Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 57
IVIARKAÐSIVIÁL ÍÞRÓTTIR í flUGLÝSINGUM
Viðstyöjum
okkar folk
Landsbankinn
hefur líka séð
tækifærin í
go/finu. „Náðu
markmiðunum á
betra skori."
Landsbankinn nýtti
sér vinsældir lands-
liðsins í handbolta i
tengslum við heims-
meistarakeppnina í
Svíþjóð fyrr í vetur.
Við styðjum okkar
íólk."
Vfirleitt heyrum við
talað um Volks-
wagen Golf. En hér
nýtir Hekla sér golfið
til að auglýsa rýmið í
Volkswagen Passat
°9 hve rúmt er um
golfsettin í honum.
•;Þú átt skilið að
njóta þess besta."
ÓWmpíuhringirnir.
Svona augWst' Islands-
banki á 90 ára afmæli
ÍSÍ til að minna á að
hann styrkir íþrótta- og
Ólyinpíusamband
íslands og þar nreð
almennt íþróttastarf
í landinu.
Góður endasprettur íslandsbanki kynnir þau málefni sem hann
styrkir og tengist, undir yfirskriftinni „Gott mál“. Meðal annars
hefur bankinn um árabil verið einn aðalstyrktaraðili Iþrótta- og
Olympíusambands Islands. Hvíta húsið sér um að framleiða
auglýsingar íyrir íslandsbanka og bjó nýverið til auglýsingalínu
þar sem dregin eru fram jákvæð áhrif íþrótta á hversdagslíf
okkar. „í auglýsingunum er á skemmtilegan hátt bent á að
árangur íslenskra íþróttamanna er okkur hinum hvatning til að
sýna frækilega frammistöðu í daglega lifinu.“ segir Kristinn
Arnason sem sá um framleiðslu auglýsinganna hjá Hvíta húsinu.
„Okkur þótti gaman að fara þessa óvenjulegu leið með bank-
anum,“ segir hann og bætir við að auglýsingarnar hafi hlotið
mikla eftirtekt og jákvæð viðbrögð. I einni af auglýsingunum má
sjá mann sem er að hlaupa á eftir strætó undir íýrirsögninni
„Stóóóórkostlegur endasprettur“. Önnur sýnir mann á kafi í
eldhúsinu þar sem hann er að elda, passa tvö börn og tala í síma
um leið. Þar er fýrirsögnin „innanhússmet í íjölþi'aut“.
Við þekkjum okkar folk „Landsbankinn hefur undanfarin ár
stutt við bakið á landsliði íslands í handknattleik,“ segir Jón
Árnason, hönnuður hjá Góðu fólki - McMann. „Sem elsti banki
landsins og lengi vel banki allra landsmanna hefur bankinn
kosið að styðja við bakið á landsliðinu frekar en einstöku félags-
liði, því gott landslið er hagur og stolt allra landsmanna og nær
þvi betur að tengjast þeirri ímynd sem bankinn hefur byggt á í
gegnum tíðina: „Við íslendingar erum engum likir ... við þekkj-
um okkar fólk..."
Þessi tenging bankans skilaði sér vel í síðustu Evrópukeppni
þar sem meginþorri landsmanna íýlgdist með strákunum slá í
gegn. Og þó svo stuðningur bankans við landsliðið hafi verið
mest áberandi á meðan á keppninni stóð var það stuðningur
bankans við landsliðið undanfarin ár, lika þegar illa gekk hjá
liðinu, sem kom bankanum í þessa áberandi og eftirsóttu stöðu.
Einnig var lögð áhersla á að ná þessari tengingu enn betur með
kostunarstiklu útsendingar keppninnar í sjónvarpi. Þvi varð sú
hugmynd ofaná að sýna frá sögulegum viðburðum landsliðsins
i gegnum tíðina í stað þess að nota stikluna til að auglýsa þjón-
ustu bankans sem á betur heima í beinum auglýsingum.“
Beint eða óbeint? Auglýsendur nota íþróttir einnig í beinum
auglýsingum og þá fyrst og fremst til að ná til ákveðins hluta
markhópsins. Þá er oft reynt að samræma skilaboð auglýsand-
ans við áhugasvið markhópsins til að ná áhrifaríkari tengslum. I
slíkum tilfellum er markmiðið frekar að koma ákveðnum skila-
boðum um vöru eða þjónustu á framfæri en að styðja við
ákveðna ímynd auglýsandans.
„Það er hinsvegar áberandi hvað margar auglýsingar, sér-
staklega í miðlum sem tengjast golfinu, reyna að ná þessari teng-
ingu eingöngu með einhveijum lýrirsagnaleik sem verður til
þess að hver auglýsingin á fætur annarri verður eins og sú næsta
á undan og sker sig lítið úr. Með því vekur hún minni athygli en
ella. Eins og í öllum auglýsingum, hvar sem þær birtast og hvort
sem þær tengjast íþróttum eða ekki, þá skipta gæði hugmyndar-
innar öllu máli og felast þau í meiru en bara fyrirsögninni." BH
57