Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 47
7
KOSNINGAR 2002
með röð kannana
Heimur.is hefur birt röð skoðanakannana umfylgi flokkanna íReykjavík og í nokkrum af stœrstu bæjar-
félögunum og hafa þær vakið verðskuldaða athygli. Víða stefnir í mjög spennandi kosningar. Það er útgáfufélagið
Heimursem heldur úti vefsvœðinu heimur.is. Heimur er útgefandi Frjálsrar verslunar, Vísbendingar og
Tölvuheims auk handbóka í ferðaþjónustu, eins ogA ferð um Island og Reykjavik This Month.
Talnakönnun hefur unnið röð kannana um fylgi flokkanna
til sveitarstjórna og Alþingis fyrir vefsvæðið heimur.is og
mun halda því áfram fram að sveitarstjórnarkosningum í
vor. Fyrsta skoðanakönnunin, sem birtist í janúar, sýndi að
Björn Bjarnason hafði traust fylgi meðal sjálfstæðismanna en
gaf vísbendingar um að á brattann væri að sækja í Reykjavík.
í mars birtist röð kannana í Reykjavík og í apríl hafa birst
kannanir um nokkur stærri sveitarfélög. Athygli vekur að
meðan R-listinn virðist hafa þægilegt forskot í Reykjavík þá er
Sjálfstæðisflokkurinn í mjög sterkri stöðu í nágrannabæjarfé-
lögunum.
Staðan skýrist í mars í könnun, sem birtist í byrjun mars,
sýndu niðurstöður að Reykjavíkurlistinn hefði yfirburði fyrir
R-listi vel yfir í Reykjavík
R-listinn hefur haft afgerandi forystu á Sjálfstæðisflokkinn (□) í
kapphlaupinu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í könnunum Talna-
könnunar.
Mestur var munurinn í síðustu könnun, um páskana, þegar
tíundi maður R-listans var inni og sjötti maður D-listans var úti, en
þó innan skekkjumarka könnunar á hvorn veginn hann féll. Nokkuð
vantar á að fyrsti maður Frjálslyndra og óháðra (F), Ólafur F. Magn-
ússon læknir, sé inni í myndinni. (Sjá nánar heimur.is)
Ingibjörg Sólrún Björn Bjarnasnn Blafur F. Magnússnn
Gísladnttir borgarstjóri þingmaóur leiðir læknir leiðir
er foringi R-listans í D-listann F-listann
Reykjavík. í Reykjavík. í Reykjavík,
D-listi með meirihluta í Kópavogi?
B
D ©©©©©/©
S ©©©/©
Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks (□) og Framsóknarflokks (B)
er mjög öruggur í Kópavogi. Aðalfréttin er þó sú að svo gæti farið
að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta bæjarfulltrúa gangi könn-
unin eftir. Samkvæmt henni fær D-listinn örugga 5 fulltrúa, Sam-
fylkingin 3 og Framsóknarflokkur 2. Ellefu fulltrúar eru í bæjar-
stjórninni og hnífjafnt er á milli sjötta manns sjálfstæðismanna og
fjórða manns Samfylkingar (S). Ef hann félli til Sjálfstæðisflokksins
þá yrði hann með sex fulltrúa af ellefu og þar með meirihluta í bæj-
arstjórninni í fyrsta sinn. (Sjá nánar heimur.is)
Sigurður Geirdal Gunnar Birgisson Flnsi Eiríksson Ólafur Pór Gunn-
bæjarstjóri þingmaður húsasmiður arsson læknir
leiðir B-listann. leiðir D-listann. leiðir S-listann. leiðir U-listann.
47