Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 59

Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 59
MARKADSMÁL GAGNVIRKAR AUGLÝSINGAR og svarar henni! Sterk SVÖrun „Svörunin við útsendingunum frá Plúsnum sýnir að þetta form hentar mörgum. Hefðbundin auglýsinga- útsending eða markpóstur, sem krefst svars, fær 5-10% svörun en útsending í gegnum Plúsinn gefur um 75-80% svörun,“ segir Ástþór. „Sú svörun kemur nær strax, þannig að þegar við sendum út auglýsingu, sjáum við það innan dags hvernig erindið hefur höfðað til fólks." Formið sem viðkomandi fær sent til sín er gjarnan á þann veg að velja á milli nokkurra möguleika. Það geta verið bein skilaboð eins og hver önnur hefðbundin auglýsing þar sem ákveðin þjónusta eða vara er kynnt. Framleiðsla efnisins er ekki flóknari en gerð skjáaug- lýsingar eða blaðaauglýsingar. Utsendingin tekur aðeins ör- stutta stund og um leið fær auglýsandinn greindar svarniður- stöður á myndrænan hátt, í tölvunni sinni á sínu lykilorði sem hann fær. Þannig getur hann til dæmis undirbúið og kannað mikilvægi skilaboða væntanlegrar auglýsingaherferðar eða séð strax í upphafi herferðar sinnar hver eftirtekt og skiln- ingur markhópsins er. Með þessum hætti er hægt að ná auknum árangri í nýtingu á íjármunum fyrirtækisins sem það verður að verja til markaðsmála. Dýrmætar upplýsinoar „Það er auglýsandanum mikilvægast að ná athygli, Jýrir utan að klingi síðan í kassanum. En á milli þessara tveggja punkta getur verið óralöng og krókótt leið,“ segir Ástþór. „Daglega dynja á fólki þúsundir áreita og mót- tökuskilyrðin hjá venjulegu fólki eru ekki ótakmörkuð. Það hefur oft nóg með skilaboð frá fólki sem það þekkir og hefur í kringum sig. Fólk verður að vera vanafast til þess að tapa ekki hreinlega áttum í öllu sem býðst og séu skilaboðin ekki þess eðlis að höfða til viðkomandi, skila þau engu. Stóri kosturinn við Plúsinn er meðal annars að þar fær erindið viðbrögð strax frá fólkinu sem meðtekur þau. Hann nær ekki endilega sölu frekar en aðrar auglýsingar í öðrum miðlum, en hann fær að minnsta kosti vísbend- ingar um hvort aug- lýsing hafi vakið eftirtekt, áhuga eða skilning. Og það er ekki svo lítið til að styðjast við í auglýsinga- og markaðs- starfinu. Plúsinn er ekki ágengur. Hann kemur aðeins ef beðið hefur verið um hann og aðeins jafnoft eða jafnsjaldan og við- komandi vill. Við höfum einnig reynt beina sölu á þennan máta og það skilaði sér mjög vel. Ekki bara í því að selja viðkomandi hlut, heldur einnig í því að sjá hverjir það voru sem höfðu áhuga og hvernig sá áhugi var, hvort viðkomandi vildi vita meira seinna eða jafnvel gat hugsað sér kaupin þó hluturinn væri of dýr í þetta sinn. Þetta eru dýrmætar upplýsingar." Þar sem tímasetning svaranna er skráð, er einnig hægt að sjá hvenær fólk er að nota Netið og hefur komið í ljós að það skiptist nokkurn veginn til helminga, fýrir og eftir kl. 17. Not- endur eru á ýmsum aldri, um það bil 48% þeirra undir þrítugu og 52% þar yfir. Notendur eru úr öllum starfsstéttum og rúm- lega þriðjungur þeirra á börn og 60% búa í eigin húsnæði. Hermes CRA - bakgrunnur Plússins Hermes CRA (customer related activator), grunnurinn að baki Plus.is, er hugbúnaður sem iýrirtæki geta notað til þess að vinna með í eigin tölvukerfi og starfsumhverfi. Þar geta þau með einföldum hætti í mynd- rænu viðmóti unnið margvíslegar upplýsingar með sama hætti og Plúsinn býður upp á við sínar útsendingar. Hermes hentar best þeim lýrirtækjum sem geta byggt viðskipti sín og samskipti viðskiptavina og starfsmanna að hluta til í gegnum Netið og er kerfið sniðið að þörfum hvers viðskipta- vinar týrir sig.Sll

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.