Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 54

Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 54
MARKAÐSMÁL ÍÞROTTIR í AUGLÝSINGUM Að nota ypróttir í auglýsingar að er ekkert nýtt að auglýs- ingar höfði eða vísi til íþrótta eða útivistar eða menningar af ýmsu tagi. Mörg íyrirtæki hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja ákveðnar íþróttagreinar eða jafnvel ákveðin íþróttafélög og gera það ýmist með beinum eða óbeinum hætti. Flestir geta á einn eða annan hátt sam- samað sig íþrótt eða íþróttafélagi og þannig er markhópurinn stór. Sé við- komandi fyrirtæki að styrkja íþrótt- ina eða félagið beint, sést lógó þess gjarnan einhvers staðar á áberandi stað við leiki og jafnvel á búningum leikmanna. Fyrirtæki geta einnig ákveðið að styrkja eða sjá um leiki að fullu og þekkja flestir t.d. Kóka-kóla bikarinn eða open-golfmót fyrirtækja. Stóríýrirtæki velja mörg þessa leið til að láta gott af sér leiða og tengja sig um leið við jákvæða þætti tilverunnar. Þegar aug- lýsingarnar eru óbeinar, eru þær meira ímyndartengdar - varpa ákveðinni ímynd á fyrirtækið. Sem dæmi má nefna Kók og fótboltann. Um leið og fyrirtækið tengir sig fótbolta, er það ekki einungis að ná til fjölda áhorfenda að fótbolta heldur einnig að koma þeim skilaboðum að hjá áhorfendum að það sé hlynnt þeim heilbrigðu lifnaðarháttum sem íþróttir óneitanlega eru. Golfið áberandi Þegar auglýst er í golfhandbókum: „Leiðin að markmiðinu“, er auglýsandinn að ná mjög beinum tengslum við markhópinn. Hann vísar í íþróttina með beinum og óbeinum hætti og nær beint til golfara þannig. Svona aug- lýsingar eru vel heppnaðar og vel skilgreindar og ná þannig mun betri árangri en almenn auglýsing sem gerð er til að höfða til mjög stórs hóps. Markhópurinn í þessu tilfelli er jákvæður gagnvart auglýsingunni og er líklegur til að taka við henni. Raunar er athyglisvert hversu margar íþróttatengdar auglýsingar hafa verið gerðar í sambandi við golfið. Golf er íþrótt sem hefur notið vaxandi vinsælda og er ekki lengur for- réttindaíþrótt heldur íþrótt íyrir alla og þar með hefur markhópurinn stækkað að mun. Iþróttin sem slík býður upp á margskonar orðaleiki sem nýtast í auglýsingum og auðvelt er að samsama sig myndunum. Þekkir holu í höggi „Ef rætt er um golfið, veit markhópurinn og skilur hvað hola í höggi þýðir," segir Magnús Kristjánsson hjá ABX. „Hann nær því líka fullvel hvað fullt af holum þýðir og sér húmorinn í því. Reyndar geta margar sérhæfðar íþróttaauglýsingar höfðað til fleiri en þeirra sem íþróttina stunda. Oft er um skemmtilega og mjög góða hugmynd að ræða og þó að hugtökin séu ef til vill ekki kunn, getur hug- myndin sem slík náð til fólks.“ Magnús segir auglýsingar, sem beint eða óbeint vísa til íþrótta, vera þrenns konar: „Það eru fyrst beinir eða óbeinir styrkir fyrirtækja, beinar auglýsingar og svo einhvers konar kostun sem ef til vill beinist ekki beint að einu félagi eða leik. Þannig styrkir Goði Formúlu 1 kappaksturinn og Brimborg hefur kostað sportpakkann í morgunsjónvarpinu og fleiri fyrirtæki tengjast íþróttum óbeint án þess að samsama sig ákveðnu félagi.“ Goðapylsan frábær Oft er það að óbeinar auglýsingar, góðar hugmyndir, sem orðið hafa til í tengslum við ákveðna íþrótt eða atburð, eignast eigið líf. Þannig má nefna pylsuauglýs- ingu Goða í framhaldi af Formúlunni. „Þetta er hugmynd sem lifir auðveldlega eigin lífi,“ segir Magnús. „Hún er sniðug og höfðar til margra og er gott dæmi um það hvernig má nota sér sterk áhrif auglýsingar í kjölfar atburðar og þannig hnykkja enn á því sem verið er að auglýsa. Fólk á öllum aldri kann að meta þessa auglýsingu og finnst hún skemmtileg. Þau eru hins vegar óljósari tengslin milli Egils Kristals og sundsins en þó vel hægt að skilja það að drekki maður Kristalinn, verði maður stæltur og hraustur líkt og sundmaður. Þar að auki leikur vatn óneitanlega mikið hlutverk en þessi auglýs- ing beinist ekki að sérstökum markhópi, hvorki sundmönnum né öðrum, og er ekki til þess gerð að styrkja neinn nema framleiðandann." Sérframleitt fyrir Formúluna „Eflaust hafa margir rekið upp stór augu þegar þeir sáu Goða- pylsur kosta útsendingar á Formúlu 1, sérstak- Goðaþylsurnar eru tengdar við Formúlu 1 kaþþaksturinn sem nýtur vaxandi vin- sœlda. Þær renna eflaust hratt niður. Fyrirtæki tengja nú vörursínar og þjónustu í ríkara mæli við íþróttir og útiveru. Golfið virðist njóta mestra vin- sælda í auglýsingum um þessar mundir, t.d. hjá fármálafyrirtækjunum. Dæmi: „Hafðu ekki áhyggjur af sveiflunni“ og „Náðu markmiðunum á betra skori. “ Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.