirtæki í Reykjavík var sagt upp störfum og hann beðinn um að vinna ekki út uppsagnarfrestinn. Matreiðslumaðurinn fékk fljótlega vinnu annars staðar en taldi að gamla fyrirtækinu bæri að standa við gerða samninga og greiða sér full laun út uppsagnarfrestinn enda hefði hann ekki sagt starfi sínu lausu, heldur hefði fyrirtækið sagt honum upp störfum og sagst myndu greiða þriggja mánaða uppsagnarfrest. I héraðsdómi tapaði maðurinn málinu þar sem dómurinn taldi að laun hjá nýjum vinnuveitanda ættu að dragast frá launagreiðslum á uppsagnarfrest- inum. Matreiðslumaðurinn var hins vegar ósáttur við það og taldi að fyrri vinnuveitandi ætti að standa við gerða samninga og greiða sér fulla upphæð út uppsagnarfrestinn. Hann gerði enga skaðabótakröfu heldur einungis venjulega launakröfu. Búist er við að dómur falli í þessu máli í september. 33 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.